Fréttablaðið - 25.09.2013, Side 38
| 6 25. september 2013 | miðvikudagur
GEYMSLURÝMI Á NETINU
SVIPMYND
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda-
stjóri nýsköpunarfyrirtækisins
Spyr, er þessa dagana að flytja
fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið
á Eiðistorgi. Fyrirtækið, sem er
að hennar sögn mitt á milli þess
að vera fjölmiðill og samfélags-
miðill, hefur í um ár boðið not-
endum spyr.is upp á að senda inn
spurningar sem starfsfólk vefsins
leitar svara við og deilir með les-
endum síðunnar.
„Ég var áður framkvæmdastjóri
hjá Creditinfo og þegar ég kvaddi
fyrirtækið vorið 2011 vissi ég að
það væru spennandi og skemmti-
legir tímar fram undan og sú varð
raunin,“ segir Rakel og bætir því
við að hún hafi alla tíð unnið við
skemmtileg störf. „Vinnan á að
vera skemmtileg og ég hef verið
einstaklega lánsöm í þeim efnum.“
Rakel lærði framleiðslu- og
rekstrarstjórnun fyrir sjónvarp í
Los Angeles á árunum 1991-1992.
Hennar fyrsta alvöru starf var
sem sölustjóri á Morgunblaðinu.
„Þar var ég til þrítugs þegar ég
réð mig sem auglýsingastjóra
Norðurljósa og þar á eftir rak ég
talsetningarfyrirtækið Hljóðsetn-
ingu,“ segir Rakel.
Sumarið 2005 tók hún við starfi
framkvæmdastjóra Fjölmiðlavakt-
arinnar, sem síðar var sameinuð
Lánstrausti, undir nafni Creditinfo.
„Þá tók við mjög spennandi tími
og það var mikil áskorun að leiða
sameininguna því þessi vanskila-
og fjárhagshluti sem fylgdi Láns-
trausti var algjörlega nýr fyrir
mér.“
Rakel er fædd í Stykkishólmi en
eiginmaður hennar, Gylfi Freyr
Konráðsson, girðingaverktaki og
starfsmaður Stólpagáma, er frá
Hellissandi. Þau eiga tvö börn,
Jóhönnu sem er tíu ára og Má sem
er sex ára. Að auki eru hundur og
köttur á heimilinu.
„Við hjónin vinnum mikið en
leggjum áherslu á að helgarnar
séu tileinkaðar fjölskyldunni.
Annars erum við dugleg að
ferðast, fara í útilegur, berja-
ferðir og ferðalög til útlanda. Ég
er þó ekki jafn mikið fyrir hesta-
mennsku og útivist og hinir þrír
með limir fjöl skyldunnar. En ég er
mikill bókaormur og get á meðan
lesið þeim mun fleiri bækur,“
segir Rakel.
Spurð hvort hún eigi f leiri
áhugamál en bóklestur segir Rakel
að hún sé einnig frétta- og þjóð-
félagsumræðufíkill. „Þess vegna
á núverandi starf þeim mun betur
við mig,“ segir Rakel.
Vinnan á að vera skemmtileg
Rakel Sveinsdóttir hefur undanfarið ár rekið nýsköpunarfyrirtækið Spyr. Hún segir starfið eiga vel við sig þar
sem hún sé frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill. Rakel segist vera mikill bókaormur sem að komi sér vel á ferða-
lögum þegar aðrir úr fjölskyldunni vilji stunda útivist.
Ég kynntist Rakel fyrst þegar hún starfaði
fyrir Morgunblaðið. Það er óhætt að segja
að hún sé ótrúlega kraftmikil, útsjónarsöm
og lifandi manneskja. Hvar sem ég hef séð
til hennar í starfi, hvort sem er hjá Morgun-
blaðinu, Creditinfo eða í sprotafyrirtækinu
Spyr, er hún sérlega drífandi og sér tækifæri
sem jafnvel blasa ekki við hverjum sem er.
KRAFTMIKIL OG ÓSÉRHLÍFIN
EGILL ÖRN
JÓHANNSSON,
framkvæmdastjóri
Forlagsins.
Við Rakel kynntumst hjá Norðurljósum og
höfum verið vinkonur síðan. Hún sýnir öllum
í kringum sig áhuga, kann að samgleðjast
og er vinur vina sinna. Rakel hefur mikið
keppnisskap, er ósérhlífin til vinnu, mjög
einbeitt og tekst það sem hún ætlar sér.
Hún er bóngóð og hikar ekki við að taka að
sér krefjandi verkefni. Rakel hefur mikinn
sannfæringarkraft og tókst meðal annars
að fá mig með sér til Marbella á Spáni með
þriggja tíma fyrirvara. Sú ferð gleymist seint
enda er gaman að vera prakkari með Rakel.
JENSÍNA K.
BÖÐVARS-
DÓTTIR,
framkvæmdastjóri
hjá Landsbank-
anum.
Rakel er frábær samstarfsmaður í hverju
sem hún tekur sér fyrir hendur, því hún
gengur af röggsemi í öll verk með jákvæðni
og húmorinn að leiðarljósi. Ég kynntist Rakel
í gegnum starf FKA þegar við tókum saman
sæti í fræðslunefnd félagsins fyrir nokkrum
árum. Þrátt fyrir að hún vilji helst einblína
á það sem er skemmtilegt hikar Rakel ekki
við að tækla það sem er erfitt og fylgir því
vel eftir.
HELGA MARGRÉT
REYKDAL,
framkvæmdastjóri
True North.
RAKEL SVEINSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Spyr leggur mikla áherslu á skemmtilegt
starfsumhverfi.
TÆKNI
Þorgils Jónsson | thorgils@frettabladid.is
Síðustu misseri hefur tölvuheimurinn að
miklu leyti snúist um „skýið“, það er að í
stað þess að geyma gögn og vinna með þau á
netþjónum eða hörðum diskum innan veggja
fyrirtækja og heimila eru þau staðsett á mið-
lægum netþjónum.
Best þekkta þjónustan í þessum geira er
sennilega Dropbox en risarnir Microsoft,
Google og Apple eru einnig meðal þeirra
sem bjóða upp á slíkar lausnir.
Ísland á sinn fulltrúa í skýjaheimum, sem
er sprotafyrirtækið Greenqloud. Tryggvi
Lárusson, þróunarstjóri fyrirtækisins, segir
að það hafi hingað til einbeitt sér að lausnum
fyrir fyrirtæki en nú sé unnið að lausn í lík-
ingu við þær sem um er getið hér að ofan.
Tryggvi að áherslan í þessum efnum sé
að gera þessar lausnir auðveldari og örugg-
ari fyrir notendur.
Hann segir aðspurður að óhætt sé að
treysta því að geyma gögn á vefnum.
„Yfirleitt eru mjög sterkar öryggis-
varnir byggðar í þessar lausnir og flestar
verja þær sig gagnvart gagnatapi með því
að geyma gögnin á fleiri stöðum en einum
samtímis. Það er margfalt öruggara en að
vera með allt á einum hörðum diski sem
tengdur er við tölvuna. Svo er hraðinn að
aukast og verðið á þjónustunni lækkar á
hverju ári, þannig að í dag eru þær jafn-
vel orðnar ódýrari en að kaupa sér harðan
disk.“
Varðandi framhaldið segist Tryggvi viss
um að í fyllingu tímans muni skýið taka við
af hörðum diskum. „Það er bara spurning
um tíma.“
Framtíð gagnanna er falin í skýinu
Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu
má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari
að ferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum.
r
- vinna með þér
öruRekstrarv
www.copy.com
➜ 15 GB*
➜ 99$ á ári
(250 GB)
www.bitcasa.com
➜ 10 GB
➜ 99$ á ári
(ótakmarkað pláss)
www.sugarsync.com
➜ 5 GB
➜ 99$ á ári
www.dropbox.com
➜ 2 GB*
➜ 99€ á ári
www.icloud.com
➜ 5 GB
➜ 200$ á ári
drive.google.com
➜ 15 GB*
➜ 60$ á ári
www.box.com
➜ 10 GB
➜ 48€ á ári
(*) HÆGT AÐ AUKA VIÐ RÝMI MEÐ ÝMSUM LEIÐUM
(+) ÓKEYPIS Í EITT ÁR EFTIR SKRÁNINGU
FRÍTT GEYMSLURÝMI 100 GB Í ÁSKRIFT
www.surdoc.com
➜ 100 GB*+
➜ 30$ á ári
skydrive.live.com
➜ 7 GB
➜ 50$ á ári