Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 40
4 sumardrykkir Nú þarf ekki lengur að finna barþjón á ferðalagi um landið í sumar. Kominn er á markað tilbúinn blandaður kokkteill í kassa, tilbúinn fyrir gæðastund á íslensku sumarkvöldi. Samúel Þór Hermannsson vínþjónn segir að nú sé hægt að blanda hinn fullkomna mojito í bústaðnum, tjaldhýsinu eða á sumarferðalaginu um landið. „Vikingfjord vodka-kokkteilar eru búnir til úr náttúrulegum hráefnum eða Vikingfjord vodka, lime, myntu og hrásykri. Eitt box ætti að duga í um það bil tólf drykki. Svo er upplagt að fylla glasið með klaka og skreyta með myntulaufum og lime.“ Á ferðalagi um landið er líka mjög þægilegt að kippa með hvítvínsbeljunni frá Vinicola del Pais sem nefnist Crin Roja. „Þetta er einstaklega ljúffengt hvítvín. Vínhúsið er staðsett nálægt Ciudad Real í Alcázar de San Juan á Spáni sem er eitt besta svæðið í Castilla, hátt yfir sjávarmáli og með gjöfulan jarðveg. Roqueta-fjölskyldan keypti vínhúsið árið 2006 en hún býr yfir meira en aldar reynslu í vínrækt og víngerð.“ Um er að ræða gæðavín sem Vinicola del Pais framleiða úr eigin þrúgum sem nefnast macabeo. „Víngarðurinn er um 600 hektarar að stærð og inniheldur dæmigerðar spænskar þrúgur í bland við alþjóðlegar þrúgur. Þar á meðal eru tempranillo, monastrell, cabernet sauvignon, macabeo, arén og syrah. Vínin eru öll framleidd með nýjustu tækni og aðferðum.“ Sannkallaður sumarglaðningur á björtum sumarkvöldum. Ljúffengar veitingar í náttúrunni Ferðalangar um landið geta nú keypt tilbúna kokkteila og ljúffeng kassavín sem henta vel í útileguna, tjaldhýsið og sumarbústaðinn. Auðveldur, þægilegur og góður kostur í sumarferðalagið. Hvítvínið Crin Roja fæst í belju og er góður ferðafélagi í sumar. Nú er lítið mál að blanda fullkominn mojito í bústaðnum, tjaldhýsinu eða á ferðalaginu í sumar. MYND/ANTON Á Loftinu var sótt í skraddara-andann úr saumastofu Egils Jacob-sen og stemningin því ofin gam- aldags sjarma. Að stíga hér inn er eins og að hverfa aftur til ársins 1930,“ út- skýrir Aðal steinn Bjarni Sigurðsson um heillandi innviði og andrúmsloft Loftsins sem innanhúss hönnuðurinn Hálfdán Ped- ersen skapaði. Loftið er einmitt á loftinu í hinu gull- fallega húsi Egils Jacobsen við Austur- stræti. „Hér fer vel um gesti í hlýlegum huggulegheitum. Loftið fellur gestum eldri en 27 ára vel í geð og svona stað hefur vantað í næturlífssenu Reykja- víkur. Það er svo oft sem fólk langar að tylla sér inn yfir drykk og spjalli en hrökklast út vegna hávaða og skarkala,“ segir Aðalsteinn. Dyrnar á Loftinu eru opnaðar klukkan 16 alla daga og þá hefst Happy Hour sem stendur fram til 19. Um helgar er Loftið opið til fjögur að morgni en vertinn lokar dyrunum klukkan þrjú til að skapa heimilis lega partístemningu. „Aðalsmerki Loftsins eru svalandi kokteilar og vín á framúrskarandi verði. Á Happy Hour kostar lítill bjór 500 krón- ur, léttvínsglas 500 og sérvaldir kokk- teilar þúsund krónur. Við leggjum mikla áherslu á fína kokteila úr góðu áfengi og notum bittera mikið,“ segir Aðalsteinn. Meðal guðaveiga á kokteilbar Loftsins er belgíski mjöðurinn Leffe Blonde sem var upphaflega bruggaður árið 1240 af munkum klaustursins Abbaye de Notre Dame de Leffe í héraðinu Namur. „Aðeins besta hráefni ratar í Leffe til að búa til þennan bragðmikla og gyllta bjór sem hefur kryddaðan ilm og frábært jafnvægi á milli sætu og alkóhóls,“ segir Aðalsteinn um Leffe. Þess má geta að frá og með næstu mánaða mótum verður boðið upp á gómsæta, flamberaða eftir- rétti á Loftinu, frá klukkan 16 til 21. Loftið Lounge er á 2. hæð í Austur- stræti 9. Munkamjöður á saumastofunni Loftið Lounge er hvalreki fyrir þá sem vilja dreypa á freistandi kokkteilum í góðum félagsskap, kærkomnu næði og fagurri umgjörð. Þar er Happy Hour síðdegis hvern dag og þar má kneyfa belgíska munkabjórinn Leffe. Eftir helgi verður einnig boðið upp á flamberaða eftirrétti á Loftinu. Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson á kokkteilabarnum á Loftinu. Þar ræður gamaldags hvunndagsrómantík ríkjum og tvinnakefli, snið og fleiri áhöld úr annríki liðinna tíma úr saumastofu Egils Jacobsen gleðja augað. MYNDIR/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.