Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 52
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga S kipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 og 4. Vegna 2,5 til 3,0 m hæðarmunar á götu og landi sunnan við Kópavogsbakka 2 og 4 völdu lóðarhafar að reisa húsin á háum sökklum í stað þess að vera með jarðvegspúða undir þeim eins og gert var á húsunum í Kópavogsbakka 6, 8 og 10. Heimiluð hefur verið nýting á hluta sökkulsrýmis í húsinu nr. 4 en ekki í nr. 2. Umrædd breyting felur í sér heimild til lóðarhafa Kópavogsbakka 2 og 4 að nýta umrædd sökkulrými undir einbýlishúsunum fyrir geymslur og íveruherbergi. Samanlagt flatarmál húsanna eykst og þ.m. lóðarnýting. Tillagan er sett fram á uppdætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 14. maí 2013. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan verður til sýnis á Skipulags- og byggingardeild Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00, frá og með 28. júní 2013. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Umhverfissviði, Skipulags- og byggingardeild eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 12. ágúst 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Kópavogi kopavogur.is Kópavogstún. Kópavogsbakki 2 og 4 Framkvæmdastjóri óskast. Spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. Sláturfélag Austurlands, sem rekur kjötvinnslu og matvöruverslun á Egilsstöðum, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Helstu starfssvið: 1. Starfsmannastjórnun. 2. Fjármálastjórn. 3. Samskipti við birgja og viðskiptavini. 4. Fagleg yfirumsjón með vinnslu og verslun Hæfniskröfur. 1. Fagmenntun á sviði kjötvinnslu og meðferð matvæla. 2. Reynsla af stjórnunarstörfum. 3. Snyrtimennska, skipulagshæfileikar og reglusemi ásamt góðum hæfileikum til mannlegra samskipta Um er að ræða ábyrgðarstarf, sem krefst fórnfýsi og umhyggju og felur í sér að halda áfram því mikla uppbyggingarstarfi, sem unnið hefur verið á vegum félagsins undanfarin ár. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí næstkomandi Nánari upplýsingar gefa Gestur J. Hallgrímsson s. 895 8929 og Sigurjón Bjarnason í s. 471 1171. STJÓRNARMENN Í KÍM OG RÁÐHERRA Ólöf K. Sigurðardóttir, Ragnar Kjartansson, Illugi Gunnarsson og Þóroddur Bjarnason. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nýtt og opnara ferli verður tekið upp við val á framlagi Íslands á Feneyjatvíæringinn í myndlist. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd listar efndi til í gær að viðstöddum Illuga Gunnars- syni, mennta- og menningarmálaráðherra. Nýjungin felst í því að héðan í frá verður kallað eftir tillögum og stefnt er að því að velja úr innsendum tillögum þann listamann, eða þá listamenn, sem verða fulltrúar í þjóðar skála Íslands 2015. Með þessu fyrirkomulagi er horfið frá því lokaða ferli sem hingað til hefur verið viðhaft, en frá árinu 2007 hefur fagráð KÍM alfarið séð um val á fulltrúa þjóðarinnar. „Við vildum teygja okkur út til myndlistar- samfélagsins og gefa öllum fagaðilum innan þess kost á að senda inn tillögur um fulltrúa á þennan umfangsmesta listviðburð í heimi,“ segir Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar KÍM. „Það má kannski segja að við séum að ræsta út „reykfylltu bakherbergin“, eins og gárungarnir segja. Lokað ferli skapar tor- tryggni, það er tilhneiging til að líta á það sem elítisma. Mér finnst þetta nútímaleg og lýð- ræðisleg leið og í anda dagsins í dag.“ Hið nýja fyrirkomulag leysir fagráðið ekki af hólmi og KÍM verður eftir sem áður ábyrgðar aðili skálans og annast alla umgjörð hans. „Þetta tryggir hins vegar að fleiri sjónar mið komast að og fleiri listamenn til álita.“ Spurður hvort þessi breyting sé vísir að enn opnara ferli í framtíðinni segir Þóroddur það vel koma til greina. „Mér finnst heillandi hugmynd að leika sér að því hvernig á að velja fulltrúa á svona atburð sem er kostaður að stórum hluta fyrir skattfé, Með þessari nýjung erum við líka að varpa fram þeirri spurn- ingu hvernig fólk vill hafa þetta, ekki bara hvaða listamenn eiga að fara utan heldur hreinlega hvers konar list við viljum senda á þennan viðburð og kynna í okkar nafni.“ bergsteinn@frettabladid.is Viljum teygja okkur út til myndlistarsamfélagsins Nýtt opnara ferli við val á fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringinn var kynnt í gær. Aðilar innan lista- samfélagsins geta sent inn tillögur sem fagráð KÍM vinnur úr. Óskað eftir tillögum Kynningarmiðstöð Íslenskrar myndlistar óskar eftir tillögum að fulltrúa / fulltrúum Íslands á Feneyjartvíæringi. Eftirfarandi eru sérstaklega hvattir til að senda inn vel útfærðar tillögur: listamenn, sýningarstjórar, listfræðingar, söfn og sýningarstaðir. Nánari upplýsingar um þær kröfur sem tillögurnar þurfa að uppfylla má finna á heimasíðu KÍM - icelandicartcenter.is. Skilafrestur er til 1. september. Fagráðið vinnur síðan úr þeim tillögum sem berast og er stefnt að því að ljúka ferlinu fyrir lok september. Sýning á verkum Eiríks Smith undir yfirskriftinni Tilvist verð- ur opnuð í Hafnarborg á laugar- dag. Á sýningunni eru verk Eiríks frá árunum 1968 til 1982 og vísar titillinn til tilvistarlegra spurninga sem leituðu á lista- manninn á þessum tíma. Á þessu tímabili tók Eiríkur að færa sig frá abstraktmálverki og yfir í hlutbundin raunsæisverk, en sú þróun varð til þess að hann náði mikilli almannahylli, verk hans tóku að seljast geysivel og mætti segja að verkin sem hann málaði á þessu tímabili væru þau sem hann er hvað þekktastur fyrir. Sýningin er fjórða í röð sýn- inga sem Hafnarborg heldur og kynna ólík tímabil á löngum ferli Eiríks. Sýningarstjórar eru Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðu maður Hafnarborgar og Heiðar Kári Rannversson. Tilvist Eiríks í Hafnarborg EIRÍKUR SMITH Færði sig úr abstrakt- verkum yfir í hlutbundið raunsæi upp úr 1968 og naut í framhaldinu mikilla vinsælda. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.