Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 44
10. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR4 ● Geðhjálp
Jón Gnarr borgarstjóri
starfaði um árabil á
geðheilbrigðissviði
Reykjavíkurborgar áður en
hann gekk yfir í grínheima
og varð síðar borgarstjóri.
Reglulega spretta upp þær
sögusagnir að sjálfur sé hann
ekki heill á geðsmunum
en Jón kippir sér lítið upp
við þær. Hann segir húmor
gott tæki í baráttunni við
fordóma og þakka megi
starfi samtaka eins og
Geðhjálpar að fordómar
gagnvart geðfötluðum séu á
undanhaldi.
Ég frétti reglulega að búið sé að leggja mig inn á geð-deild. Ég hef verið sagður
geðveikur allt mitt líf. Ég er hins
vegar mjög „sane“ maður. Senni-
lega einna mest „sane“ maður sem
ég þekki,“ segir Jón.
Hann er hins vegar hvorki
ókunnugur geðsjúkdómum né
því sem fram fer inni á geðdeild-
um. Hann hefur starfað á öllum
deildum geðheilbrigðissviðsins í
Reykjavík og hóf störf einungis
átján ára. Hann varð fljótt eftir-
sóttur starfskraftur.
„Ég vann við garðyrkju og
hellulögn hjá borginni og meðal
annars við geðdeild Borgarspítal-
ans á Arnarholti á Kjalarnesi.
Þar hjálpuðu vistmenn oft til við
garðverkin og mér fannst strax
heillandi að geta hengslast um
með áhugaverðu fólki, sótti um og
fékk vinnu á Arnarholti. Við tók
ótrúlega áhugaverður og spenn-
andi tími. Það vantaði tilfinnan-
lega karla á vaktir við aðstæður
þar sem fólk var talið ofbeldisfullt
eða hættulegt sjálfu sér og næstu
ár vann ég á Kleppi og á öllum geð-
deildum Landspítalans. Sú deild
sem togaði mest í mig var 33C, en
þangað kom fólk með bæði fíkni-
vanda og geðsjúkdóma.“
Útsendarar frá Rússlandi
Jón var samviskusamur í
vinnunni. Hann þótti hafa lag á
fólki og náði oft að leysa úr erfið-
um málum þar sem aðrir starfs-
menn voru jafnvel komnir í þrot.
En aðferðir Jóns voru ekki alltaf
hefðbundnar.
„Ég man eftir manni sem hélt að
að útsendarar frá Rússlandi væru
á leið til landsins til að dreifa al-
næmi. Hann var mjög æstur og
vansvefta og búið að loka hann
inni í herbergi. Ég hlustaði á hann
og tók undir það með honum að
við yrðum að gera eitthvað í svo
alvarlegu máli. Fór með hann fram
og hringdi í félaga minn sem var
á vakt á annarri deild og spurði
hvort þetta væri hjá lögreglunni
í Reykjavík, hvort þeir vissu af
þessum Rússum á leið til lands-
ins? „Já, ókei þið vitið af þeim.
Og þeir verða handteknir? Allt í
lagi,“ sagði ég í símann og lagði á.
Maðurinn róaðist um leið og hann
heyrði þetta.“
Voru þessar óhefðbundnu að-
ferðir teknar góðar og gildar?
„Ekki endilega, en þó af starfs-
fólkinu á deildinni og sjúkling-
unum, því þetta virkaði. Ég fékk
einu sinni alvarlega áminningu
frá stjórn spítalans. Ég var einn
á vakt á gamlárskvöld og á mið-
nætti fór ég með fólkið út á svalir
til að horfa á flugeldana. Þá mundi
ég eftir vindlum sem dagað höfðu
uppi í lyfjaskáp, sótti þá og sló í
gegn hjá hópnum, sem stóð undir
flugeldasýningunni með tárin í
augunum, drakk kaffi og reykti
vindla. Með þessu braut ég reyk-
ingabann spítalans, þetta var nán-
ast brottrekstrarsök.“
Til skoðunar hjá sérfræðingum
Jón segist alltaf hafa átt auðvelt
með að sýna upplifun annarra á
raunveruleikanum virðingu. Því
hafi honum gengið vel í starfi sínu
á geðdeild. Hann hafi einnig upp-
lifað það sjálfur að „vera til skoð-
unar hjá sérfræðingum“, eins og
hann orðar það en hann var ekki
talinn ganga heill til skógar sem
barn. Jón var greindur með ADHD
eftir að hann komst á fullorðinsár
en fimm ára var hann lagður inn á
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans.
„Ég var inni á BUGL í nokkurn
tíma til skoðunar og meðferðar
því það var talið að eitthvað væri
að mér. Í raun var verið að meta
hvort ég væri hæfur til að hefja
skólagöngu. Niðurstaðan var sú
að ég væri ekki geðveikur en
hugsanlega heilaskaðaður. Það er
þunn lína milli skapandi hugsun-
ar og geðveiki og ekki að ástæðu-
lausu að margir þekktustu ein-
staklingar listasögunnar áttu við
geðræn vandamál að stríða. Það
má líka alltaf spyrja sig hvar
þessi lína liggur. Hver ákvarðar
hvað er normal? Fólk leitar gjarn-
an yfirnáttúrulegra skýringa á
hegðun einhvers í ójafnvægi en
mín skoðun er sú að manneskjur
eru líffræðilegar vélar. Allt sem
við gerum og hugsum er afleið-
ing rafboða og boðefna í heilan-
um á okkur. En auðvitað er þetta
ekki alveg klippt og skorið. Steinn
Steinarr orðaði þetta vel þegar
hann orti:
„Það að sigra heiminn er eins og
að spila á spil, með spekingslegum
svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir, það gerir ekk-
ert til, því það er nefnilega vitlaust
gefið.“
Og það er alltaf vitlaust gefið.
Um það snýst þetta!“
Að halda sönsum sem borgarstjóri
„Mín geðrækt er hálftíma göngu-
túr kvölds og morgna og á meðan
hlusta ég á hljóðbók. Þannig held
ég sönsum í öllu havaríinu sem
stundum gengur hér á í Ráðhús-
inu. Stundum er ég frústreraður,
boðefnin í heilanum þeytast fram
og til baka og þá núllstilli ég mig
með því að smella heyrnartólunum
á mig. Ég er með ofvirkan heila og
leik á hann með þessu. Heilinn í
mér er fínn en hann er kraftmikill.
Hann er eins og alþjóðaflugvöllur,
stanslaus sirkus og flugeldasýning
í gangi. Auðvitað er hann bara að
reyna að standa sig svo ég nái ár-
angri.“
Frábært starf Geðhjálpar
Fordómar gagnvart geðsjúkdóm-
um eru á undanhaldi í samfé-
laginu, sem betur fer. Þar skiptir
starf sjálfstætt starfandi samtaka
eins Geðhjálpar miklu máli segir
Jón og átakið Geðveik jól hafi til að
mynda lyft grettistaki. Húmor sé
gott tæki í baráttunni við fordóma.
„Fagstéttum hættir nefnilega
til að tala mjög alvarlega um alla
sjúkdóma og af passasemi. Þar
með verður allt svo klínískt og
leiðinlegt. Mér finnst starf Geð-
hjálpar algerlega frábært og ef ég
væri alvaldur á geðheil brigðissviði
myndi ég auka samvinnu ólíkra
aðila, grasrótarsamtaka, aðstand-
endasamtaka, spítalans og háskól-
ans til dæmis. Það er þverpóli-
tískur vilji fyrir því að mæta ólík-
um þörfum ólíkra einstaklinga en
það er miklu dýrara. Það er ein-
faldara og ódýrara að setja bara
alla í gegnum sama prógramm,
eins og við gerum í skólakerfinu
til dæmis.
Við í meirihlutanum í Reykja-
vík höfum lagt áherslu á að bæta
þjónustu við konur með geðsjúk-
dóma. Þá verður stærra húsnæði
í staðinn fyrir Gistiskýlið tekið
í notkun á næsta ári en fólk sem
á við geðræn vandamál að stríða
auk fíknivanda endar á götunni í
vaxandi mæli. Fjárframlög til vel-
ferðarmála hafa um það bil fjór-
faldast hjá Reykjavíkurborg frá
hruni eftir að úrræðum ríkisins í
heilbrigðismálum fækkaði. Þetta
er samfélagslegur vandi. Það er
engin töfralausn til og alltaf hægt
að gera betur.“
Frétti reglulega af mér á geðdeild
Jón Gnarr borgarstjóri hefur verið sagður geðveikur allt sitt líf. Hann kippir sér lítið upp við þessar sögusagnir og lýsir sjálfum sér sem
einum mest „sane“ manni sem hann þekki. MYND/GVA
Við þökkum stuðninginn