Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 25.09.2013, Qupperneq 40
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA. Hin GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR hliðin www.saft.is KOMDU UPPLÝSINGUM UM ÞAÐ SEM ÞÚ TELUR ÓLÖGLEGT EFNI Á NETINU TIL RÉTTRA YFIRVALDA Spriklandi fersk eftir líkamlega, andlega og félagslega endurhæfingu í faðmi 95 vinkvenna í Barcelona um síðustu helgi varð mér hugsað til þess hversu vanmetinn máttur nærvera er. Hvernig sköpum við tóm til að leysa úr læðingi þá samlegð sem verður til þegar fólk kemur saman – til að hlusta, læra, skapa og styðja hvert annað? Hvernig hlöðum við batteríin þegar meðal- vinnuvika íslenskra stjórnenda er 55 klukkustundir samkvæmt stjórnenda- könnun VR? Næring, hreyfing og hvíld eru álitnir klassískir orkugjafar, en sam- kvæmt nýlegum rannsóknum taugasál- fræðinga er tenging (e. connection) ein áhrifamesta leiðin til að endurnýja orkubirgðir okkar og auka lífsgæði og er heilanum okkar lífsnauðsynleg. Orka hugans kjarni lífsins Aristóteles sagði að orka hugans væri kjarni lífsins – í lífsspeki Hávamála kemur fram að í félagsskap annarra liggi hamingjan og tilgangurinn. Samkvæmt rannsóknum FranklinCovey er tenging ein af fimm mikilvægustu leiðunum til að brenna ekki út og eykur til muna framleiðni vinnustaða. Einn áhrifamesti starfsánægjuþátturinn skv. Gallup er hvort við eigum „góðan vin í vinnunni“. Leiðir til að auka ánægju Tækifæri til umbóta liggja fyrst og fremst í að breyta viðhorfum okkar og skipulagi og uppskera sem aldrei fyrr með aga, forgangsröðun og gleði. Hér koma nokkrar einfaldar leiðir til að auka framleiðni og ánægju sem munu ekki beygla budduna. • Taktu frá a.m.k. tvær klukkustundir vikulega til að tengjast öðrum án allra hagsmuna. Exedra, Leiðtoga- Auður, Rótarý, Ljósið, Stjórnvísi, foreldrahópar og badmintonkvöld eru allt dæmi um vettvang sem hafa þjónað mér vel í gegnum árin. • Breyttu viðhorfi þínu. Samvera er ekki lúxus sem maður afneitar. Sam- vera er lífsnauðsynlegur orkugjafi sem mun endurspeglast í þjóðar- framleiðslu og lífsgæðum. Settu samverustundir í forgang – t.d. geta sunnudagskvöldverðir í faðmi stórfjölskyldunnar verið uppspretta framúrskarandi næringar inn í vinnuvikuna. • LinkedIn og Facebook eru mikilvæg samskiptatorg. En ekkert kemur í stað alvöru samveru – þar sem við finnum að einhver er virkilega til staðar, veitir okkur óskipta athygli, skorar á okkur og skilur. Kipptu vini með þér í hundalabbitúrinn eftir vinnu eða taktu vinnufundinn gangandi úti – það jafnast ekkert á við að labba og rabba. • Búðu til sjóð opinna spurninga til að koma samtalinu af stað. „Hvað færir þér mesta gleði?“ „Af hverju í síðustu viku ert þú stoltust(astur)?“ „Hvar sérðu sjálfa(n) þig eftir fimm ár?“ „Hvernig samfélag er Ísland í fullkomnum heimi?“ Geðorðin tíu minna okkur á að „reyna að skilja og hvetja aðra í kringum þig“. • Lærðu aftur að hlusta. Notaðu þögnina, ekki þykjast hlusta á meðan þú ert að búa til þitt eigið svar í huganum. Vertu bara til staðar. Samkvæmt kínverskri speki er æðsta gjöfin sem þú gefur nokkrum manni skilningsrík hlustun. Bítlarnir skoruðu á okkur að koma saman. „Come together right now“ – og höldum áfram að hlúa að velferð þjóðar. Er ekki kominn tími til að tengjast?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.