Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 10
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 IÐNAÐUR Líklegt er talið að met hafi verið slegið í lagningu rafmagns- sæstrengs þegar á einu ári tókst að leggja nýjan streng til Vestmanna- eyja. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hleypti spennu á strenginn í Eyjum í gær. Fram kom í máli Þórðar Guð- mundssonar, forstjóra Landsnets, við þetta tilefni, að alla jafna tæki undirbúningur slíks verkefnis tvö til þrjú ár. Nýi strengurinn leysir af hólmi Vestmannaeyjastreng 2 sem orðinn var illa farinn og ótraustur. Streng- ur 3 fylgir að mestu sömu leið og strengur 1. Hann er tæplega þrettán kílómetra langur og tengist spenni- virkjum Landsnets á Landeyjasandi og í Eyjum með þriggja og hálfs og eins kílómetra jarðstrengjum. Nýi strengurinn, sem kemur frá ABB í Svíþjóð, er sérstaklega styrktur til að forðast viðlíka slit og plagað hefur forvera hans. Við það eykst þyngd hans og umfang nokk- uð. Einn metri af streng er um 41 kíló og má því gefa sér að strengur- inn í sjó vegi yfir 500 tonn og tæp 700 tonn með strengjum í jörð. Til að byrja með er Vestmanna- eyjastrengur 3 rekinn á 33 kíló- volta spennu en hann er gerður fyrir allt að 66 kílóvolta spennu sem gefur möguleika á enn meiri raforkuflutningi í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum Lands- nets hefur heildarkostnaður við verkefnið numið um 1,6 milljörð- um króna. Fram kom í máli forstjóra Lands- nets við athöfnina í gær að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og að undirbúningur þess verkefnis væri þegar hafinn. Með lagningu þessa strengs væri hins vegar búið að tryggja orkuöryggi Vestmanna- eyja til næstu framtíðar. „Strengurinn gerir sjávarút- vegsfyrirtækjum hér í Eyjum mögulegt að leggja af olíunotkun sína sem nemur um sex til átta þúsund tonnum á ári,“ sagði Þórð- ur. Sparnaður vegna minni olíuinn- flutnings sagði hann að gæti numið um einum milljarði króna á ári. „Enn fremur mun notkun raf- orku í stað olíu draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, svo hér er einnig tekið mikilvægt skref í umhverfismálum,“ bætti hann við. olikr@frettabladid.is SPENNA KOMIN Á Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hleypti spennu á nýja sæstrenginn. Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Eyjum, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og aðrir gestir klappa að verki loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Nýr sæstrengur til Eyja tekinn í gagnið Iðnaðarráðherra segist í störfum sínum munu leggja höfuðáherslu á uppbyggingu raforkukerfisins. Leggja þarf streng til viðbótar til Vestmannaeyja innan áratugar. „Afhendingaröryggi raforku er ein af undirstöðunum í orkumálum Íslands,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eftir að hún hleypti spennu á nýjan sæstreng til Vestmannaeyja í gær. „Mun ég í vetur gera það að einu af mínum aðalmálum bæði í þinginu og í ráðuneytinu.“ Ragnheiður Elín sagði vitað mál að flutningskerfi Landsnets færðist stöðugt nær mörkum þess sem það gæti með góðu móti annað. Ljóst væri að á allra næstu árum þyrfti að bæta kerfið til að leysa takmarkanir sem við væri að fást og til að anna áætluðum vexti í raforkunotkun. Í þessum efnum þyrfti að huga sérstaklega að jaðarsvæðum. „Að öðrum kosti er tómt mál að tala um átak í atvinnuuppbyggingu eða nýfjárfestingar á slíkum svæðum. Í augum uppi liggur að byggðamál og orkumál eru nátengd.“ Vill að flutningskerfi raforku verði eflt Opinn fundur Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs D av id V au gh an Stjórnendur og íslenskir þátttakendur kynna niðurstöður Evrópuverkefnisins ice2sea og ræða um áhrif loftslags á jökla og hækkun sjávarborðs í Hátíðasal Háskóla Íslands 11. október kl. 12–13. Dagskrá: 12.00 – Ari Trausti Guðmundsson setur fundinn. 12.05 – Stjórnandi ice2sea, David Vaughan, British Antarctic Survey, k kynnir niðurstöður verkefnisins. 12.20 – Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „ice2sea og svæðisbundnar breytingar á sjávarborði“. 12.30 – Helgi Björnsson, vísindamaður emeritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Jöklabreytingar á Íslandi frá lokum 19. aldar“. 12.40 – Pallborðsumræður undir stjórn Ara Trausta Guðmundssonar. 13.00 – Fundarlok. PIPA R \ W A TB SÍA 1328 33 G uð fin na A ða lg ei rs dó tt ir H el gi B jö rn ss on E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 3 9 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.