Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 2
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Árný, verðið þið á hjólum í kringum þátttakendur? „Við hjólum og spólum hér.“ Þátttakenda í hjólreiðakeppninni Tour de Hvolsvöllur bíður veisla við endamarkið á Hvolsvelli. Árný Lára Karvelsdóttir er kynningar fulltrúi Rangárþings eystra. FJÖLMIÐLAR Útreikningar auglýs- ingastofunnar Pipars á breyttum áskrifendafjölda Stöðvar 2 og Skjás eins eru villandi, þar sem þeir bera saman mælingar á ólík- um tímum milli ára. Guðni Rafn Gunnarsson, yfir- maður rannsóknarsviðs Capa- cent, hefur sent frá sér yfir- lýsingu vegna þessa. „Að gefnu tilefni vill Capacent taka fram að áskrift að sjónvarpsstöðvum er mæld mánaðarlega í rafrænum ljósvakamælingum Capacent og eru aðgengilegar markaðsaðilum. Óheimilt er að birta upplýsingar úr Neyslu- og lífstílskönnun Capa- cent og er þeim ekki ætlað að mæla áskrift sjónvarpstöðvanna,“ segir hann. Sverrir Agnarsson, fjölmiðla- greinir hjá 365, skrifar grein um málið í Fréttablaðið í dag. - sh / sjá síðu 19 Áskrifendamagn rangt mælt: Villandi fram- setning Pipars UMHVERFISMÁL „Það eru fimmtán til tuttugu ár síðan við ösnuðumst með dúsk af lúpínu þarna upp eftir, sem við áttum aldrei að hafa gert,“ segir Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, þar sem stendur til að útrýma lúpínu úr Þengilhöfða. Sveitarstjórnin ákvað að láta eitra fyrir hluta af lúpínunni, sem að sögn Guðnýjar þekur nú tæpan hektara í Þengilhöfða. Guðný á síðan að gera kostnaðaráætlun um algera útrýmingu þessarar umdeildu plöntu úr fjallinu, sem stendur við Grenivík. „Við erum að spá í hvort það eigi að útrýma lúpínunni eða ekki. Sumum finnst ömurlegt að hafa lúpínu og öðrum finnst það bara fallegt,“ segir Guðný, sem ítrek- ar að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Of seint sé að eitra á þessu ári. „Ef það verður ákveðið þá tekur það tuttugu ár og við þurfum að leggja töluverða peninga í það. Annað hvort byrjum við á næsta ári eða við hugsum ekki um þetta því það verður alltaf erfiðara og erfiðara að útrýma lúpínunni eftir því sem hún breiðist út. Hún stoppar ekki,“ segir Guðný. Að sögn sveitarstjórans sjá margir eftir hefðbundnum mela- gróðri sem lúpínan kæfi. Menn hafi ekki haft eins miklar efa- semdir um lúpínuna þegar henni var sáð á sínum tíma. „Ef menn ætla að eyða þessu er um að gera áður en þetta verða gígantískir flákar,“ bendir Guðný á. Aðspurð segir hún reyndar lúp- ínu mun víðar í Grýtubakkahreppi. „En það er svo mikið af henni að það er tapaður bardagi nema bara í Höfðanum.“ gar@frettabladid.is Ef menn ætla að eyða þessu er um að gera áður en þetta verða gígantískir flákar. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps LÚPÍNAN Í ÞENGILHÖFÐA Plantan sem græða átti upp melinn í Þengilhöfða leggur sífellt meira land undir sig. MYND/BJÖRN INGÓLFSSON SPURNING DAGSINS Reyna að eitra fyrir lúpínu í Þengilhöfða Skoða á leiðir til að útrýma lúpínu sem breiðir úr sér í Þengilhöfða við Grenivík. Tilraun verður gerð með eitrun á hluta svæðisins. Sveitarstjórinn segir frest til að ákveða framtíð lúpínunnar í höfðanum að renna út. Brátt verði ekkert við ráðið. EKVADOR, AP Bráðabirgðavegabréf sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden fékk frá Ekvador var gefið út án heimildar. Þetta segja stjórnvöld í Ekvador, sem gátu ekki gefið skýringar á því af hverju hann fékk þetta skil- ríki. „Skjal af þessu tagi hefur ekkert gildi og er eingöngu á ábyrgð þess einstak- lings sem gaf það út,“ sagði Betty Tola stjórnsýsluráðherra á blaða- mannafundi í gær. Bandaríska vegabréfið, sem Snowden hafði, hefur verið gert ógilt þannig að hann virðist nú sitja fastur á flugvellinum í Moskvu án skilríkja. - gb Snowden fastur á flugvelli: Skilríkin frá Ekvador ógild EDWARD SNOWDEN KJARAMÁL Mikilvægt er að skoða kosti þess að stytta vinnuviku Íslendindinga úr 40 stundum í 36 stundir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem kom út í gær. Skýrslan var unnin að beiðni velferðarráðuneytis í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu. Segir í skýrslunni að betur þurfi að huga að vinnu framlagi starfsfólks og finna leiðir til þess að breyta þeirri séríslensku menningu sem felst í að vinna langan vinnudag. Skýrslan byggir á 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem segir að nauðsynlegt sé að gera konum og körlum kleift að samræma starfs- skyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Tillögur vinnuhópsins eru í tíu liðum en þar á meðal eru aðilar vinnumarkaðarins hvattir til þess að standa fyrir fræðsluátaki með áherslu á endur menntun stjórnanda út frá gildum fjölskyldunnar og að þeir setji sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem unnið er að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þórður Kristinsson, formaður vinnuhópsins, segir að málaflokkurinn varði afar marga. „Þetta er mikil- vægt mál og skýrslan á að gera málaflokkinn aðgengi- legan fyrir sem flesta.“ segir Þórður og bendir á að stytting vinnuvikunnar sé eitt af því sem vert sé að skoða í þessu samhengi. „Það gefur augaleið að því minna sem fólk vinnur, því meiri tíma hefur það með fjölskyldunni en um er að ræða stórt og umfangsmikið mál og því er vert að skoða það sérstaklega.“ - le Hvatt er til að vinnumarkaður endurmeti gildi fjölskyldunnar: Vilja skoða 36 tíma vinnuviku VINNUTÍMI TI SKOÐUNAR Aðilar vinnumarkaðarins eru hvattir til að leggja áherslu á endurmenntun stjórnanda út frá gildum fjölskyldunnar. MYND ÚR SAFNI FÉLAGSMÁL „Það ríkir engin óvissa varðandi starfsemi Vinakots,“ segja Aðalheiður Bragadóttir og Jóhanna Fleckenstein, forstöðukonur hjá Vinakoti, sem rekur tvö heimili fyrir unglinga með hegðunarvanda í Hafnarfirði. Í yfirlýsingu Aðalheiðar og Jóhönnu vegna fjölmiðla umfjöllunar um málefni heimilis Vinakots fyrir drengi í Fjóluhvammi er ítrekað að ekki liggi fyrir niðurstaða hjá skipulags- og byggingaráði Hafnar- fjarðar um það hvort Vinakot teljist stofnun eða heimili. Komið hefur fram að einhverjir íbúar götunnar telja um að ræða atvinnustarfsemi sem ekki eigi heima í íbúðargötu. „Okkur einlæga von er að nið- urstaðan muni ekki byggjast á persónu legri skoðun skipulagsfull- trúa Hafnarfjarðarbæjar heldur faglegum grunni og lögfræðilegu áliti. Einnig viljum við jafnframt taka það fram að hagsmunir skjól- stæðinga okkar eru og verða alltaf í fyrirrúmi,“ segir í yfirlýsingu for- stöðukvennanna sem bjóða íbúum Fjóluhvamms í kaffi á mánudaginn þar sem starfsemin verður kynnt og spurningum svarað. - gar Vinakot býður í kaf i og biður um faglega ákvörðun um unglingaheimili sitt: Rannsóknir byggi ekki á persónulegu mati AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR JÓHANNA FLECKENSTEIN FJÓLUHVAMMUR Forstöðukonur í Vinakoti segja enga óvissu ríkja um starfsemina. ALÞINGI Þingmenn Pírata hyggjast beita málþófi til að tryggja það að forseti Íslands muni verða á land- inu til að taka sjálfur afstöðu til laga um veiðigjalda. „Okkur þætti vænt um að vita hve lengi við þingmenn Pírata þurfum að þæfa málið þar til þú kemst til landsins til að taka við málskotsréttinum úr höndum stjórnarliða?“ segir Jón Þór Ólafsson, alþingismaður Pírata, í opnu bréfi til forseta, en í fjarveru forseta er forsætisráð- herra handhafi forsetavalds. Málið var í gær tekið úr atvinnuveganefnd og vísað til ann- arrar umræðu á þingi. - þj Lög um lækkun veiðigjalda: Píratar hyggjast beita málþófi JÓN ÞÓR ÓLAFSSON DANMÖRK Sex af hverjum tíu Dönum eru fylgjandi því að önnur starfsemi en trúarleg fari fram í kirkjum sem hefur verið lokað. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum danska blaðs- ins Jyllands-Posten. Ákveðið hefur verið að loka fjórtán kirkjum í Kaupmannahöfn. Biskup borgarinnar, Peter Skov-Jakobsen, vill að skynsam- leg starfsemi fari fram í kirkj- unum og bendir á söfnuði inn- flytjenda sem oft vanti húsnæði fyrir guðsþjónustur. Biskupinn er einnig hlynntur samfélagslegri starfsemi og menningarlegri en á erfitt með að sjá fyrir sér diskótek og stór- markaði í kirkjunum. - ibs Biskup Kaupmannahafnar: Kirkjur hýsi ekki diskótek og stórmarkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.