Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 28. júní 2013 | MENNING | 27 kunna ekki að bakka með kerru. Backman segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að Ove væri of fráhrindandi. „Mér finnst hann ekki svo óþolandi. Jú, Ove stendur á sínu, er jafnvel þrjóskur og andstyggi- legur, en hann vill vel og oft hefur hann jafnvel á réttu að standa, eða það finnst mér að minnsta kosti, og þess vegna finnst mér Ove umfram allt hrikalega skemmtilegur. Ég skil hins vegar vel að margir lesendur líti á hann sem algjöran skíthæl en það þýðir þá að ég er oft líka algjör skít- hæll.“ Það hangir margt á spýtunni í Manni sem heitir Ove; að eldast, ástvinamissir, kynslóðabilið, að vera utanveltu í samfélaginu og þar fram eftir götunum. Barátta Ove við „kerfið“ er líka veiga- mikill þáttur í frásögninni. Back- man segir bókina þó ekki endilega endur spegla sýn hans á hvern- ig það er að eldast í Svíþjóð eða fela í sér meðvitaða gagnrýni, til dæmis á hið rómaða sænska vel- ferðarkerfi. „Ég hef aldrei lagt upp með það að skrifa samfélagslega gagnrýni. Ég er satt best að segja ekki nógu klár til þess. Ég er bara náungi sem vill segja sögur eins vel og skemmtilega og ég get. Ef fólk vill kryfja bókina eitthvað frekar er því auð vitað frjálst að gera það en sjálfur hugsa ég aldrei um söguna sem eitthvað annað og meira en sögu.“ Frásögnin einkennist af hárfínu jafnvægi milli kaldhæðni og ein- lægni. Backman segist ekki hafa lagt sérstaka áherslu á það. „Ég kann einfaldlega að meta kaldhæðni, það er minn húmor, en á hinn bóginn er ég líka frekar tilfinninganæmur maður. Mér finnst húmor fyndnastur þegar í honum er einhver undirliggjandi tregi og öfugt.“ Vinsældirnar komu á óvart Backman segir vinsældir bókar- innar hafa komið sér rækilega á óvart og ekki síður útgefanda hans. „Þegar bókin kom út í septem- ber í fyrra spurði ég útgáfu- stjórann hvort ég ætti að fara og árita á Bókamessunni í Gauta- borg. Hann hló bara að mér og sagði: „Nei nei, þú yrðir bara von- svikinn því enginn myndi mæta.“ Ég borgaði því undir mig sjálfur og bjó mig undir að fimm manns létu sjá sig. Þeir urðu um 500 og daginn eftir seldi umboðsmaður- inn minn réttinn að bókinni til tíu landa. Það var fyrst þá sem ég sagði við konuna mína: „Fjandinn, þetta gæti orðið eitthvað.“ Það er ekki á vísan að róa í bókabransanum og Backman segir að þrátt fyrir vinsældir Ove sé ekki öruggt að hann geti endur- tekið leikinn. „Ove virðist hafa hreyft við ein- hverju djúpstæðu í fjölda fólks. Margir virðast kannast við hann úr eigin umhverfi; eigin manni, föður, nágranna eða hvaðan sem er, og þykir þess vegna kannski meira til hennar koma en hæfi- leikar mínir segja endilega til um. Ég held að það sé ekki hægt að spá því með vissu hvort bók eigi eftir að slá í gegn. Mér á ábyggi- lega ekki eftir að takast það með hverri bók sem ég skrifa. Ef ég skrifa einhvern tímann aðra bók sem verður jafnvinsæl yrði það frábært. Ef ekki er ég sáttur við að hafa gert það að minnsta kosti einu sinni.“ Backman hefur þegar lokið við næstu skáldsögu sína, Min mormor hälsar och säger förlåt (Amma biður að heilsa og biðst fyrirgefningar), sem kemur út í Svíþjóð í haust. „Hún fjallar um sjö ára gamla stúlku, sem á ýmislegt sameigin- legt með Ove; hún er skapill og finnst fólk vera fífl. Hún á hins vegar ömmu af því tagi sem fólk kallar „sérstakt“; ein af þessum ömmum sem reykir innandyra á spítölum, fer nakin út á svalir og skýtur á Votta Jehóva með málningar byssu. Þetta er öðru- vísi bók en Maður sem heitir Ove en ég vona að hún rati til sinna.“ Þetta er elsta tónlistarhátíðin á Íslandi á sumrin og elsta hátíð á Norðurlöndum sem einbeitir sér að barrokk og annarri gamalli tónlist,“ segir Sigurður Halldórs- son, listrænn stjórnandi Sumar- tónleika í Skálholtskirkju. „Þannig að þetta er orðin mjög „establíser- uð“ hátíð.“ Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá 1975 og er þetta því 39. sumarið sem Skálholtskirkja ómar af söng og hljóðfæraleik í sex vikur. Fyrstu tónleikarnir verða á laugardaginn klukkan 15 og þar flytur norski kammer- kórinn Christians Consort trúar- leg norsk þjóðlög ásamt verkum eftir Tallis, Gounod og Bruck- ner undir stjórn Martin Pearson. Einnig verður flutt nýtt verk eftir Úlfar Inga Haraldsson fyrir brass og orgel. Á seinni tónleikunum sem hefjast klukkan 17 verða líka flutt verk eftir Úlfar ásamt verk- um eftir Tryggva M. Baldvins- son og norska tónskáldið Bjarne Sløgedal. Þar koma fram ungir málmblásturs leikarar ásamt Mart- in Pearson orgelleikara. „Það kemur óvenjumikið af gest- um frá útlöndum í ár,“ segir Sig- urður. „Kórinn Christians Consort kemur frá Noregi og svo kemur annar kór, Bristol Bach Choir, frá Bretlandi, auk fjölda hljóðfæra- leikara. Einnig er óvenjumikið af nýrri og nýlegri tónlist í ár og ber þar fyrst að nefna að Hljóm- eyki mun flytja nýtt tónverk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem er staðartónskáld sumarsins.“ Dagskrá hátíðarinnar í heild má nálgast inn á heimasíðunni sumartonleikar.is. - fsb Elsta sumartónlistar hátíð á Íslandi Tónlistarhátíðin Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefst á laugardaginn og stendur næstu sex vikur. LISTRÆNN STJÓRNANDI Sigurður Halldórsson stjórnar nú sumartónleikum í Skálholtskirkju í níunda sinn. MYND ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.