Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 30
Stöð 2 hefur hafi ð sýningar á fjórðu þáttaröð
Boardwalk Empire. Þættirnir margverðlaun-
uðu fjalla um stórlaxinn Nucky Thompson
sem réð lögum og lofum í Atlantic City í New
Jersey á bannárunum snemma á síðustu öld.
Þættirnir eru byggðir á bókinni Boardwalk
Empire: The Birth, High Times, and Corrup-
tion of Atlantic City þar sem greint er frá
sögu glæpamannsins Enoch L. Johnson.
Þættirnir hafa hlotið mikið lof og hafa til að
mynda hlotið tólf Emmy-verðlaun og Golden
Globe-verðlaunin sem besti dramaþátturinn.
Steve Buscemi fer með titilhlutverkið í
þáttunum en hann þykir með betri karakter-
leikurum. Helst er hann þekktur fyrir hlutverk
sín í myndum Cohen bræðra, til dæmis Mill-
er‘s Crossing, Barton Fink, The Hud sucker
Proxy, Fargo og The Big Lebowski.
STÓRKARLINN
NUCKY
ÓMIS
SPENNUÞÆT
James Spader er mættur til leiks í
spennuþættinum The Blacklist sem
hefur göngu sína á Stöð 2 á
fimmtudagskvöld. Þættirnir hófu göngu
sína í bandarísku sjónvarpi á mánudag
og hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Spader leikur Raymond „Red“ Redd-
ington, fyrrverandi leyniþjónustumann
sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum og
er nú eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir
að selja hryðjuverkamönnum leynileg gögn. Hann
gefur sig fram í höfuðstöðvum FBI og býðst til þess að
aðstoða alríkislögregluna við að handsama aðra eftir-
lýsta hryðjuverkamenn. Einu skilyrðin sem hann setur
er að hann fái lífvörð, herbergi á fínu hóteli og að vinna
með ungum nýliða innan FBI, Elizabeth Keen. Tengsl
hans við Keen eru öllum ókunn, jafnvel henni sjálfri,
en þau munu skýrast þegar líður á þáttaröðina. Þátt-
unum hefur gjarnan verið líkt við stórmyndina Silence
of the Lambs.
Þættirnir hófu göngu sína á NBC-sjónvarpsstöðinni
á mánudagskvöld og fengu mjög góðar viðtökur. The
Hollywood Reporter fer lofsamlegum orðum um fyrsta
þáttinn og segir m.a. að Spader sé óviðjafnanlegur í
aðalhlutverkinu og að handritshöfundunum takist að
gera þáttinn einstaklega spennandi. Variety segir að
The Blacklist sé einn af bestu nýju þáttunum í vetur
og TV Guide segir að þátturinn sé fullkomin blanda af
hasar og vel skrifaðri ráðgátu.
BOARDWALK EMPIRE
Kl. 22.10 sunnudag
THE BLACKLIST
Kl. 21.10 fi mmtudag
SPAUGSTOFAN
Kl. 19.35 laugardag
6 MIÐVIKUDAGUR 25. september 2013
Spéfuglarnir í Spaugstofunni birtast á skjánum
á ný á laugardagskvöldið með fullt af nýju og
skemmtilegu efni í farteskinu, enda af nógu að
taka. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað til á
hverju hausti og fi nna nýja fl eti til að gera grín að
samfélaginu. Sumarið sem aldrei kom verður í
hávegum haft í fyrsta þættinum og skyggnst inn
í sumarþingið en ég segi ekki meira,“ sagði Örn
Árnason þegar við slógum á þráðinn til hans.
Spaugstofumenn hafa fengið nýjan meðlim í
hópinn. „Við höfum fengið Ladda til að vera með
okkur í fyrstu fi mm þáttunum en hann er nátt-
úrulega alveg frábær hæfi leikamaður. Með nýrri
ríkisstjórn eru mörg ný andlit og þess vegna
ágætt fyrir okkur gömlu hundana að fá einn hund
í viðbót í liðið,“ segir Örn og segir að áhorfendur
verði ekki sviknir því undirbúningur hafi verið á
fullu og mikið um að vera. „Við verðum beittir
og stingum á skemmtilegum kýlum. Fólk fær að
sjá hina hlið samfélagsspegilsins,“ segir Örn enn
fremur en þess má geta að þetta er 29. árið sem
Spaugstofan grínar. „Á næsta ári verður þrítug-
asta árið og ætli við segjum þetta ekki gott þá.
Þrjátíu er falleg tala og við getum farið að horfa í
aðrar áttir án þess að ég vilji hljóma eins og Besti
fl okkurinn sem svíkur öll loforð.“
LADDI GENGUR TIL LIÐS
VIÐ SPAUGSTOFUNA
Laddi á eftir að
spauga eins og
honum einum
er lagið.