Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 62
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 „Ég er bara á fullu við það að undirbúa mig, undir bardaga árs- ins,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson, en hinn 13. júlí ætlar hann að keppa við uppistandarann Rökkva Vésteinsson í blönduðum bardagalistum og mun allur ágóði renna óskertur til Barna- spítala Hringsins. „Við Rökkvi erum kollegar í skemmtanaiðnað- inum, hann hefur verið að æfa jújítsú í einhvern tíma og ég hef verið að æfa júdó. Hann skoraði á mig að keppa við sig í blönduðum bardaga listum, þar sem við reynum að blanda saman þessum tveim- ur greinum eins vel og hægt er. Þannig munum við svo berjast,“ segir Geir. Glímt verður í þrjár fimm mínútna lotur, þar sem stig fást fyrir að þvinga andstæðinginn til uppgjafar eða kasta honum í gólfið með júdóköstum. Bardaginn fer fram í húsi bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis en Geir segist ekki hafa æft þar áður. „Ég æfi á fullu í Júdófélagi Reykjavíkur. Þar eru mínir stuðningsmenn.“ Miðasala á bardagann er hafin á Midi.is. -ka Berjast fyrir Barnaspítalann Söngvarinn Geir Ólafsson og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson berjast í blönduðum bardagalistum í Mjölni. BÚA SIG UNDIR BARDAGA ÁRSINS Þeir Geir Ólafs og Rökkvi Vésteinsson ætla að berjast í blönduðum bardagalistum. Allur ágóði bardagans rennur til Barnaspítala Hringsins. „Það er gaman að fá að vinna með þessum stórliðum,“ segir Þór Bæring, annar af eigendum Gaman ferða. Ferðaskrifstofan, sem var stofnuð í fyrra, hefur gert samninga við opinbera knatt- spyrnuskóla Manchester United og Chelsea um að bjóða upp á ferðir þangað fyrir efnilega íslenska fótboltakrakka. „Það er mjög jákvætt að ná þessum samn- ingum því þetta eru opinberir fótboltaklúbbar á vegum þessara liða.“ Innganga í hinn fræga skóla Manchester United kostar sitt, eða 250 þúsund krónur. Inni- falið í því er skólinn sjálfur frá sunnudegi til föstudags, ferð á Old Trafford og æfingagalli. Hjá Chelsea kostar ódýrasti pakkinn tæpar 130 þúsund krónur. Þór og félagar hafa einnig gert samning við aðdáendaklúbb Arse- nal á Íslandi og ætla að skipuleggja ferðir fyrir hann á leiki Arsenal á næstu leiktíð. „Þetta er einn stærsti klúbburinn á landinu og þeir eru mjög duglegir að fara út og gera skemmtilega hluti saman. Það er mjög gaman að vinna með svoleiðis klúbbum,“ segir Þór, sem ætlar einnig að hjálpa klúbbnum að fá Arsenal-hetju á árs hátíð hans. „Þetta er allsherjarsam- starf,“ segir hann. - fb Starfa með enskum stórliðum Gamanferðir hafa gert samninga við knattspyrnuskóla Man. Utd. og Chelsea. ÞÓR OG BRAGI Þór Breiðfjörð og Bragi Hinrik Magnússon reka gamanferðir. ➜ Fyrsti leikur Arsenal á næstu leiktíð verður gegn Aston Villa á heimavelli sínum Emirates. „Sumarfríið mitt byrjar á sunnu- daginn þegar ég legg leið mína til Istanbúl. Þar ætla ég að borða góðan mat og njóta lífsins. Ég vona bara að ég lendi ekki í mótmælunum.“ Gyða Lóa Ólafsdóttir, mannfræðingur og bloggari á Bonaparte.is. SUMARFRÍIÐ „Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhá- tíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíð- inni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tón- listarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvar kvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leik- stjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli. Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tísku- iðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðar gestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúnings- tíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is TÓMAS YOUNG Tilda Swinton FÆDD 5. NÓVEMBER 1960 FULLT NAFN KATHERINE MATHILDA SWINTON LEIKLISTARFERIL HÓFST 1986 KVIKMYNDIR The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. BEST KLÆDD Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni. Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leik- konan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndar- inn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu. Tilda Swinton óskaði eft ir þátttöku á ATP Leikkonan Tilda Swinton óskaði eft ir því að fá að taka þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow’s Parties. Hún stýrir kvikmyndasýningu í tengslum við hátíðina. GESTUR Á ATP Tilda Swinton óskaði eftir því að fá að taka þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties. Tómas Young, skipu- leggjandi hátíðarinnar, segir komu hennar auka umtal um hátíðina til muna. NORDICPHOTOS/GETTY DY NA M O RE YK JA VÍ K★★★★★ „Ég varð pirruð, ég skemmti mér konunglega og ég hágrét. … Bók sem er fyrir alla.“ – Kvällsposten „Minnir á metsölubókina um gamla man ninn sem hvarf út um gluggann.” – Arbetarbladet „SJARMA SPRENGJA SUMARSINS“ – Aftenposten 3. SÆTI EYMUNDSSON - KILJUR 12. - 18. JÚNÍ Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.