Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 52
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
BAKÞANKAR
Dóra
DNA
Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum
hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég
sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni,
ekki fyrr en afgangurinn af innrétting-
unni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég
þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um
hvort gámurinn sé kominn. Inni í borð-
stofu, við hliðina á borðstofuborðinu í
kringum kassa af flísum, rúllur af raf-
magnsvír og hauga af parketi, er gul
sög. Það er hægt að velta henni á milli
hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég
notaði hana um daginn til þess að skera
brauðhleif á meðan enginn sá til.
Það kom gamalt sag í brauðið
– svo ég geri það ekki aftur.
En það skiptir engu, það er
sag um allt, örfínar agnir
sem hvorki ryksugan tekur,
né kústur. Ég finn stundum
fyrir þeim í rúminu mínu
þegar ég fer að sofa, engin
ónot svo sem.
ÉG STEND í framkvæmd-
um. Hef verið að gera upp
íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í fram-
kvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki
að taka til öll verkin sem eru eftir, því
þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði
ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar
eftir vinnu dag hvern og hjóla handa-
hófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar
hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir
byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að
þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar
ég klæði mig úr þeim.
ÞEGAR ég er ekki að vinna og ekki í
framkvæmdum skoða ég verkfæri á net-
inu. Sannfærður um að betri og dýrari
verkfæri geri mig að betri og afkastameiri
smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðar-
maður og gott betur er ég farinn að nota
fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar.
ÞAÐ ER erfitt að búa í íbúð sem er á
sama tíma verkstæði. Nóg til að gera
mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að
líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem
leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta
spennandi tímar. Hér er verið að leggja
grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru
þolinmæði, æðruleysi og Dewalt.
Borvéla-blús
Kim Kardashian og Kanye
West eru að sögn erlendu press-
unnar búin að nefna dóttur sína
Kaidence Donda West. Stúlkan
fæddist á Cedars-Sinai spítalanum
í Los Angeles á laugardaginn.
Kim og Kanye ákváðu að halda í
hefðina hjá Kardashian-fjölskyld-
unni og nefna stúlkuna Kaidence,
en allir í fjölskyldunni heita nafni
sem byrjar á bókstafnum „K“. Þá
ákváðu þau að millinafn stúlkunn-
ar yrði Donda, í höfuðið á móður
rapparans sem lést árið 2007.
Búin að nefna
dótturina
HALDA Í HEFÐINA Þau Kim og
Kanye hafa nefnt dóttur sína
Kaidence. Þau halda í hefðina með
bókstafinn „K“.
Fyrirsætan Karlie Kloss var stödd
hér á landi um helgina ásamt fjöl-
skyldu sinni og kærasta, fjár-
festinum Joshua Kushner. Kloss
deildi myndum af sér í íslenskri
náttúru á samskiptavefnum
Instagram þar sem hún lýsir yfir
hrifningu sinni á landi og þjóð.
Fyrirsætan mun meðal annars
hafa farið í fjórhjólaferð um Fljóts-
dalshérað á meðan hún var stödd
hér.
Kloss er fræg fyrir að hafa
gengið tískupallana fyrir Victoria ś
Secret og Christian Dior. Hana má
nú sjá í auglýsingum fyrir tísku-
risann Louis Vuitton en hún var í
öðru sæti yfir frægustu fyrirsætur
í heimi hjá Models.com.
Naut lífsins á Íslandi
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss var hér á landi um helgina.
SKEMMTI SÉR Fyrirsætan Karlie Kloss
kom hingað til lands um helgina ásamt
fjölskyldu og kærasta. NORDICPHOTOS/GETTY
Önnur plata hljómsveitarinnar
Ultra Mega Technobandið Stefán
nefnist ! og er væntanleg seinna
í sumar. Fyrsta smáskífulagið
heitir My Heart.
Hljómsveitin hressa ætlar að
spila stíft í allt sumar og þessa
dagana er verið að undirbúa tón-
leikaferð um Skandinavíu. Næstu
tónleikar hennar verða á Bar 11 á
föstudagskvöld.
Fyrsta plata Ultra Mega
Technobandsins Stefán, Circus,
kom út 2008. Hljómsveitin
spilaði víða um Evrópu í fram-
haldinu. Platan fékk góða dóma
víðast hvar og landaði sveitin
kynningar samningi við sam-
félagsmiðilinn Myspace.
Upphrópun frá
Ultra Mega
ULTRA MEGA TECHNOBANDIÐ
STEFÁN Hljómsveitin gefur út nýja
plötu á næstunni.SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
BYGGT Á
SANNSÖ GULEGUM
ATBURÐUM
MAN OF STEEL KL. 4 - 7 - 10 12
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 6 - 8 - 9 12
MAN OF STEEL 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12
THE INTERNSHIP KL. 5.30 - 8 - 10.35 7
EPIC 2D Í SL.TAL KL. 3.20 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 L
THE ICEMAN KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 10.35 7
AFTER EARTH KL. 8 - 10.15 12
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12
THE INTERNSHIP KL. 5.40 - 8 7
FAST & FURIOUS 6 KL. 5.40 12
THE ICEMAN KL. 8 - 10 16
AFTER EARTH KL. 10.20 12
THE ICEMAN 8 - 10.20
THE INTERNSHIP 5.30 - 8 - 10.30
EPIC 2D 5
EPIC 3D 5
FAST & FURIOUS 8 - 10.30
BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI
5%
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
NEW YORK POST
T.V. - BÍÓVEFURINN
NEW YORK DAILY NEWS
EMPIRE
Stjörnurnar hafa gaman að því að klæða sig upp
fyrir rauða dregilinn og því gaman að sjá hvaða
kjólar stóðu upp í vikunni. Jennifer Lopez stal
senunni í bláum kjól og Dree Hemingway vakti
athygli á góðgerðarsamkomu.
Vel klæddar á
rauða dreglinum
Kjólarnir sem stóðu upp úr í vikunni.
SUMARLEGT PAR Sienna
Miller var sumarleg á Tony-
verðlaununum í ferskjulituðum
Burberry-kjól. Hér ásamt
unnusta sínum Tom Sturridge.
HVÍTT Leikkonan Dree Hemingway í
glæsilegum kjól frá Calvin Klein.
BLÁKLÆDD Jennifer Lopez stal senunni í þessum
bláa glitrandi kjól frá Tom Ford. NORDICPHOTOS/GETTY