Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 80
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 31 sek. 4G, fjórða kynslóð farsímakerfa, finnst um allan heim en þó er mis- jafnt á hvaða tíðniböndum 4G- þjónustan er veitt og því ekki sjálfgefið að fólk geti nýtt sér þjón- ustuna hvar sem er. Útbreiðslan er líka misjöfn eftir landsvæðum og er sem dæmi mun meiri í Bandaríkjunum en í Evr- ópu. Fyrir notendur liggur munur- inn á 3G og 4G fyrst og fremst í gagnaflutningshraðanum, sem er margfalt meiri í 4G-kerfi en í 3G- kerfi. Niðurhal og upphal á gögn- um verður hraðara og notkunar- möguleikar snjalltækjanna verða meiri. Hraðamunurinn getur orðið allt að tífaldur. 4G-tæknin gerir notendum kleift að ná allt að 100 Mb/s hraða en 3G-tæknin allt að 42 Mb/s hraða. Þá er viðbragðið í 4G-kerfinu mun hraðara og upp- lifunin fyrir viðskiptavininn mun betri. 4G-þjónusta er þegar í boði á stórum svæðum á Suður- og Vest- urlandi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Símafyrirtæki lands- ins hafa lagt ríkasta áherslu á þjónustu við svæði þar sem þörf- in er talin mest. Þetta á til dæmis við um stór sumarhúsasvæði sem komust í gott netsamband þegar Vodafone hóf sína 4G-þjónustu síðastliðið sumar en töluvert er í að 4G-þjónusta verði alls staðar í boði. Enn sem komið er eru tiltölulega fá 4G-símtæki í notkun hér á landi, eða hjá um 2 prósentum viðskipta- vina. Það er hins vegar að breytast hratt, enda eru mörg ný tæki með 4G-virkni. Verð á gagnamagni er óháð því hvaða tæki viðskiptavinir velja að nota. Hins vegar er viðskiptavin- ur með 4G-snjalltæki líklegur til að nota meira gagnamagn en við- skiptavinur með 3G-snjalltæki, sem getur aukið kostnaðinn. Fjölmörg góð tæki eru til sölu hjá símafyrirtækjum landsins sem styðja 4G. Mikið hefur borið á umræðu um af hverju iPhone 5 virkar ekki í 4G-kerfinu hér á landi. Svarið er einfaldlega að Apple þarf að gefa grænt ljós á þá notkun en það hefur enn ekki gengið eftir. -glp Ný kynslóð farsímakerfa Munurinn er mikill á gagnafl utningshraða á milli 3G-kerfi sins og 4G-kerfi sins. Tæknin í dag gerir það erfitt fyrir nörd eins og mig að fela hversu mikið nörd ég er. Þetta uppgötvaði ég þegar ég fékk mér aðgang að tónlistarveitunni Spotify. Í þessu ágæta appi get ég búið til lagalista og svo geta vinir mínir hlustað á lagalistann minn. Nú er ég enginn tónlistarspekúlant, minn smekk- ur staðnaði þegar ég var á hátindi gelgjunnar árið 1996. Það er ekki í boði að gera hallærislega lagalista þegar aðrir eru að fylgjast með. Það er eitt að syngja ein heima með Taylor Swift í botni en allt annað að játa það fyrir tónlistar- hipsterum. Ég lét mig þó hafa það og bjó til einn lagalista en fann hvernig grunnhyggna sjálfið mitt fékk kjánahroll og blótaði gelgj- unni fyrir slæmt lagaval. Þetta var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Ég er orðin hundleið á „pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheim- inum. Gæði upplifunarinnar eru svo mæld í viðbrögðum annarra en ekki mínum eigin. Ef það náð- ist ekki á mynd gerðist það ekki. Ég hreinlega nenni þessu ekki. Ég nenni ekki að lifa svona mikið fyrir aðra. En það er bara ég og ég er þrí- tug. Ef ég væri unglingur í dag væri ég að bugast undan þessum „kúlheitum“. Netsjálfið er orðið mikilvægasta ímynd þín. Þú getur deilt svo miklu af persónulegum upplýsingum með svo mörgum. Nú sem áður skiptir það mestu máli að vera kúl. Oftar en ekki þarf að vera þorinn til að vera hipp og kúl. Þetta opnar orm- agryfju af veseni sem grey ung- lingarnir okkar súpa nú seyðið af. Nektarmyndir hringsóla um heilu netsamfélögin. Eitthvað sem átti bara að vera innilegt er orðið allra. Þú hafðir kannski hugsað þér að bólfélaginn væri sá eini sem fengi að njóta kynfæra þinna en ekki allur vinahópurinn og svo kunningjar vinahópsins. Það merkilega við þetta er að tækninni er blótað. Fólk hefur tekið af sér nektarmyndir heil- lengi og þær myndir svo falla í rangar hendur, það getur alltaf gerst. Því er ábyrgðin mikil í þess- um málum, sérstaklega í dag þar sem hlutir fljúga út í alnetið og við höfum enga stjórn á hver sér hvað og hvar það endar. En þetta er ekki tæknivandamál. Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl. Það þarf meira þor til að segja „nei, ég sendi þér ekki nektarmynd og hef engan áhuga á myndskeiði af þér á klósett- inu“. Þetta er nefnilega spurning um sjálfsmynd og sjálfsstyrk- ingu. Við þurfum að standa með okkur sjálfum. Ef þú ert skotin í mér og langar að sjá minn nakta líkama fer ákveðið ferli í gang. Ef ég er skotin í þér og við kelum þá kannski færðu að sjá hann. Þessi líkami er bara fyrir þig, hér og nú. Við þurfum að styrkja þetta þor unglinganna í að vera til fyrir sig en ekki fyrir aðra. Tæknin og sjálfi ð KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is HVAÐ ER TÖFF? Það er erfitt að vera unglingur og segja nei. Þora að vera öðruvísi kúl, jafnvel nördalega kúl, segir Sigga Dögg. NORDICPHOTOS/GETTY „Þú kemst á netið, getur horft á sjónvarpið, samstillt skjáinn á tækinu við símann þinn og margt fleira,“ segir Þröstur Jón Sig- urðsson, eigandi Sporthússins í Kópavogi, um nýju tækin sem stöðin var að fjárfesta í. Sporthúsið er þessa dag- ana að koma fyrir nýjum og ákaflega full- komnum tækjum í líkamsræktar- stöðinni en kostnaður við breyt- ingarnar er um 200 milljónir króna. „Þetta eru bestu tæki sem völ er á. Þau eru frá Technogym sem hefur verið einn fremsti tækjaframleiðandi í heiminum í mörg ár,“ bætir Þröstur við. Nú hefur fólk enga afsökun fyrir því að mæta ekki í ræktina því nú er hægt að fylgjast með Facebook á meðan hitað er upp í ræktinni. „Við erum líka að opna minni stöð í sama húsi fyrir fólk sem kýs heldur rólegra umhverfi. Sú stöð er búin jafn fullkomnum tækjum,“ bætir Þröstur við að lokum. - glp Á netið á hlaupabrettinu HLAUPA OG VAFRA Möguleikar tækjanna eru margir og spennandi. ÞRÖSTUR JÓN SIGURÐSSON 4G: Dreifi ng verður aukin næstu mánuði og misseri 3G: Svæðið mun stækka eitthvað en ekki í sama mæli og 4G HVAR Mb/s Yfi r 100 Mb/s* 42 Mb/s HRAÐI * Apple býður ekki enn upp á 4G fyrir Ísland eða íslensku símafyrirtækin. Í dag er 4G mest notað fyrir 4G- routera, MyFi-búnað og netlykla. SÍMAR Flestallir snjallsímar iPhone 5, 5S, 5C* Samsung S4 Nokia Lumia 3G OG 4G GRAFÍK/JÓNAS SÆKJA APP 7 sek. SÍMA- FYRIRTÆKI Vodafone og Nova N á til yfi r 94% landsm anna Öll símafyrirtæki FUNDI HUGMYND VEISLU FYRIR EÐA SMÁ Miniborgarar Ef það er veisla eða fundur framundan þá eru veislubakkarnir frá American Style skemmtileg og bragðgóð tilbreyting á veisluborðið. Allar pantanir fara fram á www.americanstyle.is Mikilvægt er að panta tímanlega. 3.995» 15 MINIBORGARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.