Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 18
28. júní 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu sam- skiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrir- greiðslu að sitja í biðsölum bankastjór- anna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla komm- ans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsyn- legt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálf- hverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar mál- efninu. Allir vita hvernig fór. Kjósend- ur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka við- ræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Bene- diktsson loforð um að þjóðin kysi um fram- hald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Sjálfstæðismönnum má treysta STJÓRNMÁL Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR VINSÆLASTA INTEL i5 139.990 TOS-C85524V I i5 i G i i i 50G i . 15 i . Eindregið fylgjandi aðild Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, greindi fjölmiðlum frá fundi sínum með Angelu Merkel Þýskalands- kanslara í fyrradag. „Hún lýsti fullum skilningi á afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi og afstöðu íslensku þjóðar- innar, sagði að Evrópusambandið ætti nú þegar nóg með þau ríki sem þegar væru innan sambandsins og þau vandamál þar sem væri þar við að glíma,“ sagði Ólafur. Í gær birtist svo frásögn af fundi þeirra á heimasíðu Merkel sjálfrar. „Þýska- land hefur ávallt stutt Ísland í aðildarviðræðunum við ESB og er enn eindregið fylgjandi aðild landsins,“ segir þar. Og nú er spurning hvort segir réttar frá efnisatriðum fundarins. Keppni í annarlegum hvötum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðar- ráðherra, áttu í orðaskiptum um skuldamál heimilanna á þingi í gær. Brigsl um annarlegar hvatir gengu á víxl, þar til Guðbjartur batt enda á þau með þessum orðum: „Hæstvirtur forseti. Ég ætla nú ekki að fara í keppni við hæstvirtan for- sætisráðherra um það hver hafi mestar annarlegar hvatir.“ Var það þar með afgreitt. Bréf frá Elínu Dálkinum hefur borist bréf: „Mig langar til að færa þessum ágæta dálki í Fréttablaðinu bestu þakkir fyrir að benda mér á meinlega villu í ræðu minni á Alþingi á dögunum. Þar sagði ég að margt stórt gerði eitt smátt í stað þessa að segja að margt smátt gerði eitt stórt. Þarna var ég að tala um skattsvik og hve mikilvægt væri að allir stæðu saman gegn þeim hversu lítil sem þau virtust því að, vildi ég sagt hafa, að margt smátt gerði eitt stórt. Enginn nema ykkar athuguli dálkur nefndi þetta við mig og ég gat sem betur fer leiðrétt þetta eftir að ég sá Fréttablaðið í morgun. Þúsund þakkir. Kveðja, Elín Hirst (þú mátt gjarnan birta þakkarbréf mitt).“ stigur@frettabladid.is Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna sam- kynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigð- ir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána. Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006. Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að sam- kynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til. Þessi tíðindi rifja hins vegar upp að ein af röksemdunum gegn því að leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra á sínum tíma var að það gæti spillt fyrir möguleikum gagnkynhneigðra hjóna að ættleiða börn frá ríkjum sem ekki leyfðu ættleiðingar samkynhneigðra. Þess hefur hins vegar ekki orðið vart. Enda eiga einstök ríki aldrei að láta það draga úr sér að tryggja mannréttindi að önnur ríki virði þau ekki. Eftir því sem fleiri ríki leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra ættu ættleiðingar á milli landa að verða auðveldari. Ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna er gríðarlegur áfangi í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi. Sama dag ákvað rétturinn að fella skyldi úr gildi bann við giftingum sam- kynhneigðra sem samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu í Kaliforníu. Ákvarðanir réttarins þýða þó hvorki að hjónaband samkyn- hneigðra verði sjálfkrafa viðurkennt í öllum ríkjum Bandaríkj- anna, né að fólk sem giftist löglega í einu ríki fái að njóta fullra réttinda í öðru. Auk þess þarf alríkisþingið að breyta ýmsum lögum til þess að dómur Hæstaréttar hafi tilætluð áhrif. Báðar þessar fréttir eru hins vegar til marks um að mannrétt- indabaráttu samkynhneigðra miðar áfram – hraðar en margur hugði fyrir fáeinum árum, en samt er alveg ótrúlega mikið eftir. Jafnvel hér á landi, þar sem lagalegur réttur samkynhneigðra er hvað bezt tryggður í heiminum, er talsvert langt í land að þeir njóti raunverulega sömu möguleika og réttar og gagnkyn- hneigðir. Þessari mannréttindabaráttu er langt í frá lokið. Hjónaband og ættleiðingar samkynhneigðra: Áfangar í mann- réttindabaráttu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.