Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 23

Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 23
FIMMTUDAGUR 24. október 2013 | SKOÐUN | 23 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknasjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sér- staklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjár- mögnunar launa sinna. Þessi niður- skurður sem nú er efnt til í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísinda- mönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeil- anlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhags- legs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjár- festing í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niður- skurði til samkeppnissjóða Rann- ís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköp- unar, og stuðla þannig að fjöl- breytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetan leg og myndu tvímæla- laust leiða til aukinnar verðmæta- sköpunar. Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu- lífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaum- hverfi og munu gefa af sér útflutn- ingsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minn- ast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagrein- ingu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarum- hverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bret- ar sem eru í fararbroddi í nýsköp- un á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnis- sjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefn- unni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknasamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingar- iðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðl- ar úr lestinni og með þeim ein verð- mætasta auðlind íslensks samfélags. Fjöldauppsagnir ríkisins á ungum vísindamönnum Mörður Árnason fer mik- inn í svari við grein und- irritaðs (sem hann segir raunar vera Níelsson) þar sem fjallað var um lítið innihald í miklum sam- ráðsferlum við samningu nýrra laga um náttúru- vernd. Hann segir Alþingi hafa ýmist fallist á eða komið verulega til móts við fimm af sjö atriðum sem Samorka hafi gert athuga- semdir við í sinni umsögn. Grein undirritaðs fjallaði raunar aðallega um sam- ráðsferlið langa á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneyt- is, þar sem lítið tillit var tekið til athugasemda, en gott og vel. Til að nefna hér eitt af téðum fimm atriðum þá var ákvæðum frumvarpsins um nýja heimild umhverfisráðherra til skyndifrið- unar í allt að fimm ár breytt á þann veg, að bannið gildir einungis í þrjá mánuði til að byrja með en þarfn- ast síðan ítrekunar ráðherrans (og gildir þá í allt að fimm ár). Þetta flokkast tæplega sem mikil breyting og Samorka mun áfram mótmæla því að ráðherra geti á þennan hátt upp á sitt einsdæmi bannað tilteknar framkvæmdir í allt að fimm ár, án þess að auglýsing um friðun eða friðlýsingu hafi verið birt. Hér verður annars ekki fjallað efnislega um umsögn Samorku um þingmálið, sem Mörður reifar á býsna stílfærðan hátt í sinni grein, en allir geta nálgast umsögnina á vef Alþingis. Skyndifriðun til fi mm ára VÍSINDI Erna Magnúsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir Margrét Helga Ögmundsdóttir Ólafur Andri Stefánsson Pétur Henry Petersen Sigríður Klara Böðvarsdóttir Sigríður Rut Franzdóttir Stefán Sigurðsson vísindamenn við Læknadeild Háskóla Íslands NÁTTÚRU- VERND Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrir- tækja ➜ Grein undirritaðs fjallaði raunar aðallega um sam- ráðsferlið langa á vegum umhverfi s- og auðlindaráðuneytis, þar sem lítið tillit var tekið til athuga- semda, en gott og vel. www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI ➜ Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda ný- sköpun sem leiðir til þjóð- hagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísinda- fólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkind- um hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.