Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 72
29. júní 2013 LAUGARDAGUR
Hún er rosalega
ung og á eftir að taka
þátt á mörgum heims-
meistaramótum.
Ásdís Hjálmsdóttir
FRJÁLSAR Hlaupakonan Aníta
Hinriks dóttir hefur tilkynnt
Frjálsíþróttasambandi Íslands
að hún ætli sér ekki að taka þátt
á heimsmeistaramótinu í frjáls-
íþróttum sem fram fer í Moskvu
10.-18. ágúst næstkomandi. Hún
vill frekar einbeita sér að heims-
meistaramóti 17 ára og yngri og
Evrópumeistaramóti 19 ára, en
þessi mót fara bæði fram í júlí.
Frjálsíþróttasamband Íslands
hefur því í staðinn fengið leyfi til
að senda spjótkastarann Ásdísi
Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís
var hársbreidd frá því að ná lág-
markinu fyrir heimsmeistaramótið
í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudag-
inn þegar hún kastaði 59,97 metra
og var því þremur sentímetrum frá
lágmarkinu.
„Við höfum tök á því að senda
tvo keppendur á heimsmeistara-
mótið og fyrst Aníta [Hinriksdótt-
ir] tekur þessa ákvörðun gátum
við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á
mótið,“ segir Jónas Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Frjálsíþróttasam-
bands Íslands.
„Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá
Alþjóða frjálsíþróttasambandinu
til að senda Ásdísi [Hjálmsdótt-
ur] á mótið. Hana vantar ennþá
þrjá sentímetra til að ná lágmark-
inu en þetta tekur mikla pressu af
henni og hún getur því einbeitt sér
betur.“
Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að
vera komin í sitt besta form fyrir
heimsmeistaramótið.
„Ég er að finna mig vel núna og
loksins er ég að ná betri tökum á
tækninni,“ segir Ásdís Hjálms-
dóttir.
Flott ákvörðun
„Mér finnst þetta mjög skynsam-
leg ákvörðun hjá Anítu [Hinriks-
dóttur] og ég veit að hún hefur
tekið þessa ákvörðun í samráði
við þjálfarana sína. Hún er bæði
að fara að taka þátt á HM 17 ára
og yngri sem og Evrópumeistara-
móti 19 ára í júlí og það er í sjálfu
sér rosalega mikið fyrir 17 ára
stelpu. Að ætla sér að fara á heims-
meistaramót einum mánuði síðar
er allt of mikið álag, það er bara
rosalega erfitt að vera í topp formi
allan þennan tíma. Hún er rosa-
lega ung og á eftir að taka þátt á
mörgum heimsmeistaramótum í
framtíðinni. Þetta er bara ofboðs-
lega skynsamleg ákvörðun og það
segi ég ekki vegna þess að ég er
allt í einu komin inn á HM.“
Tók mig í gegn
„Mér hefur gengið upp og niður að
undanförnu en eftir gott samtal við
þjálfarann minn [Terry McHugh],
þar sem hann tók mig gjörsamlega
í gegn, hefur mér liðið betur og ég
finn að þetta er allt að koma. Núna
tekur við hjá mér tveggja vikna
æfingatímabil og gott að standa
sig vel rétt fyrir slík átök til að efla
sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að
vera komin í algjört toppform eftir
þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég
keppa á þremur mótum í júlí.“
Eins og áður segir var Ásdís
þremur sentímetrum frá lágmark-
inu á heimsmeistaramótið í gær.
Hún hefur aftur á mótið fengið
keppnisrétt á mótið.
„Mér var tilkynnt á fimmtu-
daginn, rétt áður en ég átti að
keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hin-
riksdóttir] myndi ekki fara á
heimsmeistaramótið og að ég væri
komin inn. Það var því aldrei nein
pressa á mér. Það hafði samt sem
áður lítil áhrif á mig, þar sem ég
hafði ákveðið að setja enga pressu
á mig á fimmtudaginn. Takmarkið
var bara að laga ákveðna hluti í
tækninni og byggja svo ofan á það.“
Dísilvélin
„Það tekur mig oft þó nokkuð
langan tíma að komast á skrið í
spjótinu. Ég er eins konar dísilvél
og oftast hef ég tryggt mig seint
inn á stórmót. Það er einfaldlega
ekki hægt að vera í toppformi í
marga mánuði og það snýst allt um
að toppa á réttum tíma í þessari
íþrótt. Ef maður er of þreyttur
eða illa upplagður kemur það bara
niður á frammistöðunni. Ég er í
þyngri æfingum núna til að geta
slakað á í nokkrar vikur fyrir HM
svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“
stefanp@frettabladid.is
Dísilvélin fer á
HM í Moskvu
Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal þátttakenda á
heimsmeistaramótinu í frjálsum. Hin 17 ára Aníta
Hinriksdóttir einbeitir sér að öðrum mótum.
TOPPFORMI Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu
í Moskvu sem fram fer í ágúst. NORDICPHOTOS/AFP
Starfsemi ESH 2012 Allar fjárhæðir í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2012 2011
Samtals Samtals
Iðgjöld 287 211
Lífeyrir -329 -297
Fjárfestingartekjur 267 65
Fjárfestingargjöld -15 -9
Rekstrarkostnaður -22 -13
Hækkun/lækkun á hreinni eign á árinu 189 -45
Hrein eign frá fyrra ári 1.785 1.830
Hrein eign til greiðslu lífeyris 1.974 1.785
Efnahagsreikningur
Verðbréf með breytilegum tekjum 471 602
Verðbréf með föstum tekjum 930 794
Veðlán 268 270
Kröfur 133 21
Aðrar fjárfestingar 14 14
Aðrar eignir 194 106
Skuldir -37 -23
Hrein eign til greiðslu lífeyris 1.974 1.785
Kennitölur
Nafn ávöxtun 13,1% 2,3%
Hrein raunávöxtun 8,2% -2,8%
Hrein raunávöxtun – 5ára meðaltal -6% -7,2%
Fjöldi sjóðfélaga 134 136
Fjöldi lífeyrisþega 283 272
Rekstrarkostnaður í % af eignum 1,1% 0,8%
Eignir í íslenskum krónum í % 79,2% 70,3%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 20,8% 29,7%
Eign umfram heildarskuldbindingar í % -80,3% -79,8%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -82,2% -82,3%
Birt með fyrirvara um prentvillur
Hægt er að sjá ársreikning ESH 2012 í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is
Stjórn og framkvæmdastjóri
Í stjórn Eftirlaunasjóðsins eru Fjölnir Sæmundsson, stjórnarformaður,
Haraldur Eggertsson og Þórdís Bjarnadóttir.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson
Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105
Reykjavík Sími 540 0700 lss@lss.is - www.lss.is
Eftirlaunasjóður starfsmanna
Hafnarfjarðarkaupstaðar
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
SPORT