Fréttablaðið - 29.06.2013, Side 55

Fréttablaðið - 29.06.2013, Side 55
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir29. JÚNÍ 2013 LAUGARDAGUR 7 FANTASÍA FYRIR BÖRN Draumar barna rætast í nýju Fantasíulandi í Disney World í Flórída. Þar ganga þau beint á vit ævintýra Litlu hafmeyjunnar og Fríðu og Dýrsins og eiga persónuleg samskipti við sögu- hetjurnar. Fantasíulandið er vinsælasta landið í vinsælasta Disney-garði veraldar og stærð hans á níunda hektara. Gestir hitta Fríðu fyrir í koti sínu og Aríel hafmeyju í helli sínum og passað er upp á að hvert barn fái sinn tíma. Það sem stelur senunni í Fantasíulandi er Lumière, talandi kertastjakinn úr Fríðu og Dýrinu, og ein flóknasta sögupersóna sem Disney hefur skapað í görðum sínum. Meira að segja fullorðið fólk missir andlitið af undrun og Disney segir Lumière bæði lifandi og raunverulegan. Disney World er sneisafullt af þematengdum veiingastöðum en enginn kemst í hálfkvisti við Be Our Guest hjá Dýrinu. Gengið er yfir steinbrú að stórum járnhliðum og inn í kastalann þar sem eru þrír matsalir með handmáluðum skýjabólstrum og englabörnum í lofti. Fyrir utan gluggana kyngir niður snjó. Nýja Fantasíulandið er eins og kandífloss, sykursætt og yndislegt. Á næsta ári verða opnuð enn fleiri ævintýri í nýja Fantasíulandinu þegar námulest Dverganna sjö kemst í gagnið. „Ég er einmitt á leið í útilegu um helgina og er á fullu í undir- búningi,“ segir Axel Paul. „Ég mun nota símann minn mikið, streyma tónlist, græja gítargrip og texta, fá upplýsingar um tjaldstæði og f leira,“ segir hann. „Þess vegna þarf ég að vera búinn að gera ráð- stafanir, vera með bílahleðslu- tæki, hleðslupung og með nóg gagnamagn.“ Öryggið í fyrirrúmi „Ég er líka með appið 112 Iceland, því maður getur aldrei verið of varkár.“ 112 Iceland er forrit sem sendir GPS-hnit til Neyðarlínunn- ar, þó það sé ekki netsamband. „Það getur munað miklu fyrir björgunarsveitina, ef eitt- hvað kemur fyrir.“ Ýmiss konar smáforrit Hann segist nota ýmis smáforrit í símanum, til dæmis Spotify, Google Music, Google Maps og Torch, sem er vasa- ljós. „Eins nota ég sím- ann til að finna gítar- nótur og texta á netinu. Svo hópast fólk bara í kringum mann ef það kann ekki textann, símaskjárinn er alveg tæpar fimm tom mu r,“ seg ir hann og hlær. Axel Paul segir því símann vera orð- inn stóran hluta af því að gera útileguna örugga og skemmti- l e g a . „ S v o v æ r i auðvitað dæmigert að ég týndi símanum úti í móa í einhverju kæru- leysi,“ bætir hann við hlæjandi. Nútímaútilegan Margir telja útilegur eiga að vera frí frá skjánum og afturhvarf til náttúrunnar. Það er ekki endilega raunin. Axel Paul Gunnarsson, aðstoðarritstjóri tæknibloggsins simon.is, segir frá ómissandi tækni í útileguna. Þó margir fari út í náttúruna til að losna við áreiti tækninnar nýta sumir sér hana til að gera ferðalagið fróðlegra og skemmti- legra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.