Fréttablaðið - 25.09.2013, Page 50
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
LENGJUBIKARINN
8 LIÐA ÚRSLIT
STJARNAN - SNÆFELL 85-97 (45-42)
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 22, Justin Shouse
16/12 stoðs., Sigurður Dagur Sturluson 10,
Fannar Freyr Helgason 10/11 fráköst, Kjartan Atli
Kjartansson 10, Sæmundur Valdimarsson 2.
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 18/7 stoðs.,
Finnur Atli Magnússon 17, Zachary Jamarco
Warren 15/8 frák./7 stoð./6 stolnir, Kristján Pétur
Andrésson 11, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10,
Sveinn Davíðsson 3, Stefán Karel Torfason 2.
KEFLAVÍK - ÞÓR ÞORL. 98-77 (52-39)
Keflavík: Darrel Keith Lewis 23, Michael Craion
21/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17/8 stoðs., Andri
Daníelsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Magnús
Þór Gunnarsson 5, Guðmundur Jónsson 5, Gunnar
Ólafsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3, Hafliði Már
Brynjarsson 3.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 32/10 fráköst, Nemanja
Sovic 17, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst
Nathanaelsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 5,
Tómas Tómasson 4, Davíð Arnar Ágústsson 3.
NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 83-84 (46-42)
Njarðvík: Logi Gunnarsson 26/5 fráköst, Nigel
Moore 15/14 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri
Hrafnkelsson 14, Elvar Már Friðriksson 11/5
fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson
7/4 fráköst, Ágúst Orrason 6/5 fráköst, Egill
Jónasson 2/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 2.
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 19/8 fráköst,
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/12 fráköst,
Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson
11, Ómar Örn Sævarsson 9/7 fráköst, Daníel
Guðni Guðmundsson 7, Jón Axel Guðmundsson 5,
Hilmir Kristjánsson 4.
KR - KFÍ 84-80 (45-43)
KR: Brynjar Þór Björnsson 19/6 stoðs., Darri
Hilmarsson 16, Ólafur Már Ægisson 15, Helgi
Már Magnússon 15, Pavel Ermolinskij 9/10
frák./5 stoðs., Magni Hafsteinsson 5, Jón Orri
Kristjánsson 3, Kormákur Arthursson 2.
KFÍ: Jason Smith 23/5 stoðs., Mirko Stefán
Virijevic 21/11 fráköst, Hraunar Karl
Guðmundsson 12, Jón Hrafn Baldvinsson
12, Ágúst Angantýsson 7, Pavle Veljkovic 4,
Guðmundur Jóhann Guðmundsson 1.
UNDANÚRSLITIN:
Fös 27. sept: Keflavík- Snæfell og Grindavík-KR.
ÍSLAND
SVISS
- Undankeppni HM
- Fimmtudaginn 26. september
- Klukkan 18:30
- Laugardalsvöllur
- Kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur
- Miðasala á Miði.is
SPORT
FÓTBOLTI Freyr Alexandersson, þjálfari
íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og
afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum
þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram
undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á
fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa
sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk
á móti Serbíu um síðustu helgi.
Með skemmtilegt sóknarlið
„Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum
hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru
í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin
áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið
og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er
mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að
taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra
styrkleika,“ segir Freyr.
Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði
Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögu-
legum árangri með liðið og nú síðast komið lið-
inu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku
stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en
mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á
stórmót.
Lykilmennirnir eru stórstjörnur
„Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn
þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem
eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að
loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráð-
ast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel
undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu
(Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr.
Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er
örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi
Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar
Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö.
Sara Björk veit því manna best hversu
öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru
jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti
leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum
að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega
fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef
hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein
á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka
veikleikana vel.
Pirrast mjög fljótt
„Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög
fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum
þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim.
Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því
Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu
liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona
Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á
Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði
fernu.
Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt
mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins
saman áður en við fórum í verkefnin og bara
um að það væri gaman að spila hvor á móti ann-
arri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila
mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leik-
mennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða
hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað
neinu,“ segir Sara glottandi.
Ný og skemmtileg orka
Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins
undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg
orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóð-
irnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það
er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti
þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heima-
velli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði
Sara að lokum. ooj@frettabladid.is
Ekki meiða hana
FÉKK SÉRSTAKA BEIÐNI Í SVÍÞJÓÐ Liðsfélagar Söru
Bjarkar Gunnarsdóttur í Malmö óttuðust að hún
myndi láta Ramonu Bachmann, leikmann Malmö og
svissneska landsliðsins, finna of mikið fyrir sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss á Laugardalsvellinum á morgun
í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2015 og í fyrsta leiknum undir
stjórn Freys Alexanderssonar. Sara Björk Gunnarsdóttir þekkir vel til
frægasta leikmanns svissneska liðsins.