Fréttablaðið - 25.09.2013, Page 18

Fréttablaðið - 25.09.2013, Page 18
 | 2 25. september 2013 | miðvikudagur Fróðleiksmolinn Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Þróun eiginfjárstöðu einstaklinga fyrir og eftir hrun Hagstofa Íslands tekur saman gögn um eiginfjárstöðu einstaklinga eftir aldri, fjölskyldugerð og búsetu. Myndin hér að neðan sýnir þróun eiginfjár- stöðu í milljörðum króna eftir tilteknum aldurshópum frá 25 ára og upp í 49 ára á tímabilinu 2005-2012. Eigið fé alls er skilgreint sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum einstaklinga í þessum aldurshópum. Tölur eru á verðlagi hvers árs. Eiginfjárstaða allra aldurshópa hefur lækkað frá 2005 á breytilegu verðlagi. Frá 2010 hefur eiginfjárstaðan almennt batnað en tveir aldurshópar, 25-29 ára og 30-34, eru með neikvæða eiginfjár- stöðu í lok árs 2012. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 53 85 0 8 /2 01 3 IÐNAÐUR Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Sex innlend tækni- og hugverka- fyrirtæki hafa flutt úr landi eða hætt starfsemi á þeim fimm árum sem liðin eru frá íslenska efnahagshruninu. Að auki hafa sjö fyrirtæki úr greininni verið seld eða flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda, þótt þau í flestum tilvikum reki áfram starfsemi hér á landi. Hluti stjórnenda fimm fyrir tækja til viðbótar býr erlendis þar sem starfsemi þeirra fer að einhverju leyti fram. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Davíð Lúðvíks- son, forstöðumaður stefnu mót- unar og nýsköpunar hjá Samtök- um iðnaðarins. Davíð segir gjaldeyris höftin og fjárfestingar- leið Seðlabank- ans, sem virk- ar þannig að einstak lingar og fyrir tæki geta komið með erlendan gjaldeyri til landsins og fengið afslátt af íslenskum krón- um, vera áhrifavalda í þróun síð- ustu ára. „Fyrirtæki sem eru að auka starfsemi sína á alþjóð legum vettvangi þurfa til þess aukið fjármagn og hlutafé. Í rauninni má segja að hlutabréf þessara fyrirtækja séu á útsölu því krónan er svo lágt skrifuð og þar að auki fá menn krónurnar á enn lægra verði í gegnum fjárfestingarleið- ina. Því er oft forsenda fyrir því að nýir aðilar komi að fyrirtækj- unum, að höfuðstöðvar þeirra séu færðar út úr íslenskri lögsögu, vegna viðskiptaumhverfisins hér á landi. Mönnum er því stillt upp við vegg,“ segir Davíð. Hann segir þó að flest þeirra fyrirtækja sem flutt hafa höfuð- stöðvar sínar til útlanda kjósi að halda þróunarstarfi áfram hér á landi. Ástæðan sé sú að þróunar- umhverfið hér sé að mörgu leyti gott. „Það helgast af því að það er ákveðinn grunnur í starfsfólkinu og okkur hefur tekist að lagfæra ýmislegt í starfsskilyrðum fyrir- tækjanna. Tækniþróunarsjóður- inn var efldur eftir hrun, þótt nú séu blikur á lofti með hann í ljósi niðurskurðar í fjárlögum, og það tókst að koma á endurgreiðslum rannsókna- og þróunarkostnaðar í tengslum við skattkerfið, sem hefur skipt sköpum.“ Davíð undirstrikar einnig að greinin hafi misst lykilfólk úr sam- tökum og stjórnum tækni- og hug- verkafyrirtækja. Til marks um það segist hann auðveldlega geta nefnt tíu einstaklinga sem séu nú farn- ir af landi brott en hafi áður lagt verulegan skerf til þróunar grein- arinnar hér á landi. „Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk starf- að hjá þessum fyrirtækjum sem um ræðir og aðstæður þeirra því breyst. Einnig er spurning hvort hér ríki ákveðið þreytuástand þar sem fólk er búið að berjast í bökkum frá hruni. Fáar greinar hafa komið betur út úr hruninu en það hefur farið mikil vinna og orka í að ná þeim árangri.“ Hafa áhyggjur af fyrirtækjaflótta Sex tækni- og hugverkafyrirtæki hafa síðustu ár flutt úr landi eða hætt starfsemi. Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af stöðunni. DAVÍÐ LÚÐVÍKSSON 250 200 150 100 50 0 -50 M ill ja rð ar k ró na http://data.is/1bD6IDG ■ 25-29 ára ■ 30-34 ára ■ 35-39 ára ■ 40-44 ára ■ 45-49 ára 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Heimild: Hagstofa Íslands Myndin hér að neðan sýnir þróun eiginfjárstöðu í milljörðum króna hjá eldri hópum eða 50 ára og eldri. Eðli máls samkvæmt er eiginfjárstaða eldri kynslóða meiri en yngri kynslóða. Eins og sést á þessari mynd er eiginfjárstaðan best hjá 67 ára eldri en sá hópur er hvað stærstur skv. aldurshópaskiptingu hjá Hagstofunni. Eiginfjárstaða eldri aldurshópa breyttist hlutfallslega minna í kjölfar hrunsins. Líkleg skýring á því er að skuldir skuldsettari yngri kynslóða hækkuðu (t.d. verðtryggð íbúðalán) í verðbólguskotinu eftir hrun á sama tíma átti eignalækkun sér stað hjá öllum aldurshópum. 1.000 800 600 400 200 0 M ill ja rð ar k ró na http://data.is/1bD6Enm 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 ■ 50-54 ára ■ 55-59 ára ■ 60-66 ára ■ 67+ ára Heimild: Hagstofa Íslands FRUMKVÖÐLAR Fulltrúar fjölmargra tækni- og hugverkafyrirtækja voru saman- komnir á Startup Reykjavík 2013. Landsbankinn ætlar í nóvember að breyta útibúi bankans í Vesturbæ Reykjavíkur þannig að það mun ekki sýsla með reiðufé og þar verða engar gjaldkerastúkur. „Í útibúinu verður einnig ný gerð hraðbanka sem taka við reiðufé. Með þeim verður meðal annars hægt að greiða reikninga,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans. Starfsfólk útibúsins mun að sögn Kristjáns ekki sitja við eitt tiltekið borð heldur þar sem hentar hverju sinni og eyða meiri tíma úti á gólfi bankans. „Vegna þess tíma- og vinnusparnaðar sem felst í því að sjálfvirknivæða ýmsa ein faldari þjónustu á starfsfólk bankans að geta sinnt betur þeim viðskipta- vinum sem þurfa ítarlegri fjármála- ráðgjöf.“ Að sögn Kristjáns hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði í svipaðar breytingar í öðrum útibúum Landsbankans. - hg Landsbankinn segist ætla að auka sjálfvirkni með breytingum á útibúi: Peningalaust útibú í Vesturbæ BREYTA ÚTIBÚINU Sérfræðingar frá Nordea hafa gefið starfsmönnum Landsbankans ráðleggingar varðandi breytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Miðvikudagur 25. september ➜ Vinnumarkaðsrannsókn í ágúst Fimmtudagur 26. september ➜ Vísitala neysluverðs í september Föstudagur 27. september ➜ Nýskráningar og gjaldþrot hluta- félaga og einkahlutafélaga í ágúst 2013 ➜ Vísitala framleiðsluverðs í ágúst Mánudagur 30. september ➜ Vöruskipti við útlönd janúar-ágúst 2013 Miðvikudagur 2. október ➜ Fasteignamarkaðurinn í mán- uðum eftir landshlutum ➜ Vaxtaákvörðunardagur Seðla- banka Íslands Föstudagur 4.október ➜ Vöruskipti við útlönd í september 2013 ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í ágúst 2013 ➜ Útboð ríkisbréfa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.