Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 20

Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 20
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 TAÍLAND Taílensk börn leika sér hér í vatni sem flætt hefur inn í búddamusteri í Pathum Thani- héraði, norður af Bangkok. Að sögn yfirvalda þar í landi herja flóð á 27 héruð í landinu og hafa kostað 31 mannslíf. VATÍKANIÐ Frans páfi heilsar hér mannfjöldanum þar sem hann kemur til vikulegs ávarps á Péturstorgi. NORDICPHOTOS/AFP INDLAND Listamaður leggur hér lokahönd á líkneski af hindúa- gyðjunni Durga í aðdraganda árlegrar hátíðar henni til heiðurs. Durga er táknmynd máttar og sigurs hins góða á hinu illa. FRAKKLAND Nú stendur yfir uppskerutíminn á vínekrum Frakklands. Hér skvettir verkamaður úr fötu fullri af þrúgum á Chateau l’Etoile-vínekrunni. ASERBAÍDSJAN Starfsmaður á kjörstað í Bakú grannskoðar hér fingur kjósanda í forsetakosningunum þar í landi. Fátt bendir til annars en að Ilham Alíjev verði kjörinn í þriðja skiptið í röð. Andstæðingar forsetans saka hann um ofsóknir á hendur mótframbjóðendum. TYRKLAND Ættingjar hermanna sem sakfelldir voru fyrir að skipuleggja uppreisn gegn stjórn Erdogans forsætisráðherra mótmæla fyrir utan dómshús í Ankara í gær. Þar voru tuttugu ára fangelsisdómar yfir æðstu herforingjum staðfestir en tugir lægri settra hermanna fengu dómum yfir sér hnekkt. SÁDI-ARABÍA Á þriðju milljón píla- gríma eru komnar til Mekka í tengslum við hinar árlegu hadsjí- pílagrímaferðir sem hefjast hinn 13. þessa mánaðar. Í þeim felst meðal annars að pílagrímar ganga sjö hringi rangsælis í kringum Kaba í Stóru moskunni. Í ár hefur verið komið upp sér- stakri hringbraut fyrir fatlaða. SPÁNN Meðlimir úr femínistahópnum Femen stóðu fyrir mót- mælum í þinghúsinu í Madríd í gær þar sem konur þrýstu á um rétt- indi kvenna til fóstur- eyðinga. Á brjóst þeirra eru skrifuð slagorð eins og „fóstureyðingar eru heilagar“. Forseti þings- ins sá sig tilneyddan til að fresta þingfundi á meðan konurnar voru fjarlægðar úr þingsal. BANGLADESS Verkamenn í borginni Sripur virða fyrir sér vettvang elds- voða. Sjö manns fórust eftir að eldur kom upp í fataverksmiðju í gær þar sem saumuð voru föt fyrir verslana- keðjur, til dæmis H&M og Gap. ÁSTAND HEIMSINS 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 7 7 8 8 9 9 61

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.