Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.10.2013, Qupperneq 1
HEILBRIGÐISMÁL „Biðin eftir gjafa- eggi hefur verið í kringum ár en hefur minnkað undanfarna mánuði. Það gengur einfaldlega betur að fá íslenskar konur til að gefa egg,“ segir Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda Art Medica. „Þær frétta að mörg pör bíði eftir eggi og vilja einfaldlega hjálpa til.“ Í dag eru 20-25 pör á biðlista eftir gjafaeggi og þurfa að bíða í þrjá til fimm mánuði. Allir sem fara í meðferð hjá Art Medica fá gjafaegg frá konum sem fara í með- ferð þar. Ekki er hægt að fá erlend gjafaegg. „Það eru ekki til erlendir eggja- bankar eins og sæðisbankar. Það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í eggin og flóknara að geyma þau,“ segir Þórður. Konur sem gefa egg hjá Art Medica fá greitt svokallað óþæg- indagjald, 75-100 þúsund krónur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki. Konurnar þurfa að mæta í viðtal, fara í blóðprufur, ræktanir, sprauta sig og mæta í skoðanir. Þær eru að minnsta kosti frá vinnu einn dag þegar kemur að eggheimtu. Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrir höfn og auðvitað óviðunandi að þær hafi beinan kostnað af þess- ari gjöf,“ segir Þórður. Það getur skipt sköpum fyrir pör að fá gjafaegg og að þurfa ekki að bíða of lengi eftir því. Pör geta dott- ið út af biðlistanum vegna aldurs- marka, heilsufars eða heilbrigði konunnar. „Flestir sem eru á þessum bið- lista eru líka búnir að bíða lengi eftir barni. Hver dagur skiptir máli,“ segir Þórður. - ebg FRÉTTIR HELGI SYNGUR HAUKHelgi Björnsson verður með tvenna stórtónleika í Hörpu ann- að kvöld sem nefnast Helgi syngur Hauk. Með honum leikur þýska hljómsveitin Capital Dance Orchestra frá Berlín. Gesta- söngvarar eru Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og Björgvin Halldórsson. Uppselt er á fyrri tónleikana. J ónína Ben hefur starfað í heilsu- og líkamsræktargeiranum í 30 ár. Hún er mikill frumkvöðull á því sviði og hefur meðal annars kynnt eróbikk, spinning, spa og aðrar nýjungar fyrir landsmönnum ásamt því að stofna Heilsuhótel Íslands. Hinn 15. nóvember næstkomandi býður Jónína upp á tveggja vikna detox-námskeið á Hótel Örk. Full meðferð er tvær vikur en það er líka hægt að koma í skemmri tíma eða yfir helgi og er meðal annars boðið upp á þriggja sólarhringa safa-detox um helgi og tíu eða fjórtán daga safa-, ávaxta- og grænmetis detox. Annað tveggja vikna námskeið hefst svo á hótelinu 3. janúar. Frá miðjum janúar 2014 mun Jón-ína svo bjóða meðferð á heilsuhótel-inu Wichrowe Wzgórze í Póllandi. „Ég hef fundið perlu í þjóðgarðinum nærri Gdansk og verð þar í framtíðinni. Hótel-ið er stórglæsilegt og umhverfið eins og ævintýraland. Aðstaðan er eins og best verður á kosið. Spa-deildin er framúrskarandi og fagmennskan til fyrirmyndar,“ segir Jónína en læknirinn dr. Agnesku Lemansik, sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, mun starfa við hótelið. Jónína segir herbergin margvísleg – allt frá því að vera lúxussvítur til venju- legra herbergja og er verðið eftir því. Jónína segir mikilvægt að það f ium fólk á DETOX Í PÓLLANDINORDICHEALTH.IS KYNNIR Líkamsræktarfrömuðurinn Jónína Ben býður detox-meðferð á Hótel Örk um miðjan nóvember og í byrjun næsta árs. Upp frá því mun hún bjóða sams konar meðferð á glæsilegu heilsuhóteli í Póllandi. JÓNÍNA BEN Íþrótt Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING Af HAUSTVÖRUM! Stærðir 36-50. Gæða kvennfatnaður. www.tk.is Verð frá kr. 7500.- Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 BORÐLAMPAR NÝTT V A N D A Ð I R P O S T U L Í N S Margar stærðir og gerðir ÓVIÐJAFNANLEG NÁTTÚRUFEGURÐHótelið í Póllandi er að sögn Jónínu alger perla. NÝ BUXNASENDING FRÁ Opið til kl 21 í kvöld 2003-2013 0 ára 1 Lífsstíll ● Heilsa ● Heilbrigði Fimmtudagur 10. október 2013 GEÐHJÁLP Rit Landssamtakan na Geðhjálpar á Al þjóða geðh ilbrigð isdeginum FIMMTUDAGUR 1 0. OKTÓBER 2013 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 28 3 SÉRBLÖÐ Fólk | Geðhjálp | Gengur vel Sími: 512 5000 10. október 2013 238. tölublað 13. árgangur Það er sjálfsagt að borga fyrir þessa fyrir- höfn. Þórður Óskarsson Art Medica MENNING Nemendur HR gerðu Euro- vision keppnina að viðfangsefni Ham- faraviku skólans. 70 SPORT Bjarni Guðjónsson er hættur að spila fótbolta og var í gær ráðinn þjálfari hjá Fram. 64 Nú er opio allan sólarhringinn í EngihjallaO pið m á n - fö s 1 1 - 1 8 l au 1 2 - 1 6S . 5 7 7 - 5 5 70 | E r u m á faceb o ok NÝJAR VÖRUR KLÚTAR - SKART - ÚR - TÖSKUR DÓMSTÓLAR Rannsakandi hjá Fjár- málaeftirlitinu fékk greiðslu frá eignarhaldsfélaginu Aserta árið 2009, á sama tíma og forsvarsmenn þess voru ákærðir fyrir að hafa nýtt félagið í meiriháttar brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Þá hefur forstöðumanni gjaldeyr- iseftirlits Seðlabanka Íslands, Ingi- björgu Guðbjartsdóttur, verið mein- að að bera vitni í málinu í ljósi þess að hún veitti hinum ákærðu ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti áður en hún hóf störf hjá Seðlabankanum. Það eru þeir Gísli Reynisson, Karl Löve Jóhannsson, Markús Máni Micha- elsson og Ólafur Sigmundsson sem eru ákærðir í málinu, en það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness síðasta vor. Þeim er gefið að sök að hafa í gegnum félagið Aserta stundað viðskipti með gjaldeyri, sem nemi alls um 14,3 milljörðum íslenskra króna. - vg / sjá síðu 6 Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði: Fékk borgun frá viðfangsefninu SKOÐUN Svavar Gestsson segir að gera þurfi bjartsýnisáætlun fyrir Landspítalann. 32 Sífellt fleiri gefa öðrum konum egg Biðlisti eftir gjafaeggjum hefur styst hjá Art Medica. Á þriðja tug para eru á listanum og bíða í allt að hálft ár eftir gjafaeggi. Gjafar fá greitt óþægindagjald. „Það kom í ljós þegar systir mín var 16 ára að hún væri ekki með egg og gæti aldrei eignast börn nema að fá gjafaegg. Ég sagði strax við hana þá að ég myndi hjálpa henni. Eins og þegar einhver er veikur í fjölskyldunni, þá vill maður auðvitað hjálpa ef maður getur það,“ segir kona á þrítugsaldri sem gaf yngri systur sinni egg fyrir fáeinum árum. „Við undirbjuggum okkur vel andlega en svo kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var eðlilegt. Önnur systkini mín eiga börn og manni þykir sér- staklega vænt um frændsystkini sín. Litla dóttir systur minnar er bara litla frænka mín sem mér þykir ofurvænt um. Meðferðin tók ekki á mig. Ég var svolítið tilfinningasöm, ekki út af hormónum heldur af því að ég var mögulega að gefa stærstu gjöf sem ég gat gefið systur minni og manni hennar. Mér fannst þetta aldrei fórn og ég hugsa að ég myndi gera þetta aftur.“ Stærsta gjöfin sem ég gat gefið henni Bolungarvík 8° S 18 Akureyri 8° SSV 10 Egilsstaðir 8° SSV 4 Kirkjubæjarkl. 6° SV 4 Reykjavík 8° S 7 Hvassviðri eða jafnvel stormur um tíma norðvestanlands og með suðausturströndinni en hægari annars staðar. Fer er rigna vestanlands. 4 Áttu ekki húsið sitt Vegna þess að fasteignasali trassaði að þinglýsa afsali á fasteign hjóna árum saman þurftu þau að biðja fyrri eiganda að skrifa upp á breytingu á húsnæðisláni. 2 Uppgjöf á Hofsvallagötu Skipu- lagsráð hefur ákveðið að taka niður umdeild flögg og umferðaeyjur á Hofs- vallagötu. 4 Eyjar í nýtt samband Talið er að met hafi verið slegið í lagningu raf- magnssæstrengs þegar á einu ári tókst að leggja nýjan streng til Vestmanna- eyja. 10 Þriggja tunnu val Reykvíkingar geta nú valið um þrjár mismunandi gerðir af tunnum fyrir pappír. 24 FRIÐUR Í VIÐEY Nýbakaður heiðursborgari Reykjavíkur, Yoko Ono, tendraði í gærkvöld friðarsúlu sína í Viðey. Vel á annað þúsund manns þáðu boð listakonunnar um bátsferð út í ey og voru viðstödd athöfnina sem fór fram í blíðskaparveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þess er gætt að aðilar sem rannsaka mál tengist þeim ekki og eru þeir spurðir út í slíkar tenging- ar þegar þeir hefja störf. Fjármálaeftirlitið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.