Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 54
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30
Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ
frumsýnir nýtt tónlistarmynd-
band í kvöld við útgáfu sína af
hinu sígilda íslenska dægurlagi
Vor í Vaglaskógi.
Útgáfan sem strákarnir hljóð-
rituðu fyrir stuttu er gerð með
góðfúslegu leyfi höfunda og hefur
á augabragði náð miklum vinsæld-
um.
Lagið, sem verður gefið út um
helgina, er sem stendur í efsta
sæti vinsældalista Rásar 2 og
situr í níunda sæti á lista Bylgj-
unnar. Myndband af lifandi flutn-
ingi þeirra er komið með um
þrjátíu þúsund spilanir á síðunni
Youtube.
„Þetta lag var búið að vera lengi
í miklu uppáhaldi hjá söngvaran-
um Jökli. Hann byrjaði að þróa
þessa útgáfu fyrir nokkrum árum
og svo byrjuðum við að spila hana
fyrir ári,“ segir trommarinn
Davíð Antonsson. „Við fengum
góðar viðtökur og svo tókum við
þetta lag „live“ á Rás 2 og það fékk
enn þá betri viðtökur. Þannig að
við ákváðum að henda í stúdíóút-
gáfu sem hefur ekki fengið síðri
viðtökur.“
Auk Davíðs skipa Kaleo þeir
Jökull Júlíusson, Daníel Ægir
Kristjánsson og Rubin Pollock.
Þeir eru allir 23 ára og eru að
undirbúa sína fyrstu plötu sem er
væntanleg á næstu mánuðum. „Við
erum búnir að spila allir saman
síðan við vorum í tíunda bekk.
En Kaleo var stofnuð rétt fyrir
Airwaves í fyrra þar sem við spil-
uðum nokkur „off-venue“-gigg.
Hljómsveitin var formlega stofnuð
þegar við fengum gítarleikarann
Rubin Pollock til liðs við okkur,“
segir Davíð, en þeir félagar störf-
uðu áður undir nafninu Timbur-
menn og spiluðu eingöngu lög eftir
aðra. „Við fengum ógeð af því og
vildum einbeita okkur að okkar
eigin tónlist.“ freyr@frettabladid.is
Frumsýna myndband
við Vor í Vaglaskógi
Hljómsveitin Kaleo frumsýnir myndband við lagið Vor í Vaglaskógi í kvöld.
GEFA ÚT
MYNDBAND
Hljómsveitin
Kaleo frumsýnir
myndband við
Vor í Vaglaskógi
í kvöld.
Frumsýningarpartí vegna myndbandsins verður haldið á Gamla
Gauknum í kvöld. Partíið byrjar klukkan 21 og verður gestum boðið
uppá veigar frá Grolsch. Myndbandið verður svo gert opinbert á netinu
á hádegi á morgun.
Frumsýningarpartí í kvöld
Í tilefni þess að útvarpsstöðin Xið-977 fagnar tuttugu ára afmæli í
ár og Bar 11 heldur upp á tíu ára afmæli var ákveðið að slá saman í
afmælisfögnuð í kvöld.
„Við erum að fara að byrja afmælisveisluna okkar núna. Hún verður
haldin áfram með látum út allt þetta ár, þessa sex mánuði sem eftir
eru. Það stendur mikið til,“ segir Þorkell Máni Pétursson á X-inu.
„Við viljum gefa þessu smá start núna. Svo munum við örugg-
lega halda góða afmælistónleika síðar og einnig kalla gamalt
X-fólk aftur að tökkunum og fá gamlar X-stjörnur til að taka
eitt og eitt lag.“
Öllum er boðið í afmælisveisluna á Bar 11 í kvöld. Hún
stendur yfir frá klukkan 19 til 01 og verður stór bjór á krana
seldur á aðeins 300 krónur. Þorkell Máni lofar góðri stemn-
ingu. „Þetta er partí fyrir almenning í landinu, X-ið heldur
aldrei einhver VIP-partí.“
- fb
Öllum boðið í afmæli
X-ið og Bar 11 halda upp á stórafmæli sín í kvöld.
ÞORKELL MÁNI Lofar góðri stemningu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Útvarpsstöðin X-ið 977 hefur verið í loftinu í
tuttugu ár. Áfanganum verður fagnað með tón-
leikum um helgina og verða veislur svo haldnar út
allt þetta ár.
28. JÚNÍ 2013
Hátíðir
15.00 Humarhátíð á Höfn hefst í
dag. Dagskrá hátíðarinnar má finna á
humar.is.
Tónlist
19.00 Útvarpsstöðin X977 og Bar 11
slá saman í afmælisveislu í tilefni af
20 ára afmæli stöðvarinnar og og 10
ára afmæli barsins. Gleðin stendur til
klukkan 01.00.
22.00 Robert the Roommate og Skúli
Mennski halda á tónleika á Græna hatt-
inum á Akureyri. Miðaverð kr. 1500.
22.00 Skuggamyndir frá Býsans leika
fyrir gesti í Gamla bænum, Hótel Reyni-
hlíð. Sveitina skipa: Haukur Gröndal
klarínett, Ásgeir Ásgeirsson bouzouki,
Þorgrímur Jónsson og frá Tyrkland Cem
Misirlioglu á slagverk.
22.00 Hljómsveitirnar Bítladrengirnir
blíðu, Spottarnir og Sviðin jörð leika og
syngja á Café Rosenberg.
23.00 Brendan Brekkan skemmtir á Ob-
La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Fyrirlestrar
09.00 Ráðstefna í Háskólanum í
Reykjavík í minningu dr. Guðjóns
Magnús sonar prófessors, um áhrifa-
þætti á heilsu og vellíðan - frá rann-
sóknum til aðgerða. Aðalfyrirlesari ráð-
stefnunnar er Sir Michael Marmot, sem
leitt hefur með vinnu á vegum Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í
greiningu á félagslegum áhrifaþáttum
heilbrigðis og áhrifum ójöfnuðar á
heilsu. Hinn erlendi fyrirlesarinn á ráð-
stefnunni er prófessor Felicia Huppert,
forstjóri The Wellbeing Institute við
Cambridgeháskóla og meðlimur í ráð-
gjafahópi David Cameron, forsætis-
ráðherra Breta, um mælingar á vellíðan
fyrir stefnumótun. Einnig verða kynntar
nýjustu niðurstöður úr könnuninni
„Heilsa og líðan Íslendinga“ þar sem
farið verður yfir þróun heilsu og líðan
Íslendinga frá 2007-2012. Ráðstefnan
stendur til kl. 17.
12.10 David W. Lewis ljósmyndari held-
ur fyrirlestur um Bromoil ljósmynda-
tækni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en
um þessar mundir stendur yfir sýning
á myndum Lewis á safninu. Bromoil
ljósmyndunaraðferðin er ein af elstu
ljósmyndunaraðferðunum og líklega sú
sjaldgæfasta. Aðgangur ókeypis og allt
áhugafólk um ljósmyndun er hvatt til
að mæta.
Myndlist
15.00 Silvia Björg opnar listasýningu
hjá Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, 101
Reykjavik. Þar verða spænskir tapas-
réttir og sangría á boðstólum.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR?
HÁTÍÐAHÖLD Humarhátíðin á Höfn í Hornafirði er tuttugu ára í ár. Í tilefni þess
verður dagskrá hátíðarinnar stútfull af áhugaverðum viðburðum og verða ýmsar
uppákomur og íþróttamót víða um bæinn. MYND/GALDUR OG SIGURÐUR MÁR
Bættu við
frönskum
399.-
OS
TBO
RGARI +COKE