Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 20
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Ágæta Borgarstjórn
og íbúar Reykjavíkur
Í Reykjavík er fjöldi gæða
tónlistartengdra viðburða
ótrúlegur þó að maður
miði ekki einu sinni við
fólksfjölda. En tónleika-
staðirnir víkja nú smátt
og smátt fyrir markaðs-
öflunum. Það er ekki
óeðlilegt að þetta gerist
miðað við vaxandi áhuga á
Íslandi. Áhuga sem skilar
sér í stækkandi hópi ferða-
manna sem við þurfum að koma til
móts við með fleiri gistirýmum.
En menning og listir ættu ekki
að þurfa víkja fyrir ferðamönn-
um. Ekki frekar en náttúruperlur
eða annað sem ferðamenn koma
hingað til að sjá og upplifa. Ef það
verður ekkert eftir að sjá eða upp-
lifa, hvers vegna ættu ferðamenn
að koma? Til að skoða Hótelþorpið
Hundraðogeinn? Eða gæti það
verið að ört stækkandi hluti ferða-
manna á Íslandi sé hingað kominn
til að upplifa menninguna og gras-
rótina?
Ég hef áhyggjur af stöðunni í
miðbænum ef allir sem eiga hags-
muna að gæta setjast ekki bráð-
um við sama borð og ræða saman
á skapandi hátt. Hvort sem það
eru íbúar, yfirvöld, listamenn,
verslunar fólk, veitingafólk og
síðast en ekki síst fjárfestar. Við
þurfum að ræða hvernig okkar
nánasta umhverfi þjóni okkur og
okkar gestum sem best. Það væri
jafnvel ekki vitlaust að fá fulltrúa
ferðamanna inn á þennan fund.
Fyrir mér jaðrar það við nátt-
úruspjöll þegar listrænir hópar
og/eða menningarlegar kreðsur fá
ekki að njóta sín. Við myndum ekki
steypa yfir Geysi til að byggja
hótel. Það væri jafnfáránleg hug-
mynd og að byggja Disneyland í
Dimmuborgum. Þótt við gætum
mögulega grætt á því.
Plan B
Í seinustu viku kom ég með hug-
mynd að tónleikastað sem gæti
leynst í Hörpu, hrárri sal og
byggðan á öðrum formerkjum en
aðrir salir í húsinu. Stærðin og
leigan á þeim sölum sem fyrir
eru í húsinu er ekki við-
ráðanleg fyrir 80% þeirra
hljómsveita sem eru starf-
andi á Íslandi og eru með
fleiri en 500 aðdáendur
á Facebook. Fyrir utan
það að vera of dýr í leigu
fyrir okkar minni bönd
er t.d. Kaldalón, minnsti
salurinn, sitjandi salur.
Það hentar auðvitað ekki
fyrir unga og dansglaða
aðdáendur okkar nýjustu
hljómsveita. Í þessum
hugsanlega sal þyrftu hljómsveitir
aðeins að greiða laun tæknimanna.
Það þótti mér skemmtileg leið
þegar við spiluðum á Organ/Batt-
eríinu í gamla daga og borguðum
hljóðmanni húsins, Óla, fasta og
sanngjarna upphæð strax eftir
giggið. Þess má geta að Óli heitir
í dag Ólafur Arnalds og er vel
þekktur tónlistarmaður úti um
allan heim.
Litlar hljómsveitir hafa ekki
efni á leigu á húsnæði eða hljóð-
kerfum eins og er ætlast til í dag
í Hörpu, Tjarnarbíói og Iðnó.
Þessi sérstaki salur þyrfti að vera
rekinn eins og flestir einkareknir
tónleikastaðir þar sem rekstrar-
kostnaður greiðist með tekjum af
veitingasölu.
Ég hef heyrt gagnrýnisraddir
um það að hafa allt tónleikahald
borgarinnar í sama húsinu. Auð-
vitað væri best ef Nasa fengi að
standa. Hins vegar snýst umræðan
um tónleikastaði of mikið um að
vera með eða á móti. Það hefur
ekki skilað neinu. Enda hentar það
peningaöflunum vel ef fólk vinnur
ekki saman. Það er aragrúi af góðu
fólki að bjarga Nasa. Fólk sem ég
treysti til að taka þann slag. Ég
vil hins vegar nýta tækifærið á
sama tíma og hugsa um plan b.
Kostirnir við að hafa svona stað
í Hörpu eru nokkuð margir. Þar
vega þyngst tæknilegar lausnir,
reynt starfsfólk og yfirbyggingin
sem er þegar til staðar í húsinu. En
ef ekki í Hörpu þá hljótum við að
finna annan stað.
Hvað þarf til?
En hvað er það sem gerir stað að
hentugum tónleikastað?
■ Í fyrsta lagi þarf staðurinn
að vera niðri í miðbæ, enda er
veitingasala lykilatriði í rekstri
skemmtistaða.
■ Í öðru lagi þarf staðurinn að
vera tæknilega búinn þannig að
komið sé til móts við þær lág-
markskröfur sem flestar hljóm-
sveitir gera til að geta flutt tónlist
sína af tilætluðum krafti. Hvort
sem það er góður hljómburður eða
nægjanleg lofthæð svo að ljós fái
að njóta sín.
■ Í þriðja lagi þurfa bókarar
staðarins vinnufrið til að bóka
skemmtileg atriði og halda spenn-
andi viðburði í friði fyrir fólki
föstu í íslenska draumnum í leit að
skjótum gróða í hvert skipti sem
koma nýjar tölur um fjölda ferða-
manna á Íslandi.
Er ekki þess virði að athuga
hvort það sé hægt að bæta við
sal fyrir grasrótina í tónlistarhús
allra landsmanna? Ég vil taka það
fram að ég veit ekkert um arki-
tektúr og enn minna um rúmfræði.
En ég veit hins vegar heilmikið um
tónleikastaði í hinum ótrúlegustu
rýmum og hef líka skilning á fjár-
málum minni hljómsveita.
Ég vil trúa því að nægilega stórt
frjálst rými sé til staðar í Hörpu.
Á Sónar-hátíðinni í Hörpu síðast-
liðinn vetur var t.d. hluta bíla-
kjallarans breytt í diskótek. Það
gaf góða raun og ég vona að fólk
geti komið með frumlegar lausnir
í þessum efnum. Ykkar borg-
arstjórn er óhefðbundin að því
leytinu til að innan ykkar raða
leynist fleira skapandi fólk en
hingað til. Þess vegna bið ég ykkur
um að hjálpa, en líka að skapa.
Disneyland í Dimmuborgum...
Í byrjun mars síðast liðnum
auglýsti Minjastofnun
Íslands eftir umsóknum
um styrki úr húsfriðunar-
sjóði fyrir árið 2013. Í aug-
lýsingunni segir að Minja-
stofnun úthluti styrkjum
úr sjóðnum, en hann á að
stuðla að „varðveislu og
viðhaldi friðlýstra og frið-
aðra húsa og mannvirkja
[…] Sjóðnum ber einnig að
stuðla að byggingarsögu-
legum rannsóknum, þar
með talið skráningu húsa og mann-
virkja, og miðla upplýsingum um
þær.“
Í reglum um úthlutanir úr húsa-
friðunarsjóði segir að Minja-
stofnun Íslands úthluti „styrkjum
úr húsafriðunarsjóði að fenginni
umsögn húsafriðunarnefndar“ og
að umsóknir séu metnar „með til-
liti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu,
umhverfis, upprunaleika og tækni-
legs ástands ásamt gildi henn-
ar fyrir varðveislu byggingar-
arfleiðarinnar.“
Í reglunum er einnig ákvæði
sem segir að Minjastofnun geti
„ákveðið í samráði við húsafrið-
unarnefnd hverju sinni í aug-
lýsingu hvort sjóðurinn leggi
áherslu á ákveðna þætti minja-
verndar í úthlutun ársins“. Í aug-
lýsingunni eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum fyrir árið 2013,
var ekkert slíkt ákvæði að finna.
Úthlutunarreglurnar eru einn-
ig þannig að allir þeir sem vinna
að rannsóknum sem falla undir
byggingar sögu geta sótt um í sjóð-
inn, en reglurnar fara ekki í mann-
greinarálit.
Úthlutun úr húsafriðun-
arsjóði 2013 var tæplega
42 milljónir, en nokkrir
umsækjendur, þar á meðal
undirritaður, fengu ekki
úthlutun. Þar sem rann-
sókn mín og samstarfs-
manns slær viðkvæman
tón í opinberri umfjöllun
um íslenskan arkitektúr,
lék mér forvitni á að vita
með hvaða hætti núver-
andi húsafriðunarefnd
hefði fjallað um umsókn-
ina. En rannsóknin snýr m.a. að
því að skoða sögulega útrýmingar-
áætlanir íslenskra stjórnvalda
á íslenska torfbænum og er við-
kvæmt menningarpólitískt mál í
dag, þar sem viðsnúningur hefur
orðið á opinberri afstöðu til slíkra
húsakynna. Ég hafði því samband
við einn nefndarmann húsafriðun-
arnefndar og sagði hann mér að
nefndin hefði tekið vel í erindið og
hefði mælt með því við forstöðu-
mann Minjastofnunar að styrkur
yrði veittur í verkefnið.
Á svig við úthlutunarreglur
Forstöðumaðurinn tók hins vegar
ekki ráðleggingum húsafriðunar-
nefndar og veitti verkefninu ekki
styrk. Ég hafði samband við for-
stöðumanninn og spurði hana að
því hvort hún gæti sagt mér hvort
það væri stefna Minjastofnunar
að styrkja ekki slík verkefni. Hún
svaraði mér um hæl með tölvu-
pósti og sagði orðrétt að það sé
„stefna minjastofnunar að styrkja
ekki rannsóknarverkefni annarra
ríkisstofnana“.
Þetta afdráttarlausa svar væri
ekki í frásögur færandi, nema
hvað að hér er farið á svig við
úthlutunarreglur húsafriðunar-
sjóðs, sem er öllum opinn, og það
sem meira er, Minjastofnun sjálf
fer á svig við eigin stefnu, þar sem
úthlutun Minjastofnunar úr sjóðn-
um fyrir 2013 fer að stærstum
hluta (32 milljónir) til „rannsókn-
arverkefna annarra ríkisstofn-
ana“ eins og forstöðumaðurinn
orðaði það. En fimmtán milljónir
fara til húsasafns Þjóðminjasafns
Íslands og sautján milljónir til
bókaverkefnisins Kirkjur Íslands
sem nokkrir aðilar standa að, þar á
meðal Þjóðminjasafn Íslands.
Forstöðumanni Minjastofnunar
virðist ekki ljós sú þversögn sem
felst í orðum hennar og það sem
meira er, virðist ekki átta sig á
þeim reglum sem eru í gildi eða
hvert hlutverk húsafriðunarnefnd-
ar er varðandi úthlutanir úr sjóðn-
um, en nefndin leggur fram fag-
legt mat sitt á því hvaða umsóknir
skuli styrkja. Á heimasíðu Minja-
stofnunar er ekki ljóst hvaða verk-
ferlar taka gildi eftir umsögn
húsafriðunarnefndar og hvernig
forstöðumaður leggur mat á þær
tillögur. Það er óskandi að Minja-
stofnun og forsætisráðuneytið taki
þessi mál til alvarlegrar skoðun-
ar, en það nær ekki nokkurri átt
að þversagnakenndar geðþótta-
ákvarðanir forstöðumanns Minja-
stofnunar ráði alfarið niðurstöðum
um úthlutanir úr opinberum sjóði.
Þversögn Minjastofnunar Íslands
Svo virðist sem hugtakið málfræði
hafi fengið nokkuð neikvæða merk-
ingu í hugum málnotenda. Margir
tengja hana við utanbókarlærdóm,
eyðufyllingar og tilgangsleysið
sem þeir upplifðu þegar þeir sátu
á skólabekk og reyndu með mis-
góðum árangri að skilja muninn á
þáskildagatíð og núskildagatíð, við-
urlögum og einkunnum. Efnið sem
nemendur læra á grunnskólagöngu
sinni er síðan að miklu leyti end-
urtekið í fyrstu íslenskuáföngum
framhaldsskóla.
Það er þá ekki úr vegi að spyrja
sig: Hvers vegna eyðum við dýr-
mætum kennslustundum í fram-
haldsskóla í að kenna þessi hugtök
ef nemendur hafa þegar lært þau?
Margar raddir hafa einmitt heyrst
um að kennarar eyði of miklu púðri í
þurra málfræðikennslu þegar hægt
væri að verja tímanum í kennslu
bókmennta og virðist sú skoðun líka
nokkuð útbreidd meðal íslensku-
kennara. Hugsanleg skýring á
skiptum skoðunum um mikilvægi
málfræðikennslu er sá ólíki og oft
afmarkaði skilningur sem gjarnan
er lagður í hugtakið málfræði.
En málfræðin er svo miklu meira
en bara fallbeyging, viðtengingar-
háttur, ég hlakka og mig langar.
Undir hatt málfræðinnar falla líka
viðfangsefni eins og máltaka barna,
mál beggja kynja, slangur, nýyrði,
orðræðugreining, málbreytingar,
staðbundnar mál-
lýskur og félagsleg
málbrigði. Í þess-
um viðfangsefnum
birtist einmitt fjöl-
breytileiki tungumálsins sem gerir
það jafnlifandi og raun ber vitni
en af einhverjum ástæðum virðast
þó hefðbundin málfræðiverkefni
frekar rata inn í kennslustofuna.
Með því að fjalla um málfræði í
stærra samhengi í móðurmáls-
kennslu í framhaldsskólum fengju
nemendur tækifæri til að kynnast
tungumálinu enn betur og hagnýta
hefðbundinn málfræðilærdóm. Það
gætu þeir t.d. gert með því að rann-
saka og lýsa eigin tungumáli með
þeim hugtökum sem þeir hafa til-
einkað sér. Því má líkja við að eftir
að nemendur hafa lært hvað plús og
mínus táknar í stærðfræði æfa þeir
sig í að leggja saman og draga frá.
Höfundar vilja því nota þennan
vettvang til að breiða út fagnaðar-
erindið: Málfræði er ekki bara stagl
og eyðufyllingar og tilbúnar setn-
ingar í kennslubókum. Hún fjallar
um tungumálið eins og það leggur
sig og býr í öllu sem málnotendur
mæla og rita á degi hverjum. Mikil-
vægt er að móðurmálskennarar veki
athygli nemenda á því hversu breitt
svið málfræðin nær yfir og glæði
áhuga þeirra á fjölmörgum mögu-
leikum greinarinnar. Beina þarf
sjónum að virkni tungumálsins, en
ekki einungis formi þess, með því að
nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt.
Þannig gerum við málfræði að jafn-
lifandi námsgrein og viðfangsefni
hennar, hin lifandi tunga, er.
Lifandi tunga,
lifandi málfræði
Í stórmerkilegu viðtali í
sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins vekur Þorgrímur
Þráinsson rithöfundur
athygli á miklu heilbrigðis-
vandamáli í samtíð okkar
og sennilega risavöxnu
í framtíðinni verði ekki
brugðist við í tíma.
Hann segir: „Sonur
minn tólf ára þurfti í vetur
að lesa 10 blaðsíður í bók
áður en hann fékk að fara í
tölvuna. Símar, sjónvarp og
tölvur geta verið miklir tímaþjóf-
ar og alið á leti sem fer að verða
landlæg. Við sjáum á rannsóknum
að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig
jafnlítið og áttræð gamalmenni.
Það kæmi mér ekki á óvart að sjá
„afvötnunardeildir,“ eftir nokkur
ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar
á facebook, twitter, candy crush,
sjónvarpsþætti og svo framvegis.
Fjöldi fólks er með frestunaráráttu,
er alltaf alveg að fara að breyta til
betri vegar en svo er sófinn bara
svo rosalega þægilegur. Ég þekki
fólk sem hefur aldrei tíma til að
hreyfa sig en þekkir allar persónur
í öllum sjónvarpsþáttum.“
Svo mörg voru þau orð. Þarna
talar maður sem hefur haft það
verkefni að berjast gegn reyking-
um og óreglu með miklum árangri
meðal barna og unglinga um leið og
hann hefur skrifað metsölubækur.
Það er myndarlegt framtak hjá
Bónus og Hagkaup að styrkja fyrir-
lesarastarf Þorgríms þar sem hann
hittir nemendur tíundabekkjar
grunnskólanna og ræðir við þá um
lífið og tilveruna. Þorgrímur segir
ennfremur í viðtalinu: „Það segir
sig sjálft að börn sem alast upp við
erfiða neyslu foreldra, afskiptaleysi
eða agaleysi eiga erfiðara með að
fóta sig en önnur. Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft,“
bætir hann við.
Ég hygg að þessi vandi
sé til staðar í hverri ein-
ustu fjölskyldu á Íslandi.
Mig langaði bara að vekja
athygli lesenda Frétta-
blaðsins á þessu viðtali við Þor-
grím Þráinsson um leið og ég spyr
er ekki rétt að spyrna við fæti?
Hvernig er það hægt? Það verður
ekki gert nema í samstarfi skól-
anna og heimilanna. Er það ekki
rosalegt að börn sitji stóran hluta
vökutímans á rassi sínum og leiki
við tölvuna eins og hún sé eina við-
ræðuhæfa veran í veröldinni sem
talandi sé við? Er það ásættanlegt
að tvítugur einstaklingur hreyfi
sig álíka mikið og áttrætt fólk?
Hvernig verður sá tvítugi ef hann
nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti
eldri kynslóðarinnar með erfiðis-
vinnu að baki er það vel á sig kom-
inn að heilbrigðiskerfið hefur ekki
þurft að hafa mikinn kostnað af
þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta
hreyfingarlausa fólk heilbrigðis-
kerfið upp úr fertugu eða fimmtugu
um miðja þessa öld? Ég veit að sem
betur fer eru undantekningarnar
margar og ætla ekki að alhæfa, því
væri gott að rannsaka vandamálið,
finna út hversu stór hluti ungs fólks
glímir við þetta vandamál. Eru
það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama
hversu talan er stór mun margt af
þessu fólki fara á mis við eðlilegt
líf verði ekkert gert. Tökum mark
á varnaðarorðum Þorgríms Þráins-
sonar og gerum eitthvað strax.
Er barnið þitt gang-
andi tímasprengja?
➜ Málfræði er
svo miklu meira
en bara fallbeyg-
ing, viðtengingar-
háttur, ég hlakka
og mig langar.
➜ Er það ásætt-
anlegt að tvítugur
einstaklingur hreyfi
sig álíka mikið og
áttrætt fólk.
MENNING
Unnsteinn
Manuel
Stefánsson
tónlistarmaður
➜ Ég hef áhyggjur af
stöðunni í miðbænum ef
allir sem eiga hagsmuna að
gæta setjast ekki bráðum við
sama borð og ræða saman
á skapandi hátt. Hvort sem
það eru íbúar, yfi rvöld,
listamenn, verslunarfólk,
veitingafólk og síðast en
ekki síst fjárfestar.
MENNING
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
dósent við Háskóla
Íslands
➜ Forstöðumaðurinn
tók hins vegar ekki
ráðleggingum húsafriðunar-
nefndar og veitti verkefninu
ekki styrk.
SAMFÉLAG
Guðni
Ágústsson
fv. alþingismaður
og ráðherra
MENNTUN
Gyða
Erlingsdóttir
Hjördís Alda
Hreiðarsdóttir
Þorsteinn
Surmeli
framhaldsnemar í kennslufræðum