Fréttablaðið - 10.10.2013, Qupperneq 42
10. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR2 ● Geðhjálp
Útgefandi: Geðhjálp | Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 | Ábyrgðarmaður: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
Ég fæddist inn í flókinn og tilfinninga-
þrunginn heim geðraskana og varð
snemma meðvituð um dýptina og vídd-
ina sem eru hluti af lífinu. Það er ekki auð-
velt og það er óhjákvæmilegt að því fylgi
djúpar lægðir og háar hæðir og alls kyns
upplifanir þess á milli sem geta verið á
skjön við skynjun annarra. Þá er brýnt
að geta leitað skjóls. Það getur verið bæði
huglægt og hlutlægt og stundum nægir vit-
undin um að skilningur, samkennd og virð-
ing sé til staðar. Þetta er það sem Geðhjálp
felur í sér fyrir mér.
Hanna Styrmisdóttir
listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
Hvað kallar Geðhjálp upp í huga þínum?
Geðhjálp: Fólk – bara fólk. Fólk sem hjálp-
ast að og hjálpar hvert öðru til að hjálpa
sjálfu sér. Fólk sem talar saman, fólk sem
talar upphátt og þorir að setja nafn á hið
ómögulega og kennir síðan heilu samfélagi
nýja hugsun og nýtt tungutak. Fólk sem
umvafði hana mömmu mína og skildi bæði
svartnættið hennar og ofbirtu annarra
daga. Fólk sem gaf honum pabba mínum í
fyrsta skipti orð til að nota og léði honum
eyra til að tala sitt hjarta hreint. Einfald-
lega fólk sem þekkir þann eld sem á sjálf-
um brennur og getur þess vegna flutt fjöll
og breytt heiminum.
Margrét Pála Ólafsdóttir,
stjórnarformaður Hjallastefnunnar.
Hrannar segist mjög hrif-
inn af svokölluðu bata módeli
sem gerir ráð fyrir því að allir
geti náð sér af geðröskun-
um, meira að segja þeim allra
alvarlegustu. „Það þýðir ekki
endilega að öllum takist það en
ég veit þó um fjölmörg dæmi
þess.“ Hrannar segir líka mik-
ilvægt að fólk stígi fram. „Að
það viður kenni vandann, tak-
ist á við hann og stígi fram.
Það hjálpar öðrum í leiðinni.
Ekkert er verra en að finn-
ast maður standa einn í spor-
um sem þessum. Fyrir mig var
það samfélag og tjáning sem
skipti sköpum. Að finna fólk
sem hafði svipaða reynslu og
ég og að geta tjáð mig um það í
öruggu umhverfi.“
STENDUR Á TÍMAMÓTUM
Geðhjálp stendur nú á allnokkr-
um tímamótum. „Félagið er
34 ára og hefur gengið í gegn-
um ýmis skeið. Nú erum við
að endurskipuleggja og endur-
skilgreina hlutverk félagsins.
Við viljum fyrst og fremst vera
hagsmuna- og mannréttinda-
félag sem miðlar fræðslu og
upplýsingum. Við viljum vera
hlutlaus aðili sem getur verið
gagnrýninn og haldið uppi vörn-
um. Við ætlum hins vegar að
draga úr öðrum þáttum. Liður
í því er að loka mötuneytinu
sem við höfum rekið um langt
skeið. Margir aðrir eru farnir
að sinna því hlutverki mjög vel
og því ætlum við að nýta kraft-
ana í annað. Sjálfshjálparhóp-
arnir okkar hafa reynst afar vel.
Við ætlum að fjölga þeim og efla
starfsemina. Auk þess höfum
við áhuga á að fjölga skipulögð-
um viðburðum og koma á fót öfl-
ugum alþjóðasamskiptum svo
dæmi séu nefnd.“
FLUTNINGAR FRAM UNDAN
Geðhjálp flytur í nýtt húsnæði
1. desember en búið er að sam-
þykkja kauptilboð í hús samtak-
anna að Túngötu 7. „Við höfum
augastað á öðru húsnæði en það er
þó ekki frágengið. Húsið að Tún-
götu var orðið of stórt og óhentugt
fyrir starfsemina. Þá voru skuldir
félagsins orðnar dragbítur fyrir
starfsemina. Við þurftum að losa
okkur út úr þeim til að geta ein-
beitt okkur að geðheilbrigðismál-
unum sem eru okkar helsta hlut-
verk.“
Þegar ég heyri orðið Geðhjálp þá finn ég
fyrir þakklæti og um leið létti. Hver og ein
einasta manneskja lendir einhvern tíma í
að eiga í erfiðleikum með geð sitt. Og geðið
er þeim eiginleikum gert að það sést ekki
en það er svo sannarlega hægt að finna
fyrir því og á stundum er eins og það starfi
bara sjálfstætt og taki völdin af mönnum.
Þá er fjandinn laus og gott að vita að það
sé hægt að fá hjálp til að takast á við það.
Fá hjálp, Geðhjálp. Það eitt og sér er ekk-
ert smáræði og það er meðal annars fram-
lagi þínu, sem þetta lest, að þakka.
Hörður Torfason,
leikstjóri og söngvaskáld.
Orðið Geðhjálp eitt og sér er fallegt. Það er
traust, vekur vonir. Orð sem gleður. Kynni
mín af félaginu Geðhjálp eru jákvæð. Þar
leitast menn við að greiða úr flækjum,
draga fram það jákvæða, styrkja og horfa
fram á veginn. Það er lofsvert. Án Geð-
hjálpar væri umhverfið einfaldlega fátæk-
legra.
Kristín Steinsdóttir
rithöfundur.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdag-
urinn er dagur geðheilbrigðis.
Hann er dagur fólks með geð-
raskanir, fólks í tímabundnum
andlegum erfiðleikum og allra
þeirra sem búa við gott geðheil-
brigði. Geðheilsa er nefnilega ein
af grunnstoðunum í lífi okkar
allra.
Hátíðarhöld í tilefni dagsins
hefjast með ávarpi Jóns Gnarr
borgarstjóra og skrúðgöngu frá
Hallgrímskirkju niður Skóla-
vörðustíg að Hörpu kl. 16 í dag.
Í framhaldi af því tekur við há-
tíðardagskrá í Flóa í Hörpu kl. 17.
Geðhjálp og aðrir skipuleggj-
endur hátíðarinnar hvetja fólk til
að taka þátt í hátíðarhöldunum og
nýta tækifærið til að kynna sér
ýmis úrræði í tengslum við geð-
raskanir og geðrækt á meðan á há-
tíðardagskránni í Hörpu stendur.
Í viðtali við Hrannar Jóns-
son, formann Geðhjálpar, í
Geðhjálpar blaðinu kemur fram
að Geðhjálp stendur á tímamót-
um. Félagið hefur ákveðið að
hætta beinni þjónustu eins og
rekstri mötuneytis og félags-
heimilis og beina óskiptum kröft-
um sínum að hagsmunabaráttu,
réttindagæslu, geðrækt og bar-
áttu gegn fordómum og mismun-
un í garð fólks með geðraskanir.
Því miður eru fordómar og mis-
munun í garð fólks með geðrask-
anir enn áberandi í samfélaginu.
Ekki hafa allir jafn næman skiln-
ing á geðröskunum og Jón Gnarr
borgarstjóri í Reykjavík. Jón býr
að langri reynslu af því að starfa
með fólki með geðraskanir og
minnir meðal annars á hve hárfín
línan er milli skapandi hugsunar
og geðröskunar og því sé ekki að
undra að margir þekktustu ein-
staklingar sögunnar hafi átt við
geðræn vandamál að stríða.
Svo má alltaf spyrja sig: Hver
ákvarðar hvað er „eðlilegt“? Eins
og Jón Gnarr gerir í viðtalinu.
Því þegar öllu er á botninn hvolft
erum við auðvitað öll eðlileg á
okkar eigin einstaka hátt.
Njótið dagsins.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Innilega til hamingju
með 10. október, Alþjóða
geðheilbrigðisdaginn
Geðhjálp flytur í nýtt húsnæði 1. desember en búið er að samþykkja kauptilboð í hús samtakanna að Túngötu 7.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.