Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 33
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 28. JÚNÍ 2013 • 7 Myndaalbúmið því. Svo erum við að fara hita upp fyrir Chic og að spila á Lista- safninu um helgina. Það er allt mögulegt í gangi sem er mjög spennandi.“ Hvert eruð þið að stefna með hljómsveitina ykkar? Eru fleiri smáskífur á leiðinni? „Við stefnum á einhvern góðan stað vonandi og við erum að vinna í útgáfumálum þannig að það fer að koma að því.“ Draumur að vera tónlistarkona Hvernig er að vera tónlistarkona á Íslandi? Er hægt að lifa á list- inni? „Það er gaman að vera tón- listarkona á Íslandi. Mér finnst samt mikilvægt að setja fókus- inn aðallega á útlönd því þar er stærri markaður fyrir tónlistina okkar. Það er ótrúlega gaman hversu góðar viðtökur við erum búin að fá hér heima og erlendis. Trúi stundum ekki að þetta sé í alvöru að gerast. Þetta er svo sannarlega draumur að rætast. Ég vona bara að ég geti lifað á því í framtíðinni.“ Er ástfangin af konu Hvað veitir þér innblástur? „Strákurinn minn, kærastan mín, fjölskyldan, vinir mínir, góð tónlist og jákvæð viðhorf til lífs- ins.“ Nú ert þú í sambandi með konu, hafið þið verið lengi saman? „Ég er í sambandi með konu, já. Það er auðvitað allt öðru- vísi að vera með konu í sambandi eða karlmanni, en fyrir mig er það algjörlega málið. Natalie er klárlega minn betri helmingur og ég er rosa ástfangin af henni. Við höfum þekkst lengi og eigum okkar sögu. Ég hef verið algjör- lega opin með kynhneigð mína og það skiptir fjölskylduna mína engu máli hvort ég sé með konu eða karlmanni.“ Foreldrarnir eru fyrirmyndin Hver eða hverjar eru fyrirmynd- ir þínar í tónlist, tísku og lífinu almennt? „Fólk sem fylgir hjart- anu í lífi og starfi, er auðmjúkt, hjálpsamt og jákvætt finnst mér alltaf vera til fyrirmyndar. Svo eru mamma og pabbi alltaf mín stærsta fyrirmynd í tónlist. Í tísku finnst mér fólk sem getur fylgt sinni sannfæringu um hvað sé flott og borið það með stolti.“ Hvað er hamingja í þínum huga? „Hamingja í mínum huga er það að geta verið jákvæður og þakklátur fyrir það sem maður hefur í lífinu. Svo er það fimm ára strákurinn minn sem er algjör snillingur. Hann elsk- ar allt sem viðkemur tónlist og er ótrúlega músíkalskur. Hann hefur mjög sterkar skoðanir á tónlist og hann syngur, „beatbox- ar“, trommar og dansar mikið. Hann biður aðallega um lög með Prodigy en fyrsta orðið hans var „prodigy“. Við barnsfaðir minn erum góðir vinir þannig að þetta gengur allt saman upp.“ Hvar viltu vera eftir 5 ár? „Það er erfitt að segja, ég tek bara einn dag í einu og nýt þess að vera til,“ segir Elísabet að lokum. F ÍT O N / S ÍA Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana. LANGAR ÞIG Í BÍÓ? Mér finnst samt mikilvægt að setja fókusinn aðallega á útlönd því þar er stærri markað- ur fyrir tónlistina okkar. Það er ótrú- lega gaman hversu góðar viðtökur við erum búin að fá hér heima og er- lendis. ● Elísabet með soninn í fanginu ● Hljómsveitin Sísý Ey ● Á sviðinu á Sónar ● Bandið á góðri stundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.