Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 29.08.2013, Qupperneq 46
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 TÓNNINN GEFINN Haukur Viðar Alfreðsson Fjórða plata skosku hljómsveitar- innar Franz Ferdinand er komin út á vegum Domino Records. Hún heitir Right Thoughts, Right Words, Right Action og er sú fyrsta frá sveitinni í fjögur ár, eða síðan Tonight: Franz Ferdin- and kom út með smáskífulaginu vinsæla Ulysses. Hljómsveitin stjórnaði upptök- unum alfarið sjálf í fyrsta sinn og fóru þær fram í í hljóðverum söngvarans Alex Kapranos í Skot- landi og gítarleikarans Nicks McCarthy í London. Níu ár eru liðin síðan diskó- rokkararnir slógu í gegn með samnefndri fyrstu plötu sinni og lögunum Take Me Out, This Fire og The Dark of the Matinée. Hún hefur selst í 3,6 milljónum eintaka og tryggði hljómsveitinni hin virtu Mercury-verðlaun árið 2004. Næsta plata á eftir, You Could Have It So Much Better, náði enn meiri vinsældum, komst á topp- inn í Bretland og í áttunda sætið í Bandaríkjunum. Sú þriðja, Tonight, varð ekki jafnvinsæl. Hún hlaut nokkuð góða dóma, þrjár stjörnur víðast hvar, en einhver þreyta virtist vera komin í mannskapinn. Kapranos hefur einnig látið hafa það eftir sér að honum hafi liðið bölvan- lega meðan á upptökunum stóð, án þess að útskýra það eitthvað frek- ar. Líkast til var það vegna þess að slitnað hafði upp úr sambandi hans og Eleanor Friedberger úr hljóm- sveitinni The Fiery Furnaces. Franz Ferdinand virðist hafa nýtt fjögurra ára hvíldina frá Tonight vel. Fyrstu smáskífu lögin, Right Action og Love Illumin ation, eru bæði létt og grípandi þar sem spilagleðin virðist vera í fyrir- rúmi. Dómarnir sem platan er að fá eru einnig mjög jákvæðir og sumir segja hana þá bestu síðan frumburðurinn leit dagsins ljós. Bresku tónlistartímaritin Q og Mojo gefa henni bæði fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Dagblaðið The Guardian gefur henni einnig fjórar stjörnur rétt eins og The Times. Bandaríska vefsíðan Pitchfork er reyndar ekki eins jákvæð og gefur henni aðeins 5,4 af 10 mögulegum. freyr@frettabladid.is Lausir við þreytuna Skotarnir í Franz Ferdinand hafa lokið við sína fj órðu plötu. Níu ár eru liðin síðan diskórokkararnir slógu í gegn með samnefndum frumburði sínum. ALEX KAPRANOS Söngvari Franz Ferdinand á tónleikum í Frakklandi síðastliðið föstudagskvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Franz Ferdinand er Íslendingum að góðu kunn því hún hefur tvívegis spilað hér á landi, fyrst í Kaplakrika árið 2005 og síðan á Nasa tveimur árum síðar. Tvisvar spilað á Íslandi King Krule - Beneath the Moon SúEllen - Fram til fortíðar Ásgeir Óskarsson - Fljúgðu með mér Í spilaranum Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn. Sumir hneyksluðust en aðrir fundu kjánahrollinn hríslast um sig. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr klámvæðingu popptónlistar almennt en þetta atriði fannst mér heldur aumt. Mér dettur að sjálfsögðu í hug hið víðfræga „Nipplegate“-mál frá 2004, þegar Justin Timberlake afhjúpaði annað brjóst söng- konunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl-leiksins. Húsmæður signdu sig og í nokkra sólarhringa hætti fólki að vera skítsama um Janet Jackson. Þetta augljósa og lítið ögrandi auglýsingatrix gerði samt lítið fyrir feril Jackson til lengri tíma litið. Til þess er hún, með fullri virðingu, of ómerkilegur listamaður. Kannski er ég bara svona þrælskemmdur eftir tíunda áratuginn. Áratuginn þegar meginstraumstónlistarmaður- inn Marilyn Manson lék sér með táknmyndir nasista og kallaði sig „The God of Fuck“. Þegar hljómsveitin Metallica söng í beinni útsendingu á MTV-hátíðinni um að drepa börn og hafa mök við geitur. Þegar Madonna hafði sam- farir í tónlistarmyndböndum sínum og rapparar sungu nær eingöngu um að skjóta löggur, neyta eiturlyfja og neyða konur til kynferðisathafna. Þessu hlógu reyndar norsku svartþunga rokkararnir að, enda brenndu þeir kirkjur og drápu hver annan. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki kippt mér upp við sýndarsamfarir Miley Cyrus. Fyrir mér voru þær nákvæmlega jafn ögrandi og slagarinn sem gerði pabba hennar frægan. Bitlaust bossaskak Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 22.8.2013 ➜ 28.8.2013 1 Avicii / Aloe Blacc Wake Me Up 2 Olly Murs Dear Darlin‘ 3 Naughty Boy / Sam Smith La La La 4 Dr. Gunni og Friðrik Dór Glaðasti hundur í heimi 5 Dikta Talking 6 Pink / Lily Allen True Love 7 Áhöfnin á Húna Sumardagur 8 Bruno Mars Treasure 9 Hjaltalín Halo 10 Lana Del Ray Summertime Sadness 1 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 3 Samaris Samaris 4 Sigur Rós Kveikur 5 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 6 Ýmsir Inspired by Harpa 7 Ýmsir Acoustic Iceland 8 Retro Stefson Retro Stefson 9 Hjaltalín Enter 4 10 Ýmsir Tíminn flýgur áfram Save the Children á Íslandi Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár, 2013–2014, sem hefst um miðjan september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd, tónheyrn og vera yngri en 45 ára. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Árni Sigurðarson í síma 8619944, ragnar.sigurdarson@simnet.is. Raddpróf fara fram næstu daga. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Viltu syngja í karlakór?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.