Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 18
HELGIN
29. júní 2013 LAUGARDAGUR
Það var þetta starf sem var hér í boði sem lokkaði. Svo er ég fædd hér og upp-alin til þrettán ára aldurs og hef alltaf hugsað mikið hingað
austur, svarar Vala Garðars-
dóttir fornleifafræðingur spurn-
ingunni um hvernig það hafi
komið til að hún flutti til Horna-
fjarðar. „Þetta er líka svo spenn-
andi hérað og óplægður akur í
fornleifarannsóknum. Hér er
sagan, hún bíður bara eftir okkur,“
bætir hún við. En sér hún fram á
einhvern tíma til að sinna slíku
grúski, stjórnandi stóru batteríi?
„Ekki núna en ég mun gefa mér
þann tíma í framtíðinni. Ég ætla að
byrja á að anda þessu að mér,“ segir
hún og heldur áfram. „Menningar-
landslagið hér er stórbrotið og tóftir
víða, margar þeirra hafa verið
skráðar en meirihlutinn er samt
óskráður. Ég sé fullt af verkefnum.“
Hún segir líka mikil tækifæri
felast í Hornafjarðarsöfnunum,
byggðasafninu, náttúrugripasafn-
inu og jöklasafninu sem vísir sé
að í dag í Gömlu búð en eftir sé
að byggja upp til framtíðar. Hvar
skyldi hún ætla að hafa þau?
„Ég ætla að leggja mínar hug-
myndir fyrir bæjarstjórn bráð-
lega. En það hefur legið fyrir
að framtíðar húsakostur fyrir
Hornafjarðar söfnin, fyrir utan
listasafnið, verði í Miklagarði,
sem er gamalt og virðulegt hús við
bryggjuna með beitningarskúrum
á neðri hæð og aðstöðu fyrir lista-
menn og fleiri á efri hæð. Þar sam-
tvinnast þá safnkostur og aðstaða
fyrir skapandi greinar og það væri
áhugavert að blanda þessu saman
við beitningu og netaviðgerðir.“
Spurð hvort hún sé með fjöl-
skyldu með sér svarar Vala. „Ég
er flutt hingað með dóttur mína,
fæ soninn í júlí en manninn ekki
fyrr en rétt fyrir jól. Þetta er
hægt landnám! Komin með hús-
næði? Já, en það var erfitt, það er
húsnæðisskortur hér á Hornafirði.
Við mæðgur erum komnar með
ísskáp og rúm, það allra nauðsyn-
legasta,“ segir hún og upplýsir að
börnin séu sjö og níu ára og eina dótt-
ur eigi hún sem sé að verða nítján
ára. „Hún á eitt ár eftir í menntaskóla
en ég kræki í hana þegar hún á frí.“
Fyrsta embættisverk Völu fyrir
austan var að opna klassíska sjó-
minjasýningu í Skreiðarskemmunni.
Hún segir hana fjalla um samspil
manns og hafs. „Þetta er grunnsýn-
ing að vissu leyti og hún á að breyt-
ast og þróast en verður í skemm-
unni þar til endanlegur húsakostur
er kominn.“
Samkvæmt nýlegum pistli
bæjar stjórans Hjalta Vignissonar
á vefnum www.rikivatnajokuls.is
er staða bæjarsjóðs Hornafjarðar
góð svo Vala hefur vonandi veðjað á
réttan hest með því að flytja austur.
„Já, ég hef mikinn metnað í mínu
starfi og finn líka fyrir miklum
metnaði hjá baklandinu, bæði
bæjar stjórn og almenningi,“ segir
hún. „Það er kraftur hér í mann-
skapnum sem ég held að eigi eftir
að skila miklu í framtíðinni.“
Ég sé fullt af verkefnum
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur er nýr yfirmaður safnamála í Hornafirði. Hún hefur taugar til
staðarins og svo segir hún margar fornminjar í héraðinu órannsakaðar.
YFIRMAÐUR SAFNAMÁLA HORNA FJARÐAR „Menningarlandslagið hér er
stórbrotið og tóftir víða, margar þeirra hafa verið skráðar en meirihlutinn er
samt óskráður,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur. MYND/BJÖRN ARNARSON
Þar samtvinnast þá
safnkostur og aðstaða fyrir
skapandi greinar og það
væri áhugavert að blanda
þessu saman við beitningu
og netaviðgerðir.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Tilraun til heimsmets í humarlokugerð á Höfn
Humarhátíðin stendur yfi r á Höfn þessa helgi og er heldur betur lífl egt í bænum. Sjá má dagskrána og
ítarlegri upplýsingar á www.humar.is.
Jóga Fjölskyldujógatími verður í dag
milli klukkan 13 og 14 í Viðey, nánar
tiltekið á túninu við Viðeyjar stofu,
undir stjórn Arnbjargar Kristínar
Konráðsdóttur jógakennara. Þar
tekur eitt við af öðru, jógaæfingar,
leikir, söngur og hugleiðsla og í
lokin verður slakað á undir heillandi
tónum. Áhersla er lögð á að tengjast
í kærleika, hlæja saman og fara
brosandi inn í afganginn af deginum.
Verð er 500 krónur.
Gott er að hafa með teppi til að
hafa ofan á fjölskyldunni í slökun-
inni.
Viðey
Jóga á grænu túni
Vinna í metsölubók
Roald Viðar Eyvindsson
skríbent
Ég hitti vini og ættingja sem ég hef
ekki séð lengi. Kíki í heitu pottana,
sem ég sakna mikið eftir búsetu
erlendis. Aðallega verð ég þó að
vinna í væntanlegri metsölubók.
Sýning Eistlenski fatahönnuðurinn
Liivia Leskin verður með kynningu
á höttum sínum í listhúsi Ófeigs að
Skólavörðustíg 5 í dag milli klukkan
15 og 17.
Liivia er vel þekkt í Eistlandi fyrir
hönnun sína og selur hana eingöngu
í sinni eigin verslun í miðborg Tallinn
og hjá Ófeigi. Liivia verður sjálf á
staðnum og mun sýna notkunar-
möguleika hattanna.
Afmæli og skriftir
Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur
Það er tvennt á dagskránni
hjá mér. Ég ætla að fara í
afmæli hjá vinkonu minni
og svo stefni ég að því
að skrifa bæði í dag og
á morgun, vonandi í
sólskini.
Verðlaun og silungur
Anna Pála Sverris dóttir,
formaður Samtakanna
’78
Ég tók við Frelsisverðlaunum SUS
í gær. Í dag fer ég í Rauðuskriðu í
Aðaldal, þar sem ég fæ nýjan silung
og knúsa stórfjölskylduna.
Býr til sushi úr aflanum
Freyr Gígja Gunnarsson
fréttamaður
Ég ætla að vinna og svo kannski
búa til sushi úr laxinum sem ég
veiddi í Tálma á Snæfellsnesi.
Listhús Ófeigs
Hattahönnun
Fjölmennasta humarhátíðin
til þessa var haldin á 100 ára
afmæli Hafnar árið 1997. Þá
sóttu hátíðina 4.000 manns.
4.000
Ráðgert er að slá heimsmet í humarlokugerð í
dag á Höfn. Kokkarnir á Ósnum ætla að fram-
reiða átta metra langa humarloku og gefa
öllum að smakka. Sauðfjárbændur bjóða líka
upp á heilgrillað lamb á hátíðasvæðinu við
höfnina svo enginn ætti að vera svangur.
Samkomuhúsið
Sindrabær er fimmtíu
ára á árinu og í
tilefni þess er haldið
dansiball þar í kvöld,
eins og þau gerast best. Smáfuglarnir
leika gömlu dansana til að byrja
með og svo tekur Hljómsveit Hauks
Þorvaldssonar við eftir miðnætti. Heitið
er ekta Sindrabæjarstemningu.
50
Sú nýjung er á
humarhátíðinni í
ár að bæjarbúar
buðu í gærkvöld
upp á ókeypis
humarsúpu á tíu
stöðum í bænum.
Hornafjörður er jú
þekktur fyrir veiðar
og vinnslu á humri.
Humar er því
þjóðarrétturinn.
10Humarhátíðin á Höfn fagnar tuttugu ára afmæli í ár og dagskrá hennar er stútfull af skemmtilegum viðburðum. Hátíðin er haldin á hinum ýmsu stöðum í
bænum, Hornafjarðarkvöld er til dæmis
í Bárunni, hinu nýja knattspyrnuhúsi,
hátíðasviðið er við Hafnarvík og Heppu
og varðeldur verður tendraður við
Óslandsveginn, skammt frá Akureynni.
20
ára
metrar