Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 18
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTANDINN | 18 Chrysler, eitt af þremur stærstu bílafyrirtækjum Bandaríkjanna, hefur innkallað tæplega þrjár milljónir jeppa vegna hættu á íkveikju í bílunum. Chrysler hafði áður neitað stjórnvöldum um að innkalla bílana en tók skyndilega ákvörðun um að fylgja fyrir- mælunum í því skyni að forðast rannsókn frá heilbrigðiseftirlitsmönnum. Fyrirtækið segir að hringingar frá áhyggjufullum viðskiptavinum hafi gert útslagið. Bílarnir sem innkallaðir voru eru Jeep Grand Cherokee-módel frá árunum 1993 til 2004 og Liberty-jeppar frá árunum 2002 til 2007. Chrysler-jeppar innkallaðir 104 REYKJAVÍK | SÍMI 568 3080 | WWW.BARDINN.IS – Síðan 1941 – SKÚTUVOGI 2 | Berglind Pétursdóttir er hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofu, dansari, danshöfundur og umsjónarmaður bloggsíðunnar Berglindfestival. Í frístundum veiðir Berglind lax og kveðst vera mikill neytandi. „Það er hægt að selja mér nánast allt. Ég er mikill neytandi og tek neyslu mjög alvarlega. Ég held samt að bestu kaupin sem ég hef gert séu hlébarðapelsinn minn. Hann passar svo vel við öll hin hlébarðafötin mín sem er frábær tilviljun,“ segir Berglind. „Svo er hann líka flottur við ljóta strigaskó.“ Verstu kaupin segir hún vera líkamsræktarkort. „Ég keypti mér árskort í ræktina og því mun ég sjá eftir alla ævi. Eða að minnsta kosti í sjö mánuði til viðbótar.“ NEYTANDINN Berglind Pétursdóttir Sér mest eftir árskorti í líkamsræktina Best er að nota lás sem ekki er hægt að klippa í sundur en slíkir lásar eru að vísu dýrir og þungir. Telma Glóey Jónsdóttir, starfsmaður í óskilamunadeild lögreglunnar hefur TM greitt að meðaltali á ári í bætur vegna reiðhjólaþjófnaða frá 2008 til 2012. Fjöldi þjófnaða á tímabilinu er um 180 ári hjá viðskiptavinum TM. Um 700 tilkynningar um töpuð reiðhjól bárust til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en um 650 árið þar áður. Árlega endurheimta tíu til þrjátíu manns hjólin sín hjá óskilamuna- deild lögreglunnar en um eitt hundrað reiðhjól seljast á hverju ári á uppboði deildarinnar. „Fólk sem hefur tapað hjólinu sínu kemur og leitar að því hjá okkur en það þyrfti að koma oftar. Oft finnst hjólið ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það tapaðist,“ segir Telma Glóey Jónsdóttir, starfsmaður óskilamuna- deildarinnar. Hún getur þess að það sé undan- tekning ef lögreglan er látin vita af því að tapað hjól hafi fundist. Langflest hjólanna sem berast til lögregl- unnar eru fullorðinshjól. „Sum eru garmar sem hafa legið lengi úti en önnur eru í mjög góðu ástandi. Það eru meiri líkur á að eigandi finnist ef hann hefur skráð hjá sér stellnúmerið á hjólinu.“ Að sögn Telmu er mikilvægt að hafa sterkan lás á hjólinu og festa það við eitthvað. „Best er að nota lás sem ekki er hægt að klippa í sundur en slíkir lásar eru að vísu dýrir og þungir.“ Samkvæmt könnun sænsku vefsíðunnar Smartson eru lásar úr hertu stáli öruggustu lásarnir. Lásasmiðir voru fengnir til þess að reyna að brjóta upp lása úr vír og hertu stáli og notuðu þeir verkfæri sem talið var að þjófar gætu auðveldlega borið með sér, eins og til dæmis hamar, klippur, sög og skrúfjárn. Lásasmiðirnir voru eina mínútu að klippa í sundur sterkasta víralásinn. Suma gátu þeir strax klippt í sundur. Á vefsíðunni er greint frá því að trygginga- félög geri venjulega kröfu um að lásar séu prófaðir og samþykktir af Stöldskyddsför- eningen, óháðum samtökum sem vinna að for- vörnum og öryggismálum. Samkvæmt upplýsingum frá trygginga- félögunum VÍS, Sjóvá og TM krefjast þau ekki sérstakra lása fyrir reiðhjól, heldur er krafa um að hjólið hafi verið læst. Hjá reiðhjólaversluninni Erninum fengust þær upplýsingar að sala á lásum úr hertu stáli, svokölluðum U-lásum, hafi aukist undanfarin þrjú ár. Um tíu prósent af þeim lásum sem seljast hjá Erninum teljast til öruggra lása sem viðurkenndir eru af tryggingafélögum í nágrannalöndunum. ibs@frettabladid.is 700 tilkynningar um töpuð reiðhjól Um tíu til þrjátíu manns endurheimta árlega reiðhjólin sín hjá óskilamunadeild lögreglunnar. Tryggingafélögin gera ekki kröfu um sérstaka lása. Sala á lásum viðurkenndum af tryggingafélögum í nágrannalöndum hefur aukist hér á landi. Á HJÓLI Meiri líkur eru á að eigandi finni tapað hjól hafi hann skráð hjá sér stellnúmerið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 6,3 MILLJÓNIR KRÓNA BÆTUR FRÁ TM YFIR 6 MILLJÓNIR Á ÁRI Reiðhjól falla almennt undir inn- bústryggingu Heimatryggingar TM séu viðskiptavinir með slíka tryggingu. Í algengustu Heima- tryggingunni TM3 fást greiddar bætur að hámarki 110 þúsund krónur þegar eigin áhætta hefur verið dregin frá. Hægt er að kaupa viðbótartryggingar fyrir dýrari reiðhjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.