Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2013, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 10.10.2013, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 3Geðhjálp ● Meðal söluvara eru ljós úr Epal, skrif- stofuhúsgögn úr GKS frá 1998, ísskápur, þvottavél og þurrkari. Einnig ógrynni geisladiska og bóka auk matarstells og ýmissa eldhúsáhalda. Þá má einnig fjár- festa í forláta snókerborði. Geðhjálp stendur fyrir „Opnu húsi“ í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum og geðheilbrigðisvikunni að Túngötu 7 milli kl. 14 og 17 næstkomandi laugardag. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlist, veitingar og sölu á munum úr húsinu, eða eins konar „bílskúrssölu“. Geðhjálp seldi nýverið húsið við Túngötu til að létta skuldum af félaginu og efla starfsemi þess. Í framhaldi af því hafa starfsmenn, stjórn, samráðs- aðilar og félagar í Geðhjálp tekið höndum saman um að fara í gegn- um hluti í húsinu í því skyni að undirbúa flutningana. Ásdís Elva Guðmundsdóttir segir að vinnan hafi gengið vel. „Við höfum fengið eldri starfs- menn og félaga til að kíkja til okkar og hjálpa til við flokkunina. Nú erum við búin að komast að því hvað við flytjum með okkur þegar nýja húsnæðið finnst og hverju við þurfum ekki á að halda. Hluti af því verður seldur á „Opna hús- inu“ á laugardaginn,“ segir hún og nefnir ljós, skrifstofuhúsgögn, leirtau og gardínur. Þá verða seld- ir geisladiskar og kiljur á vægu verði. Ásdís Elva segir að einnig verði boðið upp á fjölbreytta dagskrá á „Opna húsinu“. „Þrjár dætur Ell- enar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar ætla að flytja nokk- ur lög. Sextán ára gamall tenór ætlar að syngja Draumalandið og Í fjarlægð. Hugsanlega verða fluttar rímur og áfram mætti telja,“ segir hún. „Svo verður boðið upp á hóf- legar veitingar að ógleymdri kynn- ingu á starfsemi félagsins.“ Geðhjálp hvetur almenning til að nota tækifærið til að kíkja við á Túngötunni á laugardaginn. Opið hús og bílskúrssala á Túngötu Ráðskonan Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kveður nú Geðhjálp eftir fimmtán ára starf. Hún segir vissa geðhjálp felast í góðum mömmumat. Það gleður sálina að finna angan af ljúfum bakstri í húsinu og eykur ró að hlusta á pottaskark og umstang í eldhúsinu,“ segir Ingibjörg sem mætti fyrst til vinnu hjá Geðhjálp í Hafnarbúðum haustið 1998. Hún segist kveðja vinnustaðinn með miklum söknuði. „Ég á eftir að sakna fólksins míns mest. Mér hefur alltaf þótt gestirnir vera eins og börnin mín og ætli ég hafi ekki verið eins og mamma margra þeirra. Þeir leit- uðu iðulega til mín fyrst þegar eitthvað vantaði eða bjátaði á, rétt eins og börn gera við mæður sínar. Ég var því sannkölluð húsmóðir á heimilinu og oftar en ekki kynnt sem hjartað í húsinu,“ segir Ingi- björg og brosir að minningunni. Ingibjörg fékk ung áhuga á mat- seld. Hún var ekki nema átján ára þegar hún tók að sér að elda fyrir heila skipshöfn þegar togarinn Pétur Þorsteinsson bilaði vestur á Bíldudal og seinna lá leiðin í Hús- mæðraskólann á Laugavatni. „Í eldhúsi Geðhjálpar reyndi ég alltaf að elda gamaldags mömmu- mat. Kryddlegið lamb var í miklu uppáhaldi og blandaður, kaldur Royal-súkkulaði- og karamellu- búðingur í eftirrétt. Ég sauð líka gjarnan heita rabarbara-, sveskju- og ávaxtagrauta og bak- aði afmælis tertu þegar einhver okkar skjólstæðinga átti afmæli,“ segir Ingibjörg um gjörninga sína fyrir matargesti sem oftast voru um tuttugu talsins. Flestir voru einstæðingar úr hópi geðfatlaðra eða heimilislausra utan af götunni, á aldrinum fjörutíu ára og upp úr. Ingibjörgu þótti gott að vera til staðar fyrir gesti sína og undrast hvers vegna hún byrjaði ekki löngu fyrr að vinna fyrir Geðhjálp. „Hér ríkti ætíð heimilislegt andrúmsloft og á tímabili var ég hér með hundinn minn sem gest- um þótti afskaplega ljúft. Í tæpt ár var ég einnig með ársgamalt barnabarn mitt og það þótti þeim yndislegt. Börn hafa enda enga fordóma og taka öllu fólki eins,“ segir Ingibjörg og tiltekur dæmi þegar litla manneskjan sat við eld- húsborðið að lita. „Þá settist hjá barninu heim- ilislaus maður og fór að lita með því. Þegar hann sýndi barninu svo afraksturinn veifaði barn- ið og klappaði og maðurinn stóð eftir með teikninguna og táraðist. Maður varð því vitni að ótal fal- legum augnablikum í starfi ráðs- konunnar en einnig tregafullum. Þeir sem búa á götunni gerðu sér alltaf far um að tala við barnið og gættu þess þá að af þeim væri aldrei vínlykt,“ segir Ingibjörg. Þegar Ingibjörg lítur um öxl er henni fólkið efst í huga. „Vinskapurinn við fólkið mitt og notalegheitin standa upp úr. Það einkenndi það einskær hjarta- hlýja, hjálpsemi, trúnaður og góð- mennska.“ Var húsmóðirin og hjartað í húsinu Ingibjörg Gunnlaugsdóttir var ráðskona hjá Geðhjálp í fimmtán ár. Hún sá einnig um föndur um tveggja ára skeið. MYND/PJETUR Fiskbollur Ingibjargar 1,6 kg fiskur eða fisk- hakk 250 g hveiti 250 g kartöflumjöl 1 1/2 tsk. lyftiduft 3 egg 3 laukar 1 msk. salt 1 tsk. pipar 1 1/2 dl mjólk Öllu hrært saman með sleif og bætt við mjólk eða eggi ef bleyta þarf. Mótið bollur með skeið og steik- ið í smjöri á pönnu þar til brúnaðar á báðum hlið- um. Bollurnar eru síðan fulleldaðar í ofni og born- ar fram með kartöflum, salati og remúlaði. Ásdís Elva við forláta píanó sem verður selt ef gott tilboð berst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.