Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 10
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
VINNUMARKAÐUR Ljóst er að svört
atvinnustarfsemi er að aukast hér
á landi. Samtök atvinnulífsins,
Alþýðusamband Íslands og ríkis-
skattstjóri segja brýna nauðsyn að
sporna við slíkri þróun.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir fjölmörg atriði
vera fyrir hendi sem bendi til þess
að svört atvinnustarfsemi sé mun
meiri nú en áður. Meðal annars sé
peningamagn í umferð meira en
það var fyrir fáum árum, en við-
skipti með beinum peningum en
ekki í gegnum rafrænar færslur
geta verið vísbending um að dulin
viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í
virðisaukaskatti minnkandi á viss-
um sviðum.
„Athuganir sem ríkisskattstjóra-
embættið hefur gert ýmist í sam-
starfi við ASÍ og SA, eða á eigin
vegum, sýna skýra vísbendingu í
átt til aukinna undanskota í formi
svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil
aukning í ákveðnum atvinnugrein-
um með mörgum nýjum aðilum
eins í ferðaþjónustu geta verið vís-
bendingar um aukna dulda starf-
semi.“
Þá bendir Skúli á að hagsmuna-
aðilar í ferðaþjónustu telja að svört
starfsemi í greininni sé meiri nú
en áður. „Að öllu þessu virtu tel
ég vera komnar svo miklar vís-
bendingar um aukið neðanjarðar-
hagkerfi að öruggt geti talist.“
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
tekur undir orð Skúla.
„Okkar tilfinning er sú að þetta
fari vaxandi. Sérstaklega eins og
í ferðaþjónustunni og þessi mikla
fjölgun ferðamanna sem við erum
að sjá, við sjáum það í fluginu en
ekki í hagtölum frá greininni,“
segir hann. „Þeir ráfa hérna um
eins og það sé enginn að sinna þeim
og það er ekki gott að það sé hérna
fullt af ferðamönnum sem fái enga
þjónustu. Að minnsta kosti ekki
sýnilega þjónustu.“
Í ljósi þessa hafa ríkisskatt-
stjóri, Samtök atvinnulífsins og
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
hrint af stað nýju átaki gegn dul-
inni atvinnustarfsemi í því skyni
að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar
og sporna gegn neðanjarðarhag-
kerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt
af mörkum og var nýlega ýtt úr vör.
sunna@frettabladid.is
Fleiri seðlar í umferð
vegna svartrar vinnu
Ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði örugga vísbendingu um að dulin atvinnu-
starfsemi sé að aukast hér á landi. Sérstaklega mikið vandamál í ferðaþjónustunni,
segir forseti ASÍ. Ríkisskattstjóri, ASÍ og SA með átak til að snúa þróuninni við.
VANDAMÁL Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI Ríkisskattstjóri og forseti ASÍ segja svarta atvinnustarfsemi sérstakt vandamál í ferða-
þjónustunni hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hafna boði Morsis
1EGYPTALAND Mótmælendur í Egyptalandi hafna tilboði
Mohammed Morsis forseta um sátta-
viðræður. Mohammed El Baradei, einn
leiðtogi umbótasinna, segir að tveggja
og hálfs tíma ræða Morsis á miðviku-
dag sýni að hann sé greinilega ófær
um að viðurkenna þau vandamál sem
Egyptaland á við að stríða. Búist er við
fjölmennum mótmælum í dag og um
helgina. Mótmælendur krefjast þess að
forsetakosningum verði flýtt.
Þúsundir mótmæla í Brasilíu
2BRASILÍA Enn á ný mættu þúsundir manna til mótmæla í Brasilíu í gær
skammt frá íþróttavelli í Fortazela áður
en þar átti að hefjast leikur í undanúr-
slitum Álfukeppninnar í knattspyrnu.
Mótmælin fóru í fyrstu friðsamlega
fram en snerust að nokkru upp í átök
við lögreglu. Mótmælin í landinu
hafa varað linnulítið síðan 17. júní og
beinast gegn spillingu í stjórnkerfinu
og fjáraustri úr ríkissjóði í íþróttavið-
burði meðan opinber þjónusta situr á
hakanum.
Bandaríkjamaður laus úr haldi verkamanna í Kína
3KÍNA Bandaríski auðjöfurinn Chip Starnes er laus úr haldi verkamanna í kínverskri lyfjaverksmiðju. Þar hafði honum verið haldið í viku meðan
deilur stóðu yfir við starfsfólkið. Starnes er einn eigenda bandaríska lyfja-
fyrirtækisins Speciality Medical Supplies, sem kínverska fyrirtækið starfar fyrir.
Starnes segir reynsluna hafa verið auðmýkjandi og hann hafi neyðst til að
verða við óréttmætum kröfum.
Kerry reynir enn að koma
viðræðum af stað
4JÓRDANÍA John Kerry, utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna, hyggst
reyna eina ferðina enn að koma
friðarviðræðum af stað milli Ísraela
og Palestínumanna. Hann ræddi í
gær við Benjamín Netanjahú, for-
sætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem
og ætlar að hitta Mahmoud Abbas
Palestínuforseta í Jórdaníu í dag.
Pattstaða hefur verið árum saman
í deilunum og fátt bent til þess að
breyting verði þar á.
HEIMURINN
1
2
3
4
Þeir ráfa hérna um
eins og það sé enginn að
sinna þeim og það er ekki
gott að það sé hérna fullt
af ferðamönnum sem fái
enga þjónustu.
Gylfi Arnbjörnsson
forseti ASÍ