Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 39
3sumardrykkir FLOTTUR STAÐUR Veitingahúsið Nora Magasin er skemmtilegt útlits. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBELGÍSKUR HVEITIBJÓR Á KRANA Hoegaarden-bjórinn er hinn upprunalegi belgíski hveitibjór. Nora Magasin er eini staðurinn á landinu sem býður upp á hann úr krana. BARINN Úrvalið á barnum er mikið. REKSTRARSTJÓRI OG KOKKUR Brynja er hér með kokkinum Akane Monavon sem nýtir matarhefðir frá mörgum heimshornum í eldhúsinu. NOTALEGT Gott er að sitja á Nora Magasin og velta fyrir sér heimsfréttunum. Við opnuðum óformlega fyrir hálfum mánuði en á morgun verður formlegt opnunarteiti,“ segir Brynja Skjaldar, rekstrarstjóri Nora Magasin veitingahússins í Pósthússtræti 9. Hugmyndafræðin að baki veitingahúsinu er sérstök. „Kokkurinn okkar, Akane Monavon, er hálf frönsk og hálf japönsk. Hún hefur ferðast um allan heim og kynnt sér ólíka matarmenningu og hefur því skemmtilega sýn á mat og eldamennsku,“ segir Brynja. Á efri hæð Nora Magasin hefur verið byggt auka eldhús þar sem hægt er að matreiða í augsýn gestanna. „Akane vill að upplifun matargesta snúist um samskipti við kokk og þjóna, að þeir finni lyktina af matnum og sjái hann. Þannig verði veitingahúsaferðin að lifandi upplifun,“ útskýrir Brynja. Sögufrægur belgískur bjór Á Nora Magasin er í boði úrval af bjór. „Við verðum með fimm tegundir á krana og töluvert af flöskubjór,“ segir Brynja og minnist sérstaklega á Hoegaarden-bjórinn. „Það er belgískur hveitibjór sem er sérinnfluttur fyrir okkur frá Belgíu. Við erum eini staðurinn á Íslandi sem er með Hoegaarden á krana,“ segir Brynja og lýsir bjórnum nánar. „Hoegaarden er hinn upprunalegi belgíski hveitibjór (Wit). Hann var fyrst bruggaður á 15. öld í smábænum Hoegaarden. Hann er skýjaður eins og hveitibjór sæmir og leyndarmálið á bakvið frískandi bragðið er ekta appelsínubörkur og smáræði af kóríander.“ Gestir Nora Magasin eru afar hrifnir af bjórnum að sögn Brynju. „Fólkið er sólgið í bjórinn og nýtur þess að drekka hann úr glasi úti í sólinni,“ segir hún og bendir á að mikið sé lagt upp úr afslappaðri og notalegri útiaðstöðu hjá Nora Magasin. Brynja segir bjórinn henta vel með ýmsum mat, á borð við fisk- og grænmetisrétti. „Hann er til dæmis rosa góður með bláskelinni af matseðlinum okkar og ekki síður með ostaplattanum,“ segir Brynja og býður fólk velkomið á Nora Magasin. Lifandi upplifun á Nora Magasin Nýir vindar blása á veitingastaðnum Nora Magasin í Pósthússtræti 9. Lögð er áhersla á frábæra matarupplifun og fjölbreyttar veitingar í föstu og fljótandi formi. Nora Magasin er eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fá hinn sögufræga belgíska Hoegaarden-bjór á dælu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.