Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 22

Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 22
FÓLK|FERÐIR Flestallir ferðamenn eru með snjall-síma, spjaldtölvu eða fartölvu með sér í útlöndum. Þess vegna finnst fólki ósanngjarnt að þurfa að greiða sérstaklega fyrir netnotkun. Í grein sem birtist í fríblaðinu Business life sem dreift er í flugvélum British Airways rifjar blaðamaður upp breyt- ingar á þjónustu hótela. „Hver man ekki eftir því að hafa þurft að greiða offjár fyrir að nota síma á hótelherbergjum? Sum hótel rukkuðu meira að segja fyrir afnot af sjónvarpi. Í dag er sjónvarp jafn sjálfsagt og koddinn í rúminu og eftir að farsímanotkun hóf innreið sína snertir enginn lengur hótelsíma. Hversu langt er þá í það að hótelin veiti fólki þá sjálfsögðu þjónustu að bjóða ókeypis aðgang að netinu,“ spyr Amanda Morr- ison en hún hefur skrifað ferðagreinar um hundruð hótela í fimmtán ár. Fólk vill frekar frítt net en morgun- mat. Í nýlegri könnun segjast 38% svarenda vilja frítt internet en 25% vilja morgunmat. „Flestir vilja því frekar vera nettengdir en fá sér kaffi og croissant þegar þeir eru á hótelum. Af hverju þykir hóteleigendum þá að instant-kaffi eigi fremur að vera á hótelherbergjum en þráðlaust net?“ Ætlunin er líklega að græða á hótel- gestum. Breskt símafyrirtæki gefur upp að það kosti um það bil 483 krónur að hafa þráðlaust net á hverju hótelher- bergi í eina viku. Hótelið InterContinen- tal Park Lane í London rukkar 2.900 krónur fyrir sólarhringinn. Premier Inn býður gestum hálftíma frían en rukkar 580 krónur á dag. Mörg hótel bjóða ókeypis aðgang að interneti í anddyri hótelsins en það finnst gestum ekki nægilegt. Fjölmargir skoða eingöngu hótel með fríu neti þegar þeir leita á bókunarvefjum. ■ elin@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 NETIÐ HÉR Á Íslandi er frítt net í anddyri stærstu hótela en greiða þarf fyrir það á herbergjum. ÓKEYPIS NET FREKAR EN MORGUNMAT NÚTÍMINN Í nýlegri könnun sem hotel.com lét gera kemur fram að ferða- menn vilja fremur frítt internet en morgunmat. Mörgum finnst undarlegt að hótel rukki enn sérstaklega fyrir þessa þjónustu. TENGDUR Gestir á hótelum vilja hafa frítt net hvar sem þeir eru í heiminum. KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA í FYRIRFÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta eða uppsetta. HREINT OG KLÁRT Baðherbergi AFSLÁTTUR 25% AF ÖLLUM INNRÉTTING UM Í SEPTEMBER Vandaðar hillur Búrskúffur Innbyggðar hillur friform.is OG HAUSTA FER TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER Losaðu þið undan fíkninni Dennicketorp - Meðferðarúrræði í Svíþjóð Heimasíðan er dennicketorp.se og allar fyrirspurnir má senda á runni@dennicketorp.se Runólfur Jónsson hefur rekið meðferðarheimili í Svíþjóð í átján ár með góðum árangri. Hann býður Íslendinga velkomna til Dennicketorp til lengri eða skemmri dvalar. Alhliða áfengis- og fíkniefnameðferð sem stendur yfir í allt að sex mánuði og er rekin samkvæmt íslensku módeli. Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 31. ágúst 0. 27. september Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.