Fréttablaðið - 25.09.2013, Page 44
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20
BÆKUR ★★★
Ballið
IRÈNE NÉMIROVSKY
ÞÝÐING: FRIÐRIK RAFNSSON
JPV-ÚTGÁFA
Snobb, sókn eftir félagslegri viður-
kenningu þeirra sem „fínni“ eru,
erfiðleikar móður við að sætta sig
við að eiga unglingsdóttur sem
gæti stolið athyglinni, yfirborðs-
mennska, tengslaleysi kynslóð-
anna og eftirsókn eftir vindi eru
meginstefin í nóvellu Irène Ném-
irovsky, Ballinu, sem komin er út
í íslenskri þýðingu Friðriks Rafns-
sonar. Sagan kom fyrst út 1930 og
er að ýmsu leyti barn síns tíma –
auðvitað – en stendur þó enn vel
fyrir sínu og gæti auðveldlega átt
við okkar daga.
Némirovsky var nánast óþekkt
hérlendis áður en saga hennar
Frönsk svíta kom út hér fyrir
tveimur árum, en sú bók og ekki
síður ævi höfundarins vöktu mikla
athygli og komu henni rækilega á
kort íslenskra lesenda. Ballið er
eldri saga en Frönsk svíta, knapp-
ari og hæðnari en skrifuð af sama
listfengi og persónurnar jafn
sterkar.
Í stuttu máli greinir sagan frá
hinum nýríku Kampfhjónum sem
endilega vilja halda ball fyrir
fína fólkið til að sýna ríkidæmi
sitt. Tæplega fimmtán ára dóttur
þeirra, Antoinette, langar á ballið
en móðir hennar harðbannar það
með þeim afleiðingum að stúlkan
hefnir sín grimmilega. Afleiðing-
arnar eru fyrirsjáanlegar en Ném-
irovsky er svo flinkur stílisti með
svo næma tilfinningu fyrir núöns-
unum í mannlegum samskiptum
að lesandanum er slétt sama þótt
augljóst sé hvert stefnir. Samúð
höfundarins er öll með ungu stúlk-
unni, foreldrarnir eru hálf gerðir
karikatúrar af nýríku snobb-
uðu fólki og aðrar persónur eru
í algjöru aukahlutverki. Átökin
milli mæðgnanna fara að mestu
leyti fram í huga stúlkunnar, móð-
irin er of sjálfsupptekin og grunn
til að gera sér grein fyrir afleið-
ingum gerða sinna fyrr en það er
um seinan. Stúlkan stendur uppi
sem sigurvegari, unga kynslóðin
á enn þá séns á því að taka aðra og
betri stefnu en foreldrarnir.
Þetta efni hefur auðvitað verið
ansi oft notað síðan Ballið kom út
og allar aðstæður og framvindu
þekkir lesandi, sem lesið hefur
slíkar sögur og séð slíkar bíó-
myndir mörgum sinnum, út og
inn. Samt sem áður leiðist honum
ekki augnablik við lesturinn. Það
er alltaf unun að lesa vel skrifaðan
texta og þýðing Friðriks Rafns-
sonar kemur honum til skila með
glæsibrag. Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og
skemmti leg ádeila sem staðist hefur
tímans tönn.
Elsku mamma mín…
UPPFYLLING
Við byrjum að sýna í Pleasance
Islington í kvöld og sýnum fimm
sinnum, sem er mjög spennandi,“
segir Agnes Wild, sem leik stýrir
sýningunni Play for September
sem hlaut NSDF-verðlaunin sem
besta nemendaleiksýningin á
Edinborgarhátíðinni í sumar, en
hluti verðlaunanna fólst einmitt í
því að fá aðstöðu til sýninga í leik-
húsinu í London.
Agnes útskrifaðist úr leikara-
námi frá East 15 Acting School í
London í júní. Hvernig kom það til
að hún gerðist leikstjóri sýning-
arinnar? „Ég var búin að vera að
leikstýra dálítið á Íslandi, mest-
megnis börnum og unglingum, en
þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem
heitir Acting and Contemporary
Theatre og lokaverkefnið okkar á
þeirri braut var að skrifa leikrit og
setja það upp sem leikhópur. Vin-
kona mín skrifaði þetta leikrit og
ég sá strax að ég gæti ekki leikið
í því þar sem persónurnar eiga að
vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo
unglega út. En mig langaði óskap-
lega að taka þátt í sýningunni, bað
um að fá að leikstýra henni og það
var samþykkt.“
Agnes er 24 ára gömul og
lætur sér ekki nægja að leika
og leikstýra því á næstu vikum
kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt
skrímsli, út hjá bókaútgáfunni
Draumsýn. Þetta er barnabók
með teikningum eftir skólasystur
Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig
stóð á því að hún fór að skrifa
bók í miðju leiklistarnáminu?
„Þetta eru vísur um alls kyns
skrímsli sem verða á vegi okkar,
eins og táfýluskrímsli, tölvu-
skrímsli og svo framvegis. Ég
byrjaði að fikta við að setja þetta
saman í lestinni á leiðinni í skól-
ann bara af einmanaleika. Þetta
er hress og skemmtileg bók sem
á að kenna krökkunum eitthvað
um það hvernig best er að haga
sér en þó fyrst og fremst að njóta
íslenskunnar. Skemmta sér við að
ríma og njóta þess sem ljóðformið
býður upp á.“
Þig langar ekki að skrifa leikrit
upp úr bókinni? „Jú, kannski, en
draumurinn er að úr þessu verði
teiknimyndir fyrir sjónvarp. Von-
andi rætist sá draumur einhvern
tíma.“
fridrikab@frettabladid.is
Súrsæt skrímsli í lestinni
Agnes Wild er leikstjóri verksins Play for September sem hlaut verðlaun sem besta nemendaleiksýningin á
Edinborgarhátíðinni í sumar. Hún er útskrifuð leikkona en lætur sér ekki leiklistina nægja og sendir frá sér
sína fyrstu bók á næstu vikum. Bókin heitir Súrsæt skrímsli og er barnabók fyrir krakka á öllum aldri.
SÚRSÆT SKRÍMSLI „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi
okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis,“ segir Agnes um efni
bókarinnar.
MENNING
– Lifið heil
15%
Nicorette
afsláttur af
Nicorette innsogslyfi og
Nicorette QuickMist munnholsúða
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
54
16
0
8/
13
Gildir út september
Lægra
verð
í Lyfju
Atgervi íslenskra ungmenna –
er allt á niðurleið?
Vísindakaffi
Gaddakylfan 2013 verður afhent
við skuggalega athöfn á Skugga-
barnum á Hótel Borg í dag
klukkan 17.
Gaddakylfan er smásagnasam-
keppni á vegum Hins íslenska
glæpafélags, Vikunnar og
Koggu.
Á Skuggabarnum mun Mar-
grét Frímannsdóttir, fangelsis-
stjóri á Litla-Hrauni og for-
maður dómnefndar, afhenda
sigurvegaranum verðlaunagrip,
sjálfa Gaddakylfuna.
Þá verða einnig veittar viður-
kenningar fyrir sögurnar sem
lentu í 2. og 3. sæti, en allar
verðlaunasögurnar þrjár munu
birtast á síðum Vik-
unnar.
Alls bárust 44
sögur í keppnina
að þessu sinni.
Þriggja manna
dómnefnd sem
valdi þær
bestu var
auk Mar-
grétar skip-
uð Helgu
Dís Björg-
úlfsdóttur
blaðamanni
og rithöfund-
inum Stefáni
Mána.
Gaddakylfan
afh ent í dag