Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 60
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 28
Hvað heitir þú fullu nafni? Birna
María Unnarsdóttir.
Hvað ertu gömul? Sex ára.
Hvenær lærðir þú að lesa? Ég
kann að lesa Græna hattinn.
Hvað er skemmtilegt við bækur?
Að hlusta á ævintýri.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem
var í uppáhaldi hjá þér? Afa-
bókin.
Hvers lags bækur þykja þér
skemmtilegastar? Fíasól og
kannski Skúli skelfir.
Hvaða bók lastu síðast og
hvernig var hún? Afabókina, hún
er skemmtileg, afi var að lesa
hana fyrir mig og sagði „litlar
stelpur stríða ekki afa sínum,“
sem er vitleysa.
Í hvaða hverfi býrð þú? Í Norð-
lingaholti en bráðum flyt ég til
Vestmannaeyja.
Í hvaða skóla gengur þú? Ég er
að fara í skólann í Vestmanna-
eyjum.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mér finnst gaman á sundnám-
skeiði, fara í útilegu, sumarbústað
og til útlanda. Líka út að hjóla.
Finnst þér gaman að vera
knattspyrnudómari?
„Já, því þar gefst
mér tækifæri á
að vera með í
uppáhalds-
íþróttinni
minni, kynn-
ast fullt af nýju
fólki og ferðast,
sem er eitt af því
skemmtilegra sem
ég geri. Ég er búinn
að ferðast nánast
um allt Ísland og hef
farið til yfir þrjátíu
Evrópulanda.“
Varstu mikið í fótbolta sem
strákur? „Ég man varla eftir
mér öðruvísi en með fótbolta á
tánum þegar ég var strákur. Ég
ólst upp á Stokkseyri til fimm-
tán ára aldurs og við krakkarnir
nýttum hvern einasta grasbala
sem við fundum á svæðinu til að
spila fótbolta á.“
Spilaðir þú með einhverju liði?
„Já, með liðum Stokkseyrar og
Eyrarbakka, en eftir að ég flutti
til Reykjavíkur tók dómgæslan
við.“
Fékkstu verðlaun fyrir fót-
bolta? „Mér tókst að krækja
mér í tvenn verðlaun. Þegar ég
var á eldra ári í 5. flokki varð
ég Skarphéðinsmeistari með
Stokkseyri og sama ár var ég
einnig kosinn besti leikmaður
yngri flokka.“
En verðlaun fyrir dómgæslu?
„Ég hef margoft unnið til verð-
launa sem besti dómari Þróttar
í Reykjavík, sem er mitt félag.
Eins hef ég verið valinn
besti dómari á Íslandi
þrisvar, árin 2004, 2006
og 2007.“
Má dómari
halda með
einhverju
liði? „Já, allir
dómarar eiga sín
lið og halda með
þeim. Ég er til dæmis
Þróttari. Því má ég
ekki dæma hjá Þrótti í
meistaraflokkum karla
og kvenna.“
Ertu þreyttur eftir leiki? „Já,
flesta. Samkvæmt könnun sem
gerð var fyrir
ensku úrvalsdeild-
ina í knattspyrnu
árið 2011
hlaupa dóm-
arar í kringum
ellefu kíló-
metra í hverjum
leik, heldur
meira en þeir
leikmenn sem
hlaupa lengst.
Allir dómarar
verða að halda
sér í þjálfun. Við
byrjum að æfa
saman dómararnir í nóvember
og erum að þangað til í lok sept-
ember næsta ár. Þá fáum við
einn mánuð í frí. Landsdómarar
á Íslandi eru skyldugir til að fara
að minnsta kosti tvisvar í þolpróf
á hverju ári.“
Horfir þú mikið á fótbolta?
„Ég hef alla tíð horft mikið á
fótbolta, aðallega þann íslenska
og enska, bæði vegna þess að
fótbolti er mín uppáhaldsíþrótt
og einnig til að læra af öðrum
dómurum.“
Áttu erlent uppáhaldslið?
„Ég er búinn að halda með
Manchester United síðan ég var
krakki.“
Hefurðu dæmt fótboltaleik
hjá krökkum? „Ég hef ekki
tölu á því hversu marga leiki ég
hef dæmt hjá krökkum en þeir
eru mjög margir, meðal annars
hef ég dæmt á N1-mótinu á
Akureyri. Því miður hef ég lítið
getað dæmt hjá krökkum
undanfarin ár, það er svo
mikið að gera hjá mér í
dómgæslu í meistara-
flokki.“ - gun
Dómarar hlaupa enn
lengra en leikmenn
Garðar Örn Hinriksson er margverðlaunaður knattspyrnudómari og hefur ekki
tölu á því hversu marga leiki hann hefur dæmt hjá krökkum. Hann man varla
eft ir sér öðruvísi en með fótbolta á tánum.
EKKI TJÓIR
AÐ DEILA VIÐ
DÓMARANN
Garðar Örn hefur
þrisvar verið
valinn besti
dómari Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Bókaormur vikunnar
Arnar Valur, sex ára, í
Stekkjahvammi 13 í
Hafnarfirði sendi okkur
þessa mynd.
Í geimnum
Teikningar og texti Bragi Halldórsson
50
„Þetta er nú meira veggskriflið,“ sagði Kata, þar sem þau komu að
hlaðinni steingirðingu. „Hér vantar nánast annan hvern stein,“ bætti hún
við með fyrirlitningu. „En hann er nú bara að verða gamall,“ sagði Konráð.
„Það gerir hann ekki endilega að vondum vegg, bara laslegum,“ bætti
hann við. „Það vantar til dæmis ansi marga steina í þetta gat hérna fyrir
framan okkur,“ sagði Kata og hélt áfram að úthúða veggnum. Konráð varð
að viðurkenna að það vantaði jú ansi marga steina í þetta gat. En við
verðum að troða okkur í gegnum það ef við ætlum að komast
eitthvað áfram,“ sagði Kata. Spurning hvort það vanti það marga steina
að við komumst í gegnum gatið,“ bætti hún við.
Hversu marga steina
skyldi vanta?
Getur þú talið þá?
A 20
B 25
D 30
Svar: B