Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 78

Fréttablaðið - 10.10.2013, Page 78
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 54 Málmhaus íslensk dramatík Hera Karlsdóttir missir bróður sinn af slysförum og kennir sjálfri sér um dauða hans. Hún á erfitt með að tak- ast á við sorgina en finnur sáluhjálp í þungarokkstónlist og dreymir um að verða rokkstjarna sjálf. Leikstjóri myndarinnar er Ragnar Bragason og með aðalhlutverk fer hin efnilega Þorbjörg Helga Dýrfjörð, auk Ingvars E. Sigurðssonar, Halldóru Geirharðs- dóttur, Jörundar Ragnarssonar og Hannesar Óla Ágústssonar. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina og tónlistarmaðurinn Pétur Ben sá um tónlistina. Camille Claudel 1915 frönsk dramatík Myndin segir frá listakonunni Camille Claudel sem er lokuð inni á hæli í útjaðri Avignon. Claudel reynir að sannfæra alla þar um að hún sé í raun heilbrigð og heldur fast í vonina um að losna þaðan burt. Með aðalhlutverk myndarinnar fer Juliette Binoche. Leikstjóri myndarinnar er Bruno Dumont. La vie d‘Adele ástarsaga Græna ljósið frumsýnir frönsku kvikmyndina La vie d‘Adele sem fjallar um ástarsamband tveggja ungra kvenna. Myndin er byggð á franskri mynda- sögu eftir Julie Maroh. Myndin hlaut aðalverðlaunin á Cannes-kvik- myndahátíðinni í vor og naut mikilla vinsælda er hún var sýnd á kvik- myndahátíðinni RIFF nú fyrir stuttu. FRUMSÝNINGAR Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina. Konur í forgrunni Kvikmyndin Rush segir frá baráttu ökuþóranna James Hunt og Niki Lauda um heimsmeistaratitil- inn í Formúlu 1. Ástralski leikarinn Chris Hems- worth fer með hlutverk Hunts og Íslandsvinurinn Daniel Brühl fer með hlutverk Lauda. Kvikmynd- in er í leikstjórn Rons Howard. Hunt var þekktur fyrir að vera skemmtileg- ur en heldur hvatvís en hinn austurríski Lauda þótti einbeittur og tæknilegur. Lauda var liðs- maður Ferrari-liðsins en Hunt keppti fyrir hönd McLaren. Hunt hætti keppni árið 1979 eftir að hafa tapað nokkrum keppnum í röð og lést af völd- um hjartaáfalls árið 1993, þá 45 ára að aldri. Með helstu hlutverk myndarinnar fara Chris Hemsworth, Daniel Brühl, Olivia Wilde, Alex- andra Maria Lara og Pier Francesco Favino. ÆVISAGA ÖKUÞÓRS Kvikmyndin Rush segir frá breska öku- þórnum James Hunt. Myndin er í leik- stjórn Rons Howard og er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. SKEMMTILEGUR ÖKUÞÓR Kvikmyndin Rush segir frá breska ökuþórnum James Hunt. Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverk- um, var frumsýnd í Bandaríkj- unum um síðustu helgi. Sam- kvæmt vefritinu Deadline er Gravity aðsóknarmesta októ- berfrumsýning frá upphafi. Á frumsýningarhelginni einni saman halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörð- um króna. Gravity sló þar með gamalt met teiknimyndarinnar Shark Tale sem frumsýnd var árið 2004 og þénaði 5,7 millj- arða fyrstu sýningahelgina. Þetta er jafnframt besta frumsýningarhelgi sem aðal- leikarar myndarinnar hafa átt á ferli sínum. Fram að þessu voru The Blind Side og The Proposal tekjuhæstu kvikmyndir Bul- lock, þær höluðu inn rúmlega 4 milljörðum hvor. Batman & Robin var aftur á móti tekju- hæsta kvikmynd Clooneys, með um 5 milljarða í tekjur. Gravity er spennutryll- ir í leikstjórn Alfonsos Cuar- ón. Myndin segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst í miðjum leið- angri. Daði Einarsson er einn af mönnunum á bak við útlit geimmyndarinnar og starfaði hann náið með leikstjóranum við gerð hennar. SÚ TEKJU- HÆSTA FRÁ UPPHAFI Kvikmyndin Gravity er tekjuhæsta myndin sem frumsýnd hefur verið í október. SÚ TEKJUHÆSTA Spennumyndin Gravity er tekjuhæsta myndin sem frumsýnd er í október frá upphafi. Á kvikmyndasýningum rúm- enskra menningardaga sem lýkur á laugardag í Bíó Paradís kennir ýmissa grasa. Meðal annars verð- ur Child’s Pose sýnd í kvöld og Of Snails and Men annað kvöld. Pose fjallar um stjórnsama móður sem reynir að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut Gullna björninn. Of Snails and Men fjallar um verksmiðju í litlum bæ þar sem fjöldauppsagnir eru yfirvof- andi. Einn starfsmaður vill fara í óvenjulega fjáröflun, það er að safna fé með því að selja sæði til sæðisbanka. Selur sæði í fj áröfl un OF SNAILS AND MEN Myndinni hefur verið líkt við The Full Monty. BÍÓFRÉTTIR ● Hunt var ráðinn af John Hogan til að þjálfa unga ökuþóra sem styrktir voru af Marlboro. Meðal lærlinga Hunts var finnski ökumaðurinn Mika Häkkinen. ● Hunt kvæntist Suzy Miller árið 1974. Ári síðar tók Miller saman við leikarann Richard Burton og óskaði þá eftir skilnaði við Hunt. Burton endaði á því að greiða allan málskostnað vegna skilnaðarins. ● Þetta er í annað sinn sem Ron Howard vinnur með handritshöfundinum Peter Morgan. Þeir unnu síðast saman við myndina Frost/Nixon frá árinu 2008. ● Chris Hemsworth varð að léttast um 14 kíló áður en tökur á Rush hófust. Hann hafði þá bætt á sig vöðvamassa fyrir hlutverk sitt í Thor. ● Myndin halaði inn sem nemur 22.764.977 milljónum króna á frumsýningarhelginni. + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri. Flour úr Dölunum ★★★★ ★ Only Lovers Left Alive „Skemmtileg mynd um kostulegt vampírupar. Swinton og Hiddleston sýna frábæran leik, sem og Wasi- kowska.“ ★★★ ★★ The Pirate Bay: Away From the Keyboard „Fluga á vegg í formi myndavélar fylgist með þrjóskum strákum í sjóræningjaleik.“ ★★★★★ The Moo Man „Dásamleg heimildarmynd í alla staði.“ KVIKMYNDARÝNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.