Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 24
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Menningarfélagið GÆS þakkar stuðning Reykjavíkurborgar við kaffihúsið í sumar. Við metum þann stuðning mikils. Eins og kunnugt er var kaffi- húsinu GÆS lokað vegna þess að borgin sá sér ekki fært að lána húsnæði í Tjarnarbíói leng- ur né styðja við rekstur kaffi- hússins. Til þess að GÆS geti haldið áfram kaffihúsarekstri vantar stuðning við verk- efnið. Í þessu bréfi óskum við því eftir skriflegum svörum frá borgarráði um hvers konar stuðning borgin getur veitt. Eina tilboðið sem virðist nú standa til boða er það sem fram kom í viðtali við Önnu Krist- insdóttur, mannréttindastýru Reykjavíkur, um að borgin sé til- búin til að ráða verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa verkefnið og atvinnumál fatlaðs fólks í borginni almennt. Ekki hefur verið skilgreint frekar hvernig sú staða er hugsuð né hvenær. Í þessu samhengi viljum við benda á að oft er það þannig að aðrir telja að þeir viti betur en við hvað okkur er fyrir bestu. Við teljum aftur á móti að við höfum sýnt fram á það í sumar að við erum fullfær um að meta það sjálf. Slagorð Alþjóðlegra sam- taka fólks með þroskahömlun eiga vel við í þessu samhengi en þau hljóða svo: Ekkert um okkur án okkar. Spurningar til borgarráðs 1. Við fengum vilyrði fyrir hús- næðinu í Tjarnarbíói til áramóta eða að borgin myndi útvega annað húsnæði. Hefur borgin möguleika á að standa við þetta og útvega annað húsnæði? 2. Hugmyndafræði GÆSar gengur meðal annars út á það að vinna eftir samningi Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir að fatlað fólk eigi rétt á að vinna á almennum vinnumarkaði til jafns við aðra. Við viljum halda áfram á þeirri braut sem farin var í sumar. Það má margt læra af sumrinu og erum við ánægð með hvernig til tókst. Við vorum frjáls og óháð yfirráðum annarra og gátum gert hlutina eftir okkar höfði. Þess vegna hræðumst við það tilboð mannréttindaskrif- stofu borgarinnar sem snýst um að borgin ráði verkefnisstjóra fyrir okkur. Við óskum frekar eftir því að fá beinan styrk frá borginni til þess að við getum sjálf ráðið starfsmann okkur til aðstoðar við áframhaldið. Við óskum eftir svari við því hvers vegna það er ekki hægt en vænt- anlega er um svipaða peninga- upphæð að ræða sem borgin léti til verkefnisins og ef styrkur yrði veittur beint til GÆSar. 3. Verkefni eins og GÆS getur haft áhrif á þróun atvinnumála fatlaðs fólks almennt. Við teljum að mikilvægast sé að breyta því kerfi sem fyrir hendi er. Við teljum eðlilega kröfu að við fáum greitt fyrir okkar vinnu líkt og aðrir og við viljum ekki að Tryggingastofnun greiði með okkur. Það er ekki í takt við jafn- rétti á almennum vinnumarkaði. Það getur verið flókið að ætla að breyta heilu kerfi, en við viljum gjarnan láta á það reyna. Við höfum beðið eftir vettvangi til þess að hitta fulltrúa frá Trygg- ingastofnun, Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti á stórum fundi sem fulltrúar borgarinn- ar skipuleggja til þess að ræða þessi mál. Þeim fundi hefur verið frestað í tvígang yfir nær tveggja mánaða tímabil. Okkar spurning til borgarráðs er: Stend- ur enn til að halda fundinn og ef svo er, er komin dagsetning? Að lokum vekjum við athygli á áhrifamætti GÆSar, en GÆS hefur ekki bara breytt lífi okkar og gefið okkur tækifæri heldur hafa líka ótal listamenn fengið tækifæri til að sýna list sína á GÆS í sumar. GÆS hefur verið góð fyrirmynd, ekki síst fyrir annað ungt fatlað fólk sem veit í dag að með réttum stuðningi eru því allir vegir færir. Með von um góðar undirtektir. Opið bréf til borgarráðs Um langa hríð hefur það verið eitt helsta við- fangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heil- brigðisþjónusta hefur verið talin einn af horn- steinum hvers velferðar- þjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, með- ferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heil- brigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endur- skoða þyrfti almannatrygginga- kerfið og breyta greiðsluþátt- tökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigð- isþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáver- andi heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttöku- kerfi fyrir lyf og aðra heilbrigð- isþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og fram- kvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingun- um og greiðslum fólks fyrir heil- brigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki lang- líf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrir- rennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjár- lögum ársins 2009. Í framhald- inu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013. Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfja- greiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahóp- ar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá sam- kvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabba- meinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátt- tökukerfis hefði ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvar- lega veikt fólk fyrir háum og vax- andi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna for- sendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjón- ustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. For- maður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blön- dal. Nú þegar hafa verið boð- aðar breytingar á lyfjagreiðslu- þátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálf- krafa lyfjakostnað þegar árleg- um hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof lang- ir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsu- gæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar full- yrðingar formannsins. Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunn- reglur samfélagins á sviði heil- brigðismála. Þegar almenning- ur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsyn- legrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, með- ferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenn- ingur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjár- magninu verði veitt inn í starf- semi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlun- in hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð. Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag SAMFÉLAG Gísli Björnsson Lára Steinarsdóttir María Hreiðarsdóttir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Unnur Jónsdóttir Menningarfélaginu GÆS ➜ Verkefni eins og GÆS getur haft áhrif á þróun atvinnumála fatlaðs fólks almennt. Við teljum að mikilvægast sé að breyta því kerfi sem fyrir hendi er. Við teljum eðlilega kröfu að við fáum greitt fyrir okkar vinnu líkt og aðrir og við viljum ekki að Tryggingastofnun greiði með okkur. HEILBRIGÐIS- MÁL Ingimar Einarsson félags- og stjórn- málafræðingur ➜ Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagsins á sviði heil- brigðismála. Er kirkjuráð með réttu ráði? Nú er búið að ákveða að byggja skuli upp- diktaða eftirlíkingu Skálholtskirkju (Brynj- ólfskirkju) sem engar teikningar eru til af. Nokkrar útlitsmynd- ir eru til sem erlendir ferðamenn hafa teikn- að og engar tvær líta eins út. Það er hreinn skáldskapur að hún hafi verið stærst allra mið- aldatimburkirkna í Evrópu. Í Brynjólfssögu biskups segir að á undan hafi verið mun stærri kirkjur (Gíslakirkja, Ögmund- arkirkja og Árnakirkja). Pétur Pétursson, forseti guð- fræðideildar HÍ, ritaði gein í Mbl. í júlí 2013 og sagði m.a.: „Þetta ber að harma. Þótt vel tækist til að reisa þessa byggingu yrði hún aldrei annað en risavaxinn skúr sem óvíst er að nokkur nennti að halda við til lengd- ar.“ Er hér ekki enn ein „Hörpu- veizlan“ á ferðinni? Almennir skattborgarar borga svo „tíundina“ eða hvað? ➜ Það er hreinn skáldskapur að þetta hafi verið stærst allra miðalda- timburkirkna í Evrópu. SKIPULAG Örnólfur Hall arkitekt Lengri útgáfu má sjá á Vísi. visir.is Hollvinasamtök líknarþjónustu STJÓRNIN Aðalfundur Hollvinasamtaka líkarþjónustu verður haldinn í Neskirkju þriðjudag 29. október 2013 og hefst hann klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir kubbasmiði á öllum aldri Virkjaðu ímyndunaraflið og lærðu betur á LEGO® Notaðu kubbana sem þú átt til að búa til eitthvað nýtt og spennandi á nýjan hátt! GÍRAFFI EÐA GEIMVERA? Byggjum úr LEGO ® geymir fjársjóð hugmynda að alls konar hlutum og fígúrum sem hægt er að búa til úr LEGO kubbum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.