Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 62

Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 62
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 „Það er hörku dagskrá fram undan hjá okkur. Hópurinn hefur dvalið um nokkurra vikna skeið í Berg- en og hefur verið að æfa stíft,“ segir Rakel Garðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vesturports. Leik- hópurinn frumsýnir The Heart of Robin Hood, eða Hróa hött, í Bergen á laugardag. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda þegar hún var sett upp í fyrra með breskum leikur- um hjá The Royal Shakespeare Company. „Okkur hefur gengið rosalega vel með þessa sýningu og við hlökkum til að sjá hvaða við- tökur við fáum hjá frændum okkar í Noregi.“ Sýningin í Bergen er á norsku, með norskum leikurum og tónlist- armönnum. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu, meðleikstjóri og danshöfundur er Selma Björns- dóttir, leikmyndahönnuður er Börkur Jónsson, Högni Egilsson semur tónlistina og Björn Helga- son er ljósahönnuður sýningar- innar. „Við erum að setja verkið upp í einu sögufrægasta leikhúsi Noregs, Ibsenleikhúsinu, Den Nationale Scene,“ útskýrir Rakel. Sýningin er leikgerð Davids Farr eftir sögu Hróa hattar, einn- ar þekktustu þjóðsagnapersónu Englands, sem rændi frá þeim ríku og gaf hinum fátæku. Eftir sýningar í Bergen heldur leikhópurinn vestur um haf og setur upp sýningu í leikhúsinu The American Repertory Theater, en það var á lista Time Magazine yfir þrjú bestu leikhúsin í Banda- ríkjunum árið 2003. - ósk Vesturport með Hróa hött í útrás Setur upp Hróa hött í Bergen og í Boston í Massachusetts-fylki. AF ÆFINGU Í BERGEN Gísli Örn Garðarsson leikstýrir Hróa hetti eftir leikgerð Davids Farr. MYND/ÚR EINKASAFNI „Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistar- menn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljóm- listarmanna, um kjaramál tónlist- armanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönn- um til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttar- félagsins, heldur mest í grasrót- inni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktar- tónleikum og öðrum góðgerðarvið- burðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig um áður en þeir gerast sjálfboðalið- ar á skemmtistöðum. - glp Tónlist er atvinna en ekki sjálfb oðastarf Félag íslenskra hljómlistarmanna leggur sitt af mörkum til að sporna gegn brotum á tónlistarmönnum. EKKI SJÁLFBOÐALIÐAR Tónlist er atvinnugrein, segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SAMNINGUR FÍH VIÐ SAMBAND VEITINGA- OG GISTIHÚSA 40.300 krónur greiðist tónlistarmanni að lágmarki komi hann einn fram. 26.000 krónur á meðlim ef um fjögurra manna hljómsveit er að ræða. Tölurnar miðast við um það bil tveggja klukkustunda langa vinnu. SPENNANDI OG RÍKULEGA MYNDSKREYTT Fiskikóngurinn Stærð 30/40 Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 „Þetta er dönsk efnavöruverslun og hún selur allt sem þarf í púð- ann: strokkana, fyllinguna og leiðbeiningar. Það var stelpa sem hafði samband og lét mig vita af þessu. Í kjölfarið hafði ég sam- band við forsvarsmenn verslun- arinnar en fékk mjög skrítin svör frá þeim,“ segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir um stuld dönsku keðjunnar Stoff & Stil á hönnun hennar, Notknot- púðanum. Aðspurð kveðst Ragnheiður Ösp lítið geta gert í málinu og það þótt höfundarrétturinn tilheyri henni. „Ég fékk þau svör að þau hefðu fengið þessa hugmynd árið 2011, sama ár og ég kynnti púð- ana á Hönnunarmars. Þeirra vara kom þó ekki í verslanir fyrr en jólin 2012 sem mér þykir skrítið. Ég gæti fengið mér lögfræðing og farið í mál en svo er spurning hvort maður hafi tíma og orku í slíkt. Þetta er stórt og rótgróið fyr- irtæki og líklegt að þau geti snúið sig út úr þessu með því að gera smávægilegar breytingar á hönn- uninni,“ útskýrir Ragnheiður Ösp. Hönnuðurinn hefur lent í álíka máli áður, þá í gegnum vefversl- unina Etsy. „Þar getur fólk selt eigið handverk og sumir hafa reynt að selja púða eins og mína. En aðstandendur Etsy eru mjög strangir með slíkt og hafa yfir- leitt hent viðkomandi út um leið.“ Í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að dönsk hönnunarstofa sem nefn- ist Lop Furniture hefði framleitt kolla sem þóttu furðu líkir Fuzzy- kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Að auki hafa eftirlíkingar af Hoch die Tassen-bollum Hrafnkels Birgis- sonar og skegghúfu Víkur Prjóns- dóttur skotið upp kollinum. Spurð hvað sé til ráða segir Ragn- heiður Ösp að það geti reynst litlum hönnunarfyrirtækjum erfitt að verja sig gegn stuldi því það sé einfaldlega of dýrt. „Það er hægt að kaupa einkaréttinn á vörunni, sérstaklega ef notuð er óhefðbund- in aðferð við framleiðslu hennar, en það kostar nokkur hundrað þús- und krónur og nýir hönnuðir eiga erfitt með að reiða slíka upphæð fram,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Dönsk verslun selur eft irlíkingar Notknot Danska verslunarkeðjan Stoff & Stil selur uppskrift og efnivið í púða sem líkjast mjög Notknot-púða vöruhönnuðarins Ragnheiðar Aspar Sigurðardóttur. HERMT EFTIR Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir er hönnuður Notknot-púðanna. Danska verslunin Stoff & Stil selur efnivið í eftirlíkingar á púðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON ➜ Notknot-púðarn- ir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Púðarnir hafa einnig selst vel í Skandinavíu og eru nú einnig fáan- legir í Bandaríkjunum og Ástralíu. „Það er ekkert planað nema það að við erum með opnunarpartí á laugardaginn í Hrími á milli 13 og 15. Fyrir utan það er ekkert planað nema að vera við saumavélarnar.“ Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, annar af hönn- uðum bleiku þverslaufunnar. HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.