Fréttablaðið - 10.10.2013, Síða 88
10. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 64
KÖRFUBOLTI Dominos-deild karla
fer aftur af stað í kvöld með
þremur leikjum en KR-ingum
er spáð Íslandsmeistaratitlinum
af fyrirliðum, þjálfurum og
forráðamönnum félaganna fyrir
tímabilið.
Íslandsmeisturum síðustu
tveggja ára, Grindavík, er aðeins
spáð fimmta sætinu í deildinni.
Stjarnan hafnar í sjötta sæti
deildarinnar ef marka má
spána. Grindavík og Stjarnan
mættust í fimm leikja einvígi um
Íslandsmeistaratitilinn.
„Við erum bara spenntir fyrir
þessu tímabili,“ segir Finnur
Freyr Stefánsson, þjálfari KR.
KR-ingar hafa styrkt hópinn
mikið fyrir komandi átök
en þeir Pavel Ermolinskij,
Darri Hilmarsson og Magni
Hafsteinsson verða allir í
eldlínunni með KR í vetur.
„Við náðum okkur aldrei
almennilega á strik á síðasta
tímabili og erum staðráðnir í því
að gera betur að þessu sinni.“
KR-ingar mæta Grindvíkingum
í fyrstu umferð í Röstinni í kvöld.
„Við lukum keppni gegn
Grindavík á síðasta tímabili og
við fáum alvöru próf strax í fyrsta
leik. Þessi spá er í raun mikið í
takt við okkar væntingar. Það er
hluti af þessu að fá pressu á sig
sem KR-ingur og við ætlum okkur
alla leið í vetur.“
Stjarnan hafnar í sjötta sæti
deildarinnar ef marka má
spána en Grindavík og Stjarnan
mættust í fimm leikja einvígi um
Íslandsmeistaratitilinn á síðasta
tímabili.
„Þessi spá er svona nokkurn
veginn í takt við það sem maður
hafði hugsað sér,“ segir Teitur
Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
„Við hefðum alveg verið til í það
að vera komnir aðeins lengra með
okkar leik á þessum tímapunkti.
Leikmenn liðsins hafa verið
að ganga í gegnum þó nokkur
meiðsli á undirbúningstímabilinu.
Við ætum okkur samt sem áður
að vera klárir í fyrsta þegar
Keflvíkingar koma í heimsókn.“
Viðureignir Stjörnunnar og
Keflavíkur hafa verið magnaðar
síðustu ár og ávallt barist til
síðasta blóðdropa. - sáp
BALLIÐ AÐ BYRJA Dominos-deildin fer á fullt á ný í kvöld með þremur leikjum.
KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íslandsmeistaraefnin fara af stað
Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld. Risaslagur í Röstinni.
Domino's-deildin í körfubolta hefst með látum
þegar KR-ingar mæta Íslandsmeisturunum frá
Grindavík í Röstinni. Það verður spennandi að sjá
hvernig þessi tvö frábæru lið koma undan sumri.
Ekki missa af fjörinu á Stöð 2 Sport!
Domino’s-deildin
Fáðu þér áskrift
512 5100
stod2.is
BIÐIN ER LOKS
Á ENDA!
Grindavík–KR
í kvöld kl. 19:00
FÓTBOLTI Þór/KA mætti rúss-
neska liðinu FC Zorkiy í Meist-
aradeildinni í gær og mátti sætta
sig við tap, 1-2, á heimavelli.
Þetta var fyrri leikur liðanna í
32-liða úrslitum keppninnar.
Það var Húsvíkingurinn
Hafrún Olgeirsdóttir sem
skoraði mark Þórs/KA
undir lok leiksins.
„Þetta er vel smurt og
agað atvinnumannalið
sem er þokkalegt í fót-
bolta. Ég átti von á meira
afgerandi leikmönnum
hjá þeim sem myndu brjóta
þetta meira upp og hreinlega slátra
okkur í stöðunni 2-0 en það gerðist
ekki. Þvert á móti kom mér
kannski aðeins á óvart að þær
skyldu leyfa okkur að sækja
svona mikið í seinni hálfleik
undan golunni,“ sagði
Jóhann Kristinn Gunn-
arsson, þjálfari Þórs/
KA, eftir leik og bætti
svo við að baráttunni
væri langt frá því að
vera lokið. Liðið ætti
góða möguleika í seinni leiknum
með öguðum varnarleik og
skynsömum bolta. - jsj
Þór/KA tapaði í Meistaradeildinni
SPORT
FÓTBOLTI „Ég er mjög þakklát-
ur fyrir það traust sem Framar-
ar sýna mér með að leyfa mér að
taka við liðinu. Ég er ekki alveg
reynslulaus þó að ég hafi ekki
þjálfað áður. Ég hef verið með
þjálfara í ansi mörg ár og lært
gott af sumum og hef svo slæma
reynslu af öðrum. Það ætti að nýt-
ast mér í starfinu,“ segir Bjarni
Guðjónsson, sem skrifaði í gær
undir þriggja ára samning sem
nýr þjálfari Fram.
Bjarni kveður KR-liðið nýbúið
að lyfta Íslandsbikarnum í annað
skiptið á þremur árum og hafa
tekið á móti fjórum bikurum frá
2011. „Það er hvort tveggja mjög
erfitt, að fara frá liði eins og KR
og svo að hætta sem leikmaður.
En tækifærið að þjálfa lið eins og
Fram gerir þessa ákvörðun mun
léttari,“ segir Bjarni. Hann segir
að fókusinn verði á þjálfunina en
er þó ekki tilbúinn að gefa það end-
anlega út að skórnir séu komnir
upp á hillu.
Léleg lið verða ekki meistarar
„Fram er bikarmeistari og það
verða ekki léleg lið meistarar. Það
er alveg á hreinu. Það verða ein-
hverjar breytingar á hópnum og
við þurfum að sjá hvernig enda-
lokin á því verða og hvaða mann-
skap við erum með,“ segir Bjarni.
Hann var fyrr í haust búinn
að neita því að fara út í þjálfa en
ákvað svo í samráði við sjúkra-
þjálfara og lækni að skrokkurinn
væri kominn á endastöð. Það gerð-
ist síðan mjög hratt að hann tók við
Fram.
„Við vorum búnir að viðra þetta
við þrjá aðra og það fór ekkert
lengra. Eftir að við töluðum við
Bjarna þá gekk þetta mjög hratt
fyrir sig. Við vorum að ræða flór-
una og um það hvort að það væru
einhverjir nýir spennandi þjálfar-
ar á ferðinni,“ segir Sverrir Ein-
arsson, formaður knattspyrnu-
deildar Fram, um hvernig þeim
datt í hug að tala við Bjarna.
„Ég hringdi í hann á sunnu-
dagskvöldið og þetta var klár-
að í dag. Ég sé mikinn foringja
og mikinn leiðtoga. Hann hefur
mikla fótboltaþekkingu og þegar
hann ræddi við okkur um hvern-
ig hann sá þetta fyrir sér þá fór
það mjög vel við okkar hugmynd-
ir,“ segir Sverrir sem er óhræddur
að henda mönnum út í djúpu laug-
ina því Ríkharður Daðason hafði
enga reynslu þegar hann réði hann
í sumar.
„Þetta hefur haft skamman
aðdraganda og ég hef ekki náð
að kynna mér leikmannamálin
alveg eins og ég hefði viljað. Í lið-
inu er fullt af úrvalsleikmönnum
og gallhörðum Framörum sem er
mjög gott að hafa. Liðið var mjög
vel mannað í sumar og oft á tíðum
betur mannað en það spilaði. Liðið
varð samt bikarmeistari og það
vantaði hugsanlega bara örlítinn
stöðugleika. Það verða einhverj-
ar breytingar á hópnum en hverj-
ar þær verða nákvæmlega verður
að koma í ljós á næstu dögum og
vikum,“ segir Bjarni. Þjálfarinn
Bjarni hefur verið lengi að gerjast.
„Það hefur kannski verið svona
í kringum fimm ára aldurinn sem
mig langaði fyrst að verða þjálf-
ari,“ sagði Bjarni í léttum tón. „Ég
hef sagt það á seinni árum að það
þarf tvo til. Eitt er að ég ákveði
að verða þjálfari, en það þarf ein-
hver að vilja hafa mig sem þjálfara
á móti. Ég er mjög ánægður með
að það hafi verið Fram í fyrstu
atrennu. Ég er mjög stoltur af því
og þakklátur fyrir traustið sem
mér er sýnt,“ segir Bjarni.
Hann á sér fyrirmynd
Guðjón Þórðarson, faðir Bjarna,
var aðeins 32 ára gamall þegar
hann tók við ÍA-liðinu fyrst árið
1987 en Bjarni var þá bara átta ára
gamall. Tveimur árum síðar gerði
Guðjón KA að Íslandsmeisturum.
„Ég þarf að byggja minn eigin
feril og það hjálpar mér lítið hvað
hann hefur gert. Ég hef fengið að
fylgjast náið með honum þessi
ár sem hann var að þjálfa og það
hjálpar mér eitthvað. Ég þarf fyrst
og fremst að standa á eigin fótum
og það hjálpar mér lítið sem hann
gerði,“ segir Bjarni.
„Ég held að hann geti auðveld-
lega stigið þetta skref. Hann á
nú fyrirmynd í því þegar karlinn
pabbi hans hætti sem leikmaður og
varð einn farsælasti þjálfari sem
við höfum átt,“ segir Sverrir og
brosir. ooj@frettabladid.is
Ég sé mikinn foringja
Framarar sömdu í gær við fyrirliða Íslandsmeistara KR því hinn 34 ára gamli
Bjarni Guðjónsson ætlar að söðla um og skella sér út í þjálfun. Bjarni segir sig
hafa langað til að þjálfa síðan að hann var fi mm ára gamall.
MÆTTUR Í SAFAMÝRINA Það mun örugglega taka menn nokkurn tíma að venjast
því að sjá Bjarna Guðjónsson merktan Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM