Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 22

Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 22
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Líklega vita fáir fyrir hvað skamm- stöfunin NPA stendur. „Notendastýrð persónuleg aðstoð“ við fatlaða einstak- linga er tilraunaverkefni hér á landi. Leiða má að því líkur að hér sé á ferðinni eitt stærsta framfaramál í lífi fatlaðs fólks um langa hríð. Tökum fatlaða konu eins og Freyju Haraldsdóttur sem dæmi. Áður var hún algerlega háð fjölskyldu sinni með flesta hluti og reyndi sem hún gat til að láta sem minnst fara fyrir sér, til þess að vera ekki fjölskyldu sinni of mikil byrði. Aðstoð við Freyju stýrði dagskrá fjöl- skyldunnar að stórum hluta og því voru allir háðir skipulagi hver annars. Freyja gegnir nú fullu starfi, hefur útskrifast úr háskóla, setið á Alþingi og er ötull mál- svari fyrir fatlað fólk og fyrirmynd fjöl- margra sem eiga við fötlun að stríða. Hún gefur mikið til samfélagsins. Lykillinn að því lífi sem Freyja lifir í dag er NPA. Hún getur sjálf ráðið sér aðstoðarfólk sem gerir henni kleift að taka þátt í venjulegu daglegu lífi, mennta sig, ferðast til útlanda, búa í eigin hús- næði og gera nær allt sem hana lystir. Freyja vinnur fullt starf og vel það. NPA-verkefnið kemur í stað örorkubóta og nýlega gafst þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins tækifæri á að kynna sér þetta mál á fundi með forsvarsmönnum NPA- miðstöðvarinnar. NPA er tilraunaverkefni á vegum sveitarfélaganna sem á eftir að standa í ár. Þann tíma verðum við að nota vel til þess að læra hvernig best er að innleiða þetta kerfi hér á landi, hvaða galla þarf að sníða af því og hvaða umbætur þarf að gera. Á sama tíma verður að gæta að því að vel sé farið með skattfé almenn- ings til velferðarmála sem og annarra mála. Eitt af því góða við NPA er að hún getur nýst breiðum hópi fatlaðra, til dæmis þeim sem eru með þroskahömlun eða geðfötlun. Sem nefndarmaður í vel- ferðarnefnd Alþingis mun ég gefa þessu máli ríkan gaum. Fósturlandsins Freyja SAMFÉLAGS- MÁL Elín Hirst alþingismaður ➜ „Notendastýrð persónuleg aðstoð“ við fatlaða einstaklinga er tilraunaverkefni hér á landi. Leiða má að því líkur að hér sé á ferðinni eitt stærsta framfaramál í lífi fatlaðs fólks um langa hríð. Liggur í láginni Menningarráð Reykjanesbæjar til- kynnti nýlega að nafn, eftir tillögum íbúa, hefði verið valið á hátíðar- svæðið við sjávarströndina þar sem Ljósanótt fer meðal annars fram um aðra helgi. Nafnið er Bakkalág, og segir menningarráðið að í því felist skemmtilegur orðaleikur. Er þar meðal annars vísað í saltfisk- vinnslu á fyrri tíð, en nafnið hljómar líkt og orðið bacalao, sem þýðir einmitt saltfiskur á tungumálum Miðjarðarhafslanda. Þetta er einmitt svo skemmti- legur orðaleikur að fyrir margt löngu breytti nágrannabyggðin Grindavík nafni götu niðri við höfnina í bænum í Bakkalág. Þetta er kannski ekki nógu góð vísa til að vera svo oft kveðin … Þrengingar Vesturbæinga Umræðan um breytingarnar við Hofsvallagötu í Reykjavík hefur farið hátt síðustu daga og vikur. Háværar mótbárur hafa borist þar sem íbúum og öðrum sem eiga þar reglulega leið um finnst á sér brotið. Gatan sé nú til dæmis fullþröng fyrir bílaumferð og bílastæði séu tekin undir blómaker, fánastangir og annan óþarfa. Fregnir berast af fjölmenn- um íbúa- fundum þar sem fulltrúi borgarinnar sér sig knúinn til að biðjast afsökunar á vinnubrögðunum. Samhengi hlutanna Fróðlegt er þó að bera þær áskoranir sem vesturbæjarbúar í Reykjavík hafa þurft að glíma við síðustu vikur og hversu hátt þær hafa farið saman við ástand samgöngumála víða á landsbyggðinni og umræður þar að lútandi. Væri kannski hægt með álíka háreysti að kreista út afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum vegna aðgerðarleysis á sunnanverð- um Vestfjörðum þar sem hluti þjóðvegarins er illa fær, jafnvel að sumri til, og leiðin norður til Ísafjarðar er alfarið lokuð yfir vetrartímann? thorgils@frettabladid.is Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst 5.september nk. Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669. Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og góðri slökun. SUÐRÆN SVEIFLA Þ ingmenn Bjartrar framtíðar birtu fyrr í vikunni opið bréf til hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar hér í blaðinu. Skrifin benda til þess að forsvarsmönnum Bjartrar fram- tíðar hafi verið einhver alvara með því þegar þeir sögðust vilja breyta pólitíkinni; hér er að minnsta kosti ekki hefð- bundin stjórnarandstöðutaktík á ferð. Í stað þess að stilla sér upp með hagsmunahópum sem finnst áform um niðurskurð eða uppstokkun í ríkisrekstrinum ógna sér (eins og stjórnarandstöðuflokkar gera iðulega) hvetur Björt fram- tíð til róttækni í sparnaðarvinnunni: „Við höfnum flötum niður- skurði þar sem stofnunum er gert að hagræða einhvern veginn, án þess að kafað sé dýpra í starfsemi þeirra, eðli og tilgang. Það þarf að skoða mjög vel tillögur ýmissa aðila, innlendra sem erlendra, um það hvernig bæta má nýtingu fjár í íslensku samfélagi. Bent hefur verið á leiðir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Við skulum ætíð spyrja: Ef við ættum að gera hlutina frá grunni, núna, myndum við þá fara eins að? Myndum við reka menntakerfið með sama hætti? Heilbrigðiskerfið? Land- búnaðarkerfið?“ Þetta er talsvert annar tónn en hjá formanni niðurskurðarhóps- ins, Ásmundi Einari Daðasyni, þegar hann var í stjórnarandstöðu og gagnrýndi óhjákvæmilegan niðurskurð síðustu stjórnar: „Ríkis- stjórnin talar gjarnan um að það þurfi kjark til að skera niður í heilbrigðiskerfinu, það þurfi kjark til þess að segja upp 1.100 manns í velferðarmálum og fjölga fólki á öðrum sviðum samfélags- ins. Þetta lýsir best þeirri brengluðu hugsun sem ríkir í kolli þeirra sem stýra þessu landi. Það þarf kjark til að standa með þeim sem minna mega sín. Það þarf kjark til að standa með sjúkum og öldruðum. Það þarf nefnilega kjark til að fækka kokteilboðunum, flugferðunum og utanlandsferðunum og óþarfabruðlinu.“ Þetta er hin dæmigerða lýðskrumsnálgun sem stjórnarandstað- an freistast alltof oft til að tileinka sér. Það er áreiðanlega hægt að skera niður í kokteilboðum og ferðalögum, en það eru smápeningar miðað við þann ávinning sem gæti verið af róttækri endurhugsun á menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og landbúnaðarkerfinu, sem Björt framtíð nefnir. Og í svoleiðis uppstokkun þarf raunverulegan pólitískan kjark, sem ástæða er til að spyrja hvort sé til hjá for- manni niðurskurðarhópsins. Spurningarnar sem Björt framtíð setur fram eru nefnilega vel þess virði að þær séu ræddar. Ef við værum að byggja heilbrigðis- kerfi frá grunni, myndum við reisa dýr sjúkrahús með skurð- stofum víða um land eða leggja áherzlu á góða heilsugæzlu um allt land og greiða flutninga á hátæknisjúkrahús ef þess þyrfti með? Myndum við stilla menntakerfinu þannig upp að það tæki íslenzk ungmenni tveimur árum lengur að búa sig undir háskólanám en tíðkast í nágrannalöndunum? Myndum við greiða einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til að framleiða búvörur sem neytendur þurfa svo að borga fyrir eitthvert hæsta verð í heimi? Ef vinnan í niðurskurðarhópnum verður erfið hlýtur að vera gott að vita að gangi einhverjir í stjórnarliðinu úr skaftinu og þori ekki að styðja róttæka uppstokkun í ríkisútgjöldunum, sé hluti stjórnarandstöðunnar reiðubúinn að taka slaginn. Öðruvísi stjórnarandstöðupólitík Bjartrar framtíðar: Stálinu stappað í stjórnina Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.