Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 39
 | FÓLK | 3TÍSKA ■ FLOTT Litlu atriðin skipta máli í tískuheiminum. Þannig hafa margar þekktar konur tekið upp á því að setja skyrtuna niður í buxurnar að framan- verðu þannig að sjáist í beltið en til hliðar og að aftan er hún utan við buxurnar. Þetta þykir ákaflega smart um þessar mundir og er hægt að gera þetta einnig við óhnepptar, léttar mussur. Með því að girða blússuna ofan í galla- buxur að hluta er athyglin dregin að miðparti líkamans, eftir því sem tískusérfræð- ingar segja. Þessi stíll passar best við þröngar gallabuxur. Á myndinni er kanadíska leik- konan, Emmanuelle Chriqui, en hún er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Entourage og The Mentalist. NÝR STÍLL ● TÍSKA Olsen-systurnar Mary-Kate og Ashley keyptu nýlega hlut í netverslunarfyrirtækinu Beachmint.com. Fyrirtækið skiptist í sex hluta; Style Mint, sem systurnar aðstoðuðu við að stofna og hafa hannað fyrir, JewelMint, ShoeMint, IntiMint, BeautyMint and HomeMint. Tvíburarnir verða nú í stjórn BeachMint og munu veita ráð- gjöf við sköpun og viðskipti merkisins. Hinar 27 ára gömlu systur eiga nú þegar tilkomumikið tískuveldi. Þar ber hæst þeirra eigin merki sem eru þrjú, The Row, Elizabeth and James og Olsenboye. Í fyrra sæmdu bandarísku samtök tískuhönnuða þær titlinum hönnuðir ársins í kvenfatnaði. Höfðu þær þar betur en Marc Jacobs sem einnig var til- nefndur. OLSEN-VELDIÐ STÆKKAR Fatahönnuðir leggja undir sig Gym & Tonic salinn á Kexi host- eli við Skúlagötu á laugardaginn. Þar ætla þeir að selja innan úr fataskápum og upp úr skúffum svo gestir og gangandi ættu að geta gert góð kaup. Meðal þeirra sem bjóða fatnað til sölu eru Hildur Yeom- an, Sigrún og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, Kolbrún Ýr, Sissa og Stefán Svan. Á Facebook-síðu viðburðar- ins, Fatamarkaður ársins á Kexinu, er lofað „geggj- uðu stuði“ og gersemum fyrir bæði dömur og herra, merkjavöru, skóm og skarti. Merki eins og D&G, Dior, Prada og Marc by Marc Jacobs eru nefnd til sögunnar sem og Burberry og Dolce & Gabbana. Dyrnar verða opnaðar klukkan 11 á laugardaginn og stendur markaðurinn til klukkan 17 sama dag. Hönnun eftir Hildi Yeoman en Hildur er ein þeirra sem selja föt og fylgihluti á Fatamarkaði ársins á laugardaginn. Hægt verður að gera góð kaup á spennandi merkjavöru svo sem Burberry, Prada og Marc by Marc Jacobs. FATAMARKAÐUR ÁRSINS Á KEXINU Hægt verður að gera góð kaup á merkjavöru á Kexi hosteli um helgina en á laugardaginn verður þar haldinn „Fatamarkaður ársins“. Levi’s® Revel Í Levi’s® Revel er efnum í vökvaformi blandað í sjálft gallaefnið með frumlegri tækni sem byggist meðal annars á sáldprentun. Þessi tækni er notuð til þess að annaðhvort gera efnið eftirgefanlegra eða stífara á ákveðnum lykilsvæðum sniðsins og buxurnar falla því ákaflega vel að líkamanum. Þær fara konum einstaklega vel og útlínur verða fallegar og vel formaðar. Efnið í Levi’s® Revel gallaefninu teygist í fjórar áttir, buxurnar draga þannig fram þitt besta og bregðast við þér eins og þú ert. Þær eru einstaklega mjúkar viðkomu og efnið er þeim eiginleikum gætt að halda bæði þinni og sinni lögun. Levi’s® Revel fæst í Levi´s Original Store í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.