Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 6
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks? 2. Hver leiðir ástralska Verkamanna- fl okkinn? 3. Hver er formaður Samtaka hernaðar andstæðinga? SVÖR 1. 2 Guns. 2. Kevin Rudd. 3. Stefán Pálsson. ferð.is sími 570 4455 góða ferðKrít Lækkað verð!8. – 18. júlí.Sunset Suites *** Verð frá 98.900 kr. Mv. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m. 1 svefnh. Innifalið: flug, skattar og gisting. miklu meira en sólarströnd DÓMSMÁL Risavöxnu skaðabóta- máli slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans og bankaráði hans var vísað frá dómi í gær. Slitastjórnin mat tjónið af saknæmri háttsemi stefndu á um 29 milljarða en dóm- ari kallar upphæðina getgátur. Slitastjórnin stefndi í fyrra sjö manns fyrir dóm í málinu; banka- stjórunum fyrrverandi, Sigur- jóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, bankaráðsmönn- um Kjartani Gunnarssyni, Svöfu Grönfeldt, Þorgeiri Baldurssyni og Andra Sveinssyni og auk þess Jóni Þorsteini Oddleyfssyni, sem var forstöðumaður fjárstýringar bankans. Björgólfi Guðmundssyni, sem var formaður bankaráðsins, var ekki stefnt, enda var hann orð- inn gjaldþrota og ekkert til hans að sækja. Slitastjórnin taldi að sjömenn- ingarnir hefðu valdið bankanum tjóni með ákvörðunum um fjóra gjörninga sem allir gengu í gegn 6. október 2008, daginn sem neyðar- lögin voru sett og eftir að Geir H. Haarde flutti þjóðinni ávarp um efnahagshrunið í sjónvarpinu. Í fyrsta lagi er um að ræða kaup á kröfum af Landsvaka fyrir tæpa tuttugu milljarða, í öðru lagi útborgun lánalínu til Straums upp á 7,2 milljarða og í þriðja lagi upp- gjör við MP banka upp á 7,5 millj- arða. Mat slitastjórnarinnar var að stjórnendurnir og bankaráðsfólkið hefði bakað þrotabúinu tjón sem á núverandi gengi krónunnar stend- ur í um 29 milljörðum með því að koma því til leiðar, eða koma ekki í veg fyrir, að þetta fé væri greitt út úr bankanum þegar þeim hafi átt að vera ljóst að bankinn stefndi í þrot. Þessu er héraðsdómarinn Skúli Magnússon ósammála. „Sam- kvæmt framangreindu telur dóm- ari að mjög skorti á að stefnandi hafi gert reka að því að fá tjón sitt staðreynt með þeim úrræðum sem honum eru tæk að lögum, svo sem öflun mats,“ segir í dómnum. „Er tjón stefnanda því vanreifað og grundvöllur fjárhæðar kröfu- gerðar hans í reynd getgátur. Lúta þessir annmarkar að málinu í heild og eru þeir svo verulegir að ekki verður úr þeim bætt á síðari stig- um. Er því skylt að vísa málinu í heild frá dómi.“ Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi slitastjórnarinnar, segir yfirgnæfandi líkur á að málinu verði áfrýjað. stigur@frettabladid.is 29 milljarða bótamál sagt byggt á getgátum Einu stærsta skaðabótamáli sem þrotabú hefur höfðað eftir hrun hefur verið vísað frá dómi. Dómari segir bótakröfu slitastjórnar Landsbankans á hendur stjórnend- um og bankaráði vera getgáfur. Snerist um þrjár greiðslur á degi neyðarlaganna. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON HALLDÓR KRISTJÁNSSON KJARTAN GUNNARSSONÞORGEIR BALDURSSON SVAFA GRÖNFELDT ANDRI SVEINSSON SENEGAL, AP „Við erum enn ekki tilbúin að hætta því að líta á sam- kynhneigð sem glæp,“ sagði Macky Sall, forseti Senegal, eftir að Barack Obama Bandaríkjafor- seti hafði hvatt leiðtoga Afríku- ríkja til þess að viðurkenna rétt- indi samkynhneigðra. Sall hélt því engu að síður fram að íbúar Senegal væru mjög umburðarlyndir og samkyn- hneigðir sættu ekki ofsóknum. Samfélagið þyrfti bara tíma til að melta þessa hluti: „Það er með þetta eins og dauðarefsinguna. Það eru mörg ár síðan við aflögð- um hana.“ - gb Obama andmælt í Senegal: Samkynhneigð telst enn glæpur BARACK OBAMA OG MACKY SALL Forsetarnir voru ekki á einu máli um réttindi samkynhneigðra. NORDICPHOTOS/AFP GRÆNLAND Hópur umhverfis- vænna Evrópuþingmanna, Græni hópurinn, berst nú gegn olíu- leit Dana og Grænlendinga við Vestur-Grænland. Á vef Jyllands- Posten er vitnað í þau ummæli Margrete Auken að fjarlæg lönd eins og Spánn, Þýskaland, Austur- ríki og Frakkland óttist afleiðing- arnar fari eitthvað úrskeiðis. Slíkt muni ekki eingöngu verða vanda- mál Danmerkur og Grænlands, heldur muni það hafa áhrif á líf- ríki hafsins um allan heim. Það er mat þingmanna í Græna hópnum að öll lönd heims eigi að mótmæla olíuleitinni, en ekki bara Evrópuríki. - ibs Grænn hópur á Evrópuþingi: Herferð gegn olíuleit við Grænland EFNAHAGSMÁL Einhugur var í pen- ingastefnunefnd Seðlabankans um tillögu Más Guðmundssonar, seðla- bankastjóra og formanns nefndarinnar, að stýrivöxtum fyrir síðustu vaxta ákvörðun. Vöxtum var haldið óbreytt- um. Í nýbirtri fundar gerð nefndarinnar frá 11. þessa mánaðar kemur fram að farið hafi verið yfir þróun efna- hagsmála og fjármála markaða, auk vaxtaákvörðunarinnar sjálfrar og kynningar á henni. Í nefndinni eiga sæti, auk Más, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri, Þórarinn G. Péturs- son, aðalhagfræðingur Seðla- bankans og hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Katrín Ólafsdóttir. - óká Fundargerð nefndar birt: Allir sammála um stýrivextina EFNAHAGSMÁL Afkoma sveitar- félaga hefur batnað á heildina litið og þau hafa styrkst fjárhagslega, samkvæmt ársreikningum sveitar- félaga fyrir árið 2012. Þetta kemur fram í fréttabréfi hag- og upp- lýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem kom út í gær. Heildartekjur sveitarfélaga hafa vaxið um 6,8% að nafnvirði frá því árið 2011, þær voru þá 192,4 millj- ónir króna en voru 205,5 milljónir króna árið 2012. Að auki hefur heildarframlegð vaxið um 5,8 milljónir króna á milli ára eða 4,4 prósent. Hún er nú 18,8 milljónir króna á móti 13 milljónum króna árið 2011. - ne Ársreikningar sveitarfélaga: Fjárhagsleg afkoma batnar MÁR GUÐMUNDSSON LÖGREGLUMÁL „Ég beið bara eftir því að þetta endurtæki sig,“ segir dóttir Jóhanns Sigurðarsonar, sem hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald fyrir að brjótast fyrr í mánuðinum inn á tvö heimili og brotið kynferðislega gegn ung- lingsstúlku og konu. Jóhann, sem nú gengur undir nafninu Jóhannes Páll Sigurðsson, hefur tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, síðast árið 2008, en var sleppt úr fangelsi árið 2011 og losnaði af skilorði í vor. Dóttir hans sagði í samtali við Vísi að hún hefði lokað á öll sam- skipti við föður sinn. Hún hefði ekki vitað af brotum föður síns fyrr en hún hefði lesið um þau í Fréttablaðinu í gær. Í fréttum RÚV í gær kom fram að Jóhann hefði verið handtekinn eftir fyrra húsbrotið en sökum þess að hann hefði breytt um nafn hefði lögregla ekki þekkt til brota- sögu hans og sleppt honum laus- um. Þaðan fór hann og braust inn í seinna skiptið og braut gegn konu, en var handtekinn í kjölfar þess. Síðar kom í ljós að maðurinn hafði í fjórgang reynt að brjótast inn í hús þessa nótt. - þj, vg Kynferðisafbrotamanni var sleppt eftir húsbrot og braut af sér sömu nótt: Dóttirin bjóst við fleiri brotum SVÍÞJÓÐ Andstaðan gegn flótta- mönnum vex í Svíþjóð, samkvæmt niðurstöðum könnunar Som- stofnunarinnar við Gautaborgar- háskóla sem var gerð í fyrra og var kynnt á dögunum. Alls sögðu 45 prósent aðspurðra að þeim þætti það góð hugmynd að taka á móti færri flóttamönnum. Ári áður, eða 2011, var fjöldinn 41 prósent. Alls svöruðu rúmlega sex þús- und af tólf þúsund manna úrtaki spurningum rannsakenda. - ibs Könnun sænsks háskóla: Fleiri vilja færri flóttamenn VEISTU SVARIÐ? sinnum er maðurinn talinn hafa brotist inn á heimili í miðbænum og Kópavogi í upphafi mánaðar, þar af fj órum sinnum sömu nóttina. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.