Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 32
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 VINSÆLL „Ég kann ágætlega við mig á sviði og þetta kemur allt með reynslunni. Ég finn að margt er að breytast en ég spái ekkert í hvort stelpurnar séu að horfa á mig. Ég er ekki sú manngerð.” SVALUR JÖKULL „Ég held að Vor í Vagla- skógi sé ekki ókunnugt ungdómnum nú. Það er án efa með langbestu lögum Íslandssögunnar og hefur örugglega lifað góðu lífi á milli kynslóða, enda hugljúf lagasmíð með fallegum texta. Vonandi fer minn flutningur ekki fyrir hjartað á íhaldssömum því í minni nálgun breytist lagið mikið. Mér þykir hins vegar gaman að vekja athygli á gömlum, íslenskum dægurlögum,“ segir Jökull. MYND/ANTON Rokk og ról er áhugaverður lífsstíll og fyrir tónlistina er ég tilbúinn að leggja hvað sem er á mig. Ég væri því alveg til í að ferðast um og semja lög í skítugri rútu allan daginn og troða upp á kvöldin,“ segir Jökull sem á kærustu og er ekkert að spá í hvort stelpurnar horfi nú heillaðar á hann. „Ég er ekki sú manngerð,“ segir hann af festu. Sem strákur fór Jökull í útilegu í Vaglaskóg og man enn eftir stórkost- legri náttúrufegurð hans. „Ég hef alltaf haldið gífurlega upp á lagið Vor í Vaglaskógi sem pabbi spilaði fyrir mig þegar ég var lítill drengur. Þegar ég fór sjálfur að spila á gítar varð lagið fljótt fyrir valinu og fyrir um ári fór ég að leika mér við að þróa það yfir í rólegri, draumkenndari og drama- tískari stíl,“ útskýrir Jökull sem hefur alltaf verið músíkalskur. „Pabbi er stór áhrifavaldur í mínu tónlistaruppeldi og leiðbeindi mér mikið í hlustun. Ég er því undir miklum áhrifum tónlistar frá 6., 7. og 8. áratugnum sem pabbi kynnti rækilega fyrir mér. Þegar ég var sextán ára fórum við feðgarnir saman í Bítlaferð til að skoða rætur Bítlanna í Liverpool og aðrir áhrifavaldar eru Led Zeppelin, Doors og fleiri.“ TROMMARINN GETINN Á HAVAÍ Jökull ólst upp í Mosfellsbæ fyrstu sex æviárin en flutti þá til Hafnar í Horna- firði þar sem hann undi hag sínum vel og spilaði fótbolta með Sindra. Árið 2004 flutti hann aftur í Mosfellsbæ og lauk þar unglingastigi með strákunum í hljómsveitinni. „Við strákarnir í Kaleo erum bekkjar- bræður úr Gaggó Mos og allir langbestu vinir. Við getum því talað opinskátt um hvað sem er sem er mikilvægt þegar verið er í hljómsveit,“ segir Jökull sem sér um flestar lagasmíðar fyrir hljóm- sveitina sem varð til fyrir tónlistar- hátíðina Airwaves í fyrrahaust. „Nafnið Kaleo kemur frá Havaí. Þar í landi er það notað sem karlmannsnafn en þýðir líka hljóð, með ka sem ákveðn- um greini. Okkur leist vel á nafnið sem hefur einnig skemmtilega tengingu við Davíð trommuleikara sem var getinn á Havaí,“ segir Jökull og brosir við. Rödd Jökuls hefur verið líkt við raddir söngvara Pearl Jam, Nirvana og nú síðast Bubba Morthens en Jökull segist reyna að hugsa ekkert um það. „Ég syng bara með mínu nefi. Ég byrjaði ekki að syngja af viti fyrr en á sextánda árinu en fór ungur í grunn- nám á píanó og sjálfmenntaði mig á gítar á unglingsárunum. Síðan hefur röddin þróast mikið og er enn í mótun, en ég hef alltaf haft gott vald á rödd- inni.“ Kaleo spilar nú víða um hverja helgi. Í dag tekur hljómsveitin lagið í brúð- kaupi í Mosfellsbænum og í kvöld stígur hún á svið með Vintage Caravan á Gamla Gauknum í Reykjavík. „Ég tel mikilvægt að koma fram sem oftast því æfingin skapar meistarann. Í Kaleo er enginn foringi en auðvitað þarf stundum að reka á eftir mönnum að vera duglegir að mæta á æfingar. Með aukinni velgengni eykst áhuginn og ég er ánægður með metnaðinn í bandinu.“ VILL EKKI FESTAST Í ÞÆGINDARAMMA Í sumar vinnur Jökull sem flokksstjóri í unglingavinnunni í Mosfellsbæ og í haust er hann skráður til náms í heim- speki við Háskóla Íslands. „Mosfellsbær er lítið og heimilislegt samfélag og mér þykir ótrúlega vænt um bæinn minn og sveitungana. Ég fæ þar iðulega klapp á bakið og virkilega gaman að finna hvað fólk tekur vel í velgengni okkar. Mosfellingar eru líka duglegir að mæta á tónleika og rífa upp stemninguna,“ segir Jökull. Hann kveðst kunna ágætlega við sig á sviði. „Það kemur allt með reynslunni. Mér finnst aðallega gaman að fólk komi til að hlusta og með reynslunni hljótum við að verða betri og betri.“ Vor í Vaglaskógi er óvænt orðið vinsælasti sumarsmellur landsins. „Það var ekki ætlunin að taka lagið þegar við komum fram í þættinum Skúrnum á Rás 2 en ég var hás þann daginn og vildi hvíla röddina með rólegu lagi. Því slógum við til og Rásar 2-menn vildu taka upp myndband sem þeir settu inn á YouTube. Þar vakti lagið mikla athygli og fór smám saman að feta sig upp vin- sældarlista,“ segir Jökull, sem árið 2010 gaf út spænsku ballöðuna Otro Día Será sem hann samdi við texta föður síns sem er spænskukennari. „Það lag hefur nú lítið heyrst en ég held að strákarnir skelli því á fóninn fyrir svefninn,“ segir Jökull sem talar spænsku og er undir áhrifum spænskrar tónlistar í gegnum pabba sinn. „Lífið er að breytast og það er bara gott. Ekki vill maður festast í þæginda- rammanum. Við erum nákvæmlega þar sem við viljum vera.“ ■ thordis@365.is ÓVÆNT ATHYGLI ROKKARI Jökull Júlíusson er maðurinn á bak við röddina í vinsælasta lagi Íslands þessa dagana; Vori í Vaglaskógi. Hann er rokkari af gamla skólanum. FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2 Afkomendur Sturlaugs Tómassonar (f. 1837, d. 1920) Ættarmót og Akureyjarferð júlí 2013 Ættarmót sunnudaginn 21. júlí kl. 15.30 – 18.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Samvera í Dölum og Akureyjaferð helgina á eftir, laugardaginn 27. júlí. Nánari upplýsingar og skráning á netfangið: sturlaugur.tomasson@gmail.com, á fésbókarsíðu „Afkomendur Sturlaugs Tómassonar“ og hjá Sturlu í síma 862 1006, Hollý í síma 862 1609 og Margréti í síma 864 1466. Nefndin Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.