Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 56
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 20138 FRELSISEY OPNUÐ Á NÝ Frelsisey (Liberty Island), sem staðsett er fyrir utan Manhattan og hýsir Frelsisstyttuna, verður opnuð á ný á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu þjóð- garða New York-ríkis. Eyjunni var lokað fyrir umferð ferðamanna í kjölfar eyðilegginga af völdum fellibylsins Sandy sem skall á austurströnd Bandaríkjanna í október á síðasta ári. Opnun eyjarinnar á þjóðhátíðar daginn er tákn- ræn og mikið fagnaðarefni í Bandaríkjunum. Ferðamenn ættu einnig að hoppa hæð sína enda er Frelsisey einn vinsælasti ferða- mannastaður í New York. Opnað hefur verið fyrir forsölu á miðum og segja umsjónarmenn eyjunnar að þeir renni út eins og heitar lummur. Búist er við metaðsókn fyrstu dagana eftir opnun. Frelsisstyttan er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. KRÓATÍA VINSÆL MEÐAL FERÐAMANNA Kaup á króatíska gjaldmiðlinum, kuna, hafa aukist um 50 prósent í Bretlandi. Þessi mikla aukning kemur mörgum á óvart enda hefur breska pundið hækkað á móti króatíska gjaldmiðlinum. Breska fréttasíðan Telegraph greinir frá því að Bretar sæki nú í auknum mæli í að fara í frí til Króatíu. Mörgum þykir það kynlegt enda er verð á hótelum í löndunum í kring mun lægra en í Króatíu. Ástæðan fyrir vinsældum landsins ætti þó að vera augljós þeim sem þangað hafa farið. Þar er að finna ógrynni af náttúruperlum, enda er ferðaþjónusta stór atvinnu- vegur í Króatíu. Fjölgun ferðamanna hefur þannig haft góð áhrif á efnahag landsins. Króatía er í 18. sæti yfir vinsælustu ferðamannalönd heims en misjafnt er eftir hverju fólk er að leita. Í Króatíu eru margar fallegar strandir með ljósbláum sjó þar sem sést til sjávarbotns. Margir náttúruunnendur fara þangað til þess að skoða fallega skóga og fossa sem einkenna landslagið. Heilsulindir landsins eru þekktar um allan heim. Þá eru króatískar borgir uppfullar af menningu og höfuðborgin, Zagreb, er vinsæll áfangastaður ferðamanna. KIRKJUGARÐUR ÞRÆLA Á MANHATTAN Mitt í ys og þys New York- borgar er að finna friðsælan stað sem nefnist „African Burial Ground National Monument“. Þar er minnismerki um fimmtán þúsund þræla sem grafnir voru á Manhattan-eyju á sautjándu og átjándu öld. Það var árið 1991 sem bygg- ingaverkamenn fundu grafreit þræla á neðri hluta Manhattan- eyju, aðeins fimm til átta metra undir jörðu. Á svæðinu fundust yfir 400 kistur frá þeim tíma þegar New York-borg hýsti flesta þræla í Bandaríkjunum fyrir utan Charleston í Suður-Karólínu. Á 17. og 18. öld voru þrælar nærri fjórðungur af íbúum New York. Byggt hefur verið minnismerki á staðnum auk gestamiðstöðvar þar sem hægt er að fræðast um sögu afrískra Bandaríkjamanna í New York. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. REYKJAVÍK KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Frí þráðlaus internettenging í öllum bílum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.