Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
Þ að gat verið ansi óþægilegt að sitja fyrir framan fólk og finna hita stíga til höfuðsins, svita leka niður bakið og vera klæðandi mig úr og í og opnandi glugga svo aðrir voru að frjósa úr kulda,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, sem fyrir hálfu öðru ári fór að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins, ekki síst hitakófum og pirringi.
Guðrún er 47 ára og starfar á söluskrif-
stofu þar sem ávallt er mikill erill og nóg að
gera. „Ég er í góðu formi, er í líkamsrækt,
hreyfi mig reglulega og er mikið á ferð og
flugi. Þetta ástand olli mér því töluverðri
vanlíðan,“ viðurkennir Guðrún, sem einnig
vaknaði ýmist rennsveitt eða ísköld um nætur en það skerti gæði nætursvefns og
hafði áhrif í daglegu amstri.„Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti snúið
mér í þessum vanda, án þess að hakka í mig hormóna, enda ekki komin á aldur fyrir
svoleiðis,“ segir Guðrún og brosir. Hjálpin kom úr óvæntri átt þegar hún frétti af fæðubótarefninu Femmenessence
MacaLife sem hún ákvað að prófa og hefur
tekið í tæpt ár.
„Femmenessence MacaLife er náttúruleg
vara og ég finn mikinn mun á mér. Ég er miklu hressari og öflugri í dagsins önn, svitakófin eru hætt og ég er á llbet j f
og bæta svefn, sýna rannsóknir aukna beinþéttni og betri þyngdarstjórnun. „Femmenessence hefur mikla virkni og
því er mælt með að byrja rólega Eitt hað morgni í
STJÓRNIN Í 25 ÁRHljómsveitin Stjórnin fagnar 25 ára afmæli með tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 20. Sigga
Beinteins, Grétar Örvarsson og gestir stíga á
svið með vel þekkta smelli og stemningin frá
sveitaböllunum verður endurvakin.
ÖFLUGRI
Guðrún Haraldsdóttir segist bæði hressari ogöfl
LAUS VIÐ PIRRING, SVITA OG HITAKÓFVISTOR KYNNIR Femmenessence MacaLife og MacaPause eru fæðubótarefni
fyrir konur, unnin úr maca-rót. Rótin hefur sérlega góð áhrif á hormónatengd
óþægindi, svo sem skapsveiflur, hitakóf og önnur einkenni breytingaskeiðs.
ÁTT ÞÚ ERFITT MEÐ AÐ FINNA ÞÉR BUXUR SEM PASSA VEL?
igum frábærtúrval af
buxum í klæðilegum sniðu
ÚTSKRIFTARGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum ilboðumt
% á10 afsl ttur
15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM
Skipholti 29b • S. 551 0770
ÚTFARIRFIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2013
Kynningarblað
Graníthöllin
Útfararstofa Svafars
og Hermanns
Granítsteinar
Útfararstofa
Kirkjugarðanna
2 SÉRBLÖÐ
Fólk | Útfarir
Sími: 512 5000
24. október 2013
250. tölublað 13. árgangur
Enginn lærdómur
dreginn af kreppunni
Sænski hagfræðingurinn Axel
Leijonhufvud segir ríkjandi kenningar
hagvísindanna hafa reynst ófærar um
að hjálpa til í efnahagskreppu. 20
Fundu eldgamlar myndir Aldar-
gamlar filmur fundust undir gólf-
fjölum í Sívertsenhúsi í Hafnarfirði. 2
Á sér ekki málsbætur Friðrik
Brynjar Friðriksson hlaut sextán ára
fangelsisdóm fyrir morð á Egils-
stöðum í maí síðastliðnum. 6
Einn af 60 situr í nefnd Nærri
3.500 sitja í nefndum ríkisins.
Fjöldinn stappar nærri íbúafjölda
Ísafjarðarbæjar. 8
SKOÐUN Vísindamenn skrifa að
niður skurður til Rannsóknasjóðs jafn-
gildi uppsögnum tuga þeirra. 23
MENNING Sigríður María Egilsdóttir
heldur ræðu um kvenréttindi í breska
ríkissjónvarpinu, BBC. 58
SPORT Króatar elska og dá nýjan
þjálfara sinn, Niko Kovac, og trúa því
að hann komi liðinu á HM. 54
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
Úlpa
Kr. 7.990.-
DÓMSMÁL Um 1.700 einstaklingar
mega eiga von á því að verða færðir
til afplánunar án fyrirvara þar sem
fyrir þeim liggur afplánun vararefs-
ingar þar sem þeir hafa ekki greitt
sektir eða sakarkostnað.
Samkvæmt upplýsingum frá Inn-
heimtumiðstöð sekta og sakarkostn-
aðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun
um afplánun vararefsingar 3.162
einstaklinga. Þar af er búið að birta
1.975 manns boðun. Af þeim hafa
283 fengið samþykkta umsókn um
að afplána með samfélagsþjónustu.
Erna Björg Jónmundsdóttir,
deildarstjóri IMST, segir í samtali
við Fréttablaðið að þetta sé ekki
meiri fjöldi en venjulega. Jafnan
séu um 1.700 manns á þessum lista
og lengd hans helgist af fangelsis-
rými sem standi til boða. „Við erum
yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í
fangelsum fyrir afplánun af þessu
tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér
getur verið allt frá tveimur dögum
upp í eitt ár,“ segir Erna.
Vorið 2010 kom fram í svari
þáverandi dómsmálaráðherra við
fyrirspurn á þingi að ríkið hefði
afskrifað sektir sem hefðu vararefs-
ingu á bak við sig að upphæð tæp-
lega 132 milljónir á árunum 2000 til
2009, hvort tveggja vegna fyrningar
eða andláts skuldara.
Erna segir að í sjálfu sér felist
ekkert nýtt í því að refsingar yfir
fólki fyrnist. „Það er allur gangur
á því hvað er langt þangað til það
fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir
hún. „En það er líka forgangsraðað
á handtökulistanum eftir því. Þetta
fólk er því eftirlýst þannig að ef það
lendir í höndum lögreglu má það
búast við því að vera handtekið.“
Erna segir að ár hvert fyrnist þó
bara um 3-4% af heildarfjöldanum.
Flestir greiði sektirnar þegar þeir
standi frammi fyrir handtöku. - þj
Sautján hundruð skuldarar
eiga fangelsi yfir höfði sér
Af þeim 3.162 einstaklingum, sem eiga fyrirliggjandi ákvörðun um afplánun vararefsinga á hendur sér vegna
sekta eða sakarkostnaðar, mega sautján hundruð eiga von á að verða færðir til afplánunar án frekari fyrirvara.
VERSLUN „Við viljum berjast til
síðasta blóðdropa,“ segir Elvar
Eyvindsson, fulltrúi í sveitarstjórn
Rangárþings eystra sem hyggst
ræða stofnun almenningshluta-
félags um rekstur matvöruversl-
unar á íbúafundi.
Rangæingar eru ósáttir við
verðlag í versluninni Kjarval sem
Kaupás rekur á Hvolsvelli. Engin
lágvöruverðskeðja fæst til að opna
verslun á staðnum þótt heimamenn
sjálfir telji grundvöll fyrir því.
Á íbúafundinum ætlar sveitar-
stjórnin að „láta reyna á hvort
samtakahugur íbúanna er nægi-
legur til að menn sameinist um
stofnun og rekstur“ matvöruversl-
unar.
Rangárþing eystra á húsið þar
sem Kjarval er. Leigunni hefur
verið sagt upp frá áramótum
en verslunin hefur forleigurétt.
„Það er ekki auðvelt en kannski
vill fólk hafa það tómt og bjarga
sér í öðru húsnæði á meðan við
erum að losna frá þessum for-
leigurétti,“ segir Elvar um þá
stöðu.
Elvar kveður yfir þrjú hund-
ruð þúsund ferðamenn fara um
Hvolsvöll á ári. Það vilji versl-
unareigendur mjólka án þess að
heimamenn njóti. Reynt verði til
hins ýtrasta að koma því í betra
horf.
„Við erum sannfærð um að það
er hægt að vera með skikkan-
legra verð. Ef þeir geta það ekki,
þá viljum við bjóða einhverjum
öðrum það. Og ef enginn annar
getur þetta, þá getum við alveg
eins gert þetta sjálf,“ segir Elvar
Eyvindsson.
- gar / sjá síðu 4
Rangæingar ósáttir við verð í einu búðinni á Hvolsvelli og leita nýrra leiða:
Almenningur reki eigin verslun
SJÁVARÚTVEGUR Velta tæknifyrir-
tækja fyrir vinnslu og veiðar, líf-
tækni og fullvinnslu aukaafurða
var 88 milljarðar króna á árinu
2012. Þessar greinar hafa vaxið
um 13-17% á ári undanfarin ár.
Með sama áframhaldi velta grein-
ar 300 milljörðum eftir áratug.
- shá / sjá síðu 16
Vöxtur í sjávarklasanum:
Stefnir í 300
milljarða veltu
Við erum sannfærð
um að það er hægt að vera
með skikkanlegra verð [...]
Og ef enginn annar getur
þetta, þá getum við alveg
eins gert þetta sjálf.
Elvar Eyvindsson,
sveitarstjórnarmaður
í Rangárþingi eystra
Bolungarvík 2° NA 13
Akureyri 2° NA 7
Egilsstaðir 4° N 5
Kirkjubæjarkl. 5° V 8
Reykjavík 5° SV 4
ÚRKOMA NORÐAUSTAN TIL Í dag
verða norðaustan 8-15 m/s norðan til
og snjókoma eða slydda fyrir norðan og
austan en hægari og úrkomulítið syðra. 4
FLOTT FRUMRAUN Gróttustelpan Unnur Ómarsdóttir skoraði fj ögur mörk úr fj órum skotum í sínum fyrsta A-landsleik í gær
þegar Ísland vann 34-18 sigur á Finnlandi í undankeppni EM í handbolta kvenna. „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Það var
samt svolítið stress en það fór fl jótt af mér,“ sagði Unnur eft ir leik. Sjá síðu 52 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Tillögur hagræðingar-
hóps ríkisstjórnarinnar hafa þegar
verið ræddar stuttlega á ríkis-
stjórnarfundi. Hagræðingarhóp-
urinn skilaði af sér í byrjun síð-
ustu viku. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins afgreiðir ríkisstjórn
líklega frá sér tillögurnar á ríkis-
stjórnarfundi á morgun. Sigurður
Már Jónsson, upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar, segir að eftir
að ríkisstjórnin hafi afgreitt tillög-
urnar verði þær rækilega kynntar
fyrir almenningi. -ebg
Til umræðu á föstudag:
Ríkisstjórn af-
greiðir tillögur