Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGNýsköpun FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, s 512 5447, kkolbeins@365.is og Sverrir Birgir Sverrisson, s. 512 5432, sverrirbs@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
GreenQloud var stofnað fyrir þrem-ur árum af tveimur reyndum frum-kvöðlum í hugbúnaðar geiranum
á Íslandi. Í kjölfar kreppunnar vildu þeir
skapa eitthvað nýtt og reyna að koma af stað
nýjum iðnaði sem myndi byggja á styrkleika
landsins og nýta þekkingu þeirra á hug-
búnaði.“ Þannig lýsir Bala Kamallakhar-
an, framkvæmdastjóri GreenQloud, tilurð
fyrirtækisins sem vakið hefur heims athygli
vegna nýstárlegrar hugmyndafræði. „Þá
langaði einnig að gera eitthvað fyrir um-
hverfið enda gerðu þeir sér grein fyrir hvert
stefndi í samskipta- og tölvuiðnaðinum sem
er orðinn stór mengunarvaldur. Þeir vildu
leggja sitt af mörkum til að breyta því,“ segir
hann.
Forsvarsmenn GreenQloud láta smæð
sína ekki hamla sér í því að nýta nýjar hug-
myndir til að takast á við risana á markaðn-
um, en GreenQloud er í samkeppni við aðila
á borð við Amazon og Rackspace.
Umhverfisvænt ský
Sum af virtustu ráðgjafafyrirtækjum
Bandaríkjanna hafa spáð því að samskipta-
og tölvuiðnaðurinn verði stærsti valdur út-
blásturs gróðurhúsalofttegunda árið 2020
ef ekkert verður að gert. Nú þegar ber sam-
skipta- og tölvuiðnaðurinn ábyrgð á 2% af
óþarfa losun koldíoxíðs í heiminum, sem
jafngildir mengun allrar f lugumferðar.
Tölvuský, og þar með internetið, vaxa hrein-
lega of hratt til að annað en breyting á orku-
gjöfum gagnavera heims leysi vandann.
GreenQloud hefur vakið mikla athygli
fyrir umhverfisvæna stefnu sína. „Okkar
sannfæring er sú að tölvuský eigi að keyra
á endurnýjanlegri orku. Eina leiðin sem við
sáum til þess var að útvega notendum aðra
möguleika en þá sem þegar voru til stað-
ar,“ segir Bala en GreenQloud hefur þróað
víðtækan stuðning við iðnstaðla sem gerir
skýjaþjónustuaðilum kleift að skipta yfir
í umhverfisvænt tölvuský GreenQloud án
breytinga á eigin hugbúnaði.
Hugbúnaður og vélbúnaður Green Qloud
er keyrður alfarið innan íslensku gagna-
veranna, sem standa vel að vígi á heims-
vísu vegna þeirrar endurnýjanlegu orku
sem hér er að finna, sem og hentugs hita-
stigs sem dregur úr orkuþörf við kælingu
búnaðarins. GreenQloud er því góður kost-
ur samanborið við stórfyrirtæki á borð við
Amazon og Rackspace sem notast ekki við
endur nýjanlega orku, heldur keyra á orku
sem unnin er úr kolum að sögn Bala.
Birta tölfræði um kolefnislosun
GreenQloud mælir hversu mikla kolefnis-
losun notendur spara andrúmsloftinu. „Við
erum fyrsta tölvuskýsfyrirtækið sem birt-
ir tölfræði um kolefnislosun í tengslum við
starfsemina. Við segjum notendum okkar
hversu mikið kolefni sparast á því að vera
í viðskiptum við okkur,“ útskýrir Bala en
GreenQloud stefnir á að opinbera þessar
upplýsingar.
Tölfræðin byggist ekki aðeins á saman-
burði fyrirtækja heldur einnig svæða. „Við
getum til dæmis reiknað út hversu miklu
kolefni fyrirtæki í Indlandi hefðu sleppt út
í andrúmsloftið, hefðu þau ekki verið í við-
skiptum við GreenQloud,“ segir Bala og telur
að GreenQloud hafi þegar sparað andrúms-
loftinu milljónir kílóa kolefnis.
Ódýrasti kosturinn
Töluvert hagræði er fyrir fyrirtæki að nýta
sér tölvuský að sögn Bala. Þannig þurfi
þau ekki að kaupa sinn eigin búnað, sama
hversu stór þau séu og hversu hratt þau vaxi.
„Þá trúum við ekki á þá mýtu að fólk eigi
að borga meira fyrir umhverfisvæna orku,“
segir Bala. GreenQloud sé ódýrasti kostur-
inn sem keppi við stóru tölvuskýjafyrirtæk-
in. „Við rukkum ekki hærra iðgjald fyrir að
vera ábyrg, en okkur finnst ábyrgðin vera
fólgin í að keyra á endurnýjanlegri orku,“
útskýrir hann og tekur dæmi um að hýs-
ing lítillar vefsíðu hjá GreenQloud kosti frá
1.000 krónum á mánuði. Fjöldi fyrirtækja
nýtir tölvuský GreenQloud í dag til að hýsa
vefi, vefumsjónarkerfi og keyra hugbúnað-
arlausnir af öllum toga. Einstaklingar og
fyrirtæki geyma líka gagnasöfn, myndir og
öryggisafrit í tölvuskýi GreenQloud.
„Aðalástæðan fyrir því að við getum
boðið upp á samkeppnishæfan valkost
sem byggir á umhverfisverndarsjónarmiði
er Ísland,“ upplýsir Bala. „Landið býður nú
þegar upp á endurnýjanlega orku og lausnin
okkar er að miklu leyti byggð á hugbúnaði
sem unninn var af teyminu okkar hér,“ segir
hann og bætir við að hann telji GreenQloud
vera stærsta útflytjanda umhverfisvænnar
orku frá Íslandi. „Enda erum við með við-
skiptavini í yfir áttatíu löndum.“
Góður kostur fyrir Íslendinga
Bala telur GreenQloud afar góðan kost
fyrir íslensk fyrirtæki. Rekstrar kostnaður
þeirra minnki, íslensk lög nái yfir starf-
semi GreenQloud, auk þess sem þjónust-
an sé nálæg. „Við erum eina tölvuskýs-
fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á þessa
þjónustu,“ segir hann og telur afar dýrmætt
fyrir íslensk fyrirtæki að geta hafið rekstur
án þess að fjárfesta í umfangsmiklum tölvu-
búnaði. „Sá sem stofnar fyrirtæki í dag þarf
að útvega netþjón, leigja svæði og kaupa
internetaðgang. Slíkt er óþarfi með hjálp
GreenQloud. Það eina sem þarf að gera er að
stofna aðgang hjá á www.greenqloud.com
og þá er allt til reiðu. Fyrirhöfnin er nán-
ast engin. Þess vegna velja nær öll íslensk
frumkvöðlafyrirtæki að vera í viðskiptum
við okkur,“ segir Bala.
Hann bendir á að hægt sé að panta sjö
daga prufuáskrift á heimasíðu Green Qloud,
www.greenqloud.com. „Ef þér líkar ekki
þjónustan þá er engin ástæða til að nota
hana.“
GreenQloud breytir heiminum
GreenQloud er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki. Þetta græna tölvuský er fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims en það er rekið á Íslandi
vegna einstakra möguleika í notkun á endurnýjanlegri orku, landfræðilegri legu og nettengingarpunkta.
GreenQloud var stofnað fyrir þremur árum af tveimur reyndum frumkvöðlum í hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Bala Kamallakharan er framkvæmdastjóri GreenQloud, en fyrirtækið hefur vakið heimsathygli vegna
náttúruverndarsjónarmiða. MYND/VALLI
SKÝ HAFA BREYTT HEIMINUM
Tölvuský er framandi orð en öll höfum
við notað slík ský, til dæmis þegar
við notum Facebook, Twitter, Gmail,
Hotmail og Instagram. Tölvuský eru í
raun hugbúnaðarkerfi sem gera kleift
að samnýta mikið magn tölvubúnaðar
í gagnaverum til fjárhagslegar og
rekstrarlegar hagræðingar. Tölvuský eru
alsjálfvirk og gera fólki kleift að leigja
vinnslugetu, hýsingarpláss o.fl. til mjög
skamms tíma eða lengri tíma eftir þörfum.