Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 6
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ORKUMÁL HS Orka hefur ekki tekið neinar stefnumótandi ákvarðanir í ljósi erfiðleika í rekstri Hellis- heiðarvirkjunar. Forstjóri Lands- virkjunar segir það hafa verið rétta stefnu að hægja á nýtingar- áformum á háhitasvæðum á Norð- austurlandi. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fréttirnar frá Hellisheiðarvirkjun hafi ekki orðið til þess að fyrirtækið hafi íhugað að breyta áherslum. „Hins vegar er nýting háhita verkefni þar sem menn verða að læra af reynslunni. Við erum að þreifa okkur áfram með niðurdælingu og fleira sem lýtur að því hvernig best er að nýta háhitasvæðin. En það hafa engar stefnumótandi ákvarðanir verið teknar,“ segir Júlíus. Á undanförnum dögum hafa málsmetandi menn sett fram þá skoðun að nógu langt hafi þegar verið gengið við nýtingu háhita- svæða, ekki síst á Reykjanesi. Á teikniborði HS Orku eru virkjanir í Eldvörpum, Krýsuvík og stækkun Reykjanesvirkjunar. „Ég veit ekki alveg hvernig þeir vita það. Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér, þetta er eitthvað sem enginn veit. Þeir vita þá meira en okkar sérfræð- ingar sem vinna við að rannsaka og mæla á svæðinu,“ segir Júlíus, inntur um efasemdaraddir um nýtingu á Reykjanesi. Um hvort frekari rannsóknir séu ekki nauð- synlegar segir Júlíus að svæðin séu stöðugt til rannsóknar, en vill ekkert fullyrða um hvort reynslan frá Hellisheiði seinki eða breyti áformum um nýtingu háhita- svæða fyrirtækisins. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrir- tækið hafi þegar breytt nálgun við uppbyggingu háhitasvæða. „Það er um eitt og hálft ár síðan við tilkynntum að á Norðaustur landi yrði farið í varfærna áfangaupp- byggingu. Þar var áður stefnt á að virkja svæðin í einni atrennu, vegna eins stórnotanda á Bakka, en við féllum frá því. Við höfum því horft til reynslu annars staðar frá og erum að nýta hana,“ segir Hörður. Landsvirkjun hefur áform um uppbyggingu tveggja 45 megavatta áfanga við virkjun í Bjarnarflagi, auk 90 mega- vatta virkjunar á Þeistareykjum. Virkjun í Bjarnarflagi hefur verið mikið til umræðu vegna nálægðar við Mývatn, en Landsvirkjun lætur nú vinna úttekt á gildandi umhverfismati virkjunarinnar. Hörður segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar við nýtingu háhita, og það hafi Landsvirkjun þegar tileinkað sér. „Þetta er auð- vitað allt önnur nálgun en var á Hellisheiðinni,“ segir Hörður. svavar@frettabladid.is Nýting háhitasvæða áfram í sama farvegi Erfiðleikar við rekstur Hellisheiðarvirkjunar hafa ekki orðið til þess að Lands- virkjun og HS Orka telji ástæðu til að endurskoða nýtingaráform háhitasvæða frá því sem nú er. Landsvirkjun hægði á árið 2011. Hugmyndir Orkuveitu Reykjavíkur um nýtingu nærliggjandi vinnslusvæða til stuðnings við Hellis- heiðarvirkjun er í samræmi við ákvæði gildandi virkjunarleyfis og umsagnar Orkustofnunar um Hvera- hlíðarvirkjun. Þetta kemur fram í minnisblaði Orkustofnunar um virkjunarleyfi Hellisheiðarvirkjunar og sjálfbærni í framhaldi af fundi með þingnefndum í síðustu viku. Orkustofnun vill koma því á framfæri að í virkjunar- leyfi Hellisheiðarvirkjunar, sem Orkustofnun veitti OR árið 2011, eru skilgreind mörk vatnsborðslækkunar í jarðhitakerfinu. Þessum mörkum hefur ekki verið náð. Samkvæmt spáreikningum getur orðið erfitt að finna uppbótarholum stað næstu áratugina nema nota nær- liggjandi vinnslusvæði sem uppbótarsvæði eins og OR hefur nú kynnt að fyrirtækið ætlar sér að gera. Í minnisblaðinu segir að umhverfismat Hvera- hlíðavirkjunar leiddi í ljós að veruleg óvissa ríkti um samanlögð áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á jarðhitaauðlindina að mati Orkustofnunar. Orku- stofnun tók fram árið 2007 að reynslan hafi sýnt að skynsamlegt er að byggja ekki of stór orkuver á sama stað og á sama tíma. Orkustofnun telur að OR hafi farið eftir leiðbeiningum Orkustofnunar frá árinu 2007 við mat á umhverfis áhrifum Hverahlíðarvirkjunar. Gufulögn í samræmi við leyfið REYKJANESVIRKJUN Því hefur verið haldið fram að frekari nýting á svæðinu sé ekki ráðleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÚLÍUS JÓNSSON HÖRÐUR ARNARSON Við tjöldum því besta Icarus 500 - 5 manna tjald, gott fortjald,195cm lofthæð, 3000mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur Tempest 200 - 2ja manna göngutjald, 5000mm vatnsheldni, 2,9 kg. Kirby 400 - 4 manna tjald, gott fortjald, 195cm lofthæð, 3000mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur 95kr. 64.9 Tilboð ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ – NJÓTTU ÍTALÍA, AP Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið um talaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerc- hner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sak- fellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarréttinn um að líta fram hjá margs konar sönnunar- gögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist sak- laus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu en óvíst er hvaða áhrif möguleg sak- felling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar mál- stað í málarekstrinum sem fyrr og Knox sjálf, sem stundar nú háskóla- nám í Seattle, segist vonsvikin en viss um að hún verði sýknuð á ný. Hæstiréttur Ítalíu gagnrýnir niðurstöðu í umdeildasta dómsmáli síðari ára: Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan 1. Hver er framkvæmdastjóri NATO? 2. Hver er formaður Kvenréttinda- félags Íslands? 3. Með hvaða knattspyrnuliði leika þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir? SVÖR SÝKNUÐ AF ÁKÆRU Ekki eru allir sáttir með sýknu Knox, sem var ákærð fyrir að myrða breska stúlku. VEISTU SVARIÐ? 1. Anders Fogh-Rasmussen. 2. Steinunn Stefánsdóttir. 3. Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.