Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 31
Það gat verið ansi óþægilegt að sitja fyrir framan fólk og finna hita stíga til höfuðsins, svita leka niður bakið og vera klæðandi mig úr og í og opnandi glugga svo aðrir voru að frjósa úr kulda,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, sem fyrir hálfu öðru ári fór að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins, ekki síst hitakófum og pirringi. Guðrún er 47 ára og starfar á söluskrif- stofu þar sem ávallt er mikill erill og nóg að gera. „Ég er í góðu formi, er í líkamsrækt, hreyfi mig reglulega og er mikið á ferð og flugi. Þetta ástand olli mér því töluverðri vanlíðan,“ viðurkennir Guðrún, sem einnig vaknaði ýmist rennsveitt eða ísköld um nætur en það skerti gæði nætursvefns og hafði áhrif í daglegu amstri. „Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti snúið mér í þessum vanda, án þess að hakka í mig hormóna, enda ekki komin á aldur fyrir svoleiðis,“ segir Guðrún og brosir. Hjálpin kom úr óvæntri átt þegar hún frétti af fæðubótarefninu Femmenessence MacaLife sem hún ákvað að prófa og hefur tekið í tæpt ár. „Femmenessence MacaLife er náttúruleg vara og ég finn mikinn mun á mér. Ég er miklu hressari og öflugri í dagsins önn, svitakófin eru hætt og ég er á allan hátt í betra jafnvægi, andlega og líkamlega. Ég mæli því hiklaust með Femmenessence fyr- ir konur því við þurfum ekki að láta okkur líða illa. Það er til lausn,“ upplýsir Guðrún. HORMÓNAJAFNVÆGI ÁN HORMÓNA Femmenessence MacaLife er unnið úr maca-rót ( Lipidium Peruvian- um) sem vex ein- göngu hátt í Andes- fjöllum Perú. Rótin er flokkuð sem ofurfæða og kemur jafnvægi á og styður við horm- ónaframleiðslu líkam- ans. Auk þess að stilla skapsveiflur, hitakóf og bæta svefn, sýna rannsóknir aukna beinþéttni og betri þyngdarstjórnun. „Femmenessence hefur mikla virkni og því er mælt með að byrja rólega. Eitt hylki að morgni í eina viku og síðan bætt við skammtinn smátt og smátt,“ segir Guðný Traustadóttir, markaðsfulltrúi hjá Vistor. Femmenessence MacaLife fæst í helstu apótekum og heilsubúðum. Sjá nánar á vistor.is og Facebook undir Femmenes- sence á Íslandi. STJÓRNIN Í 25 ÁR Hljómsveitin Stjórnin fagnar 25 ára afmæli með tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 20. Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson og gestir stíga á svið með vel þekkta smelli og stemningin frá sveitaböllunum verður endurvakin. ÖFLUGRI Guðrún Haraldsdóttir segist bæði hressari og öflugri eftir að hún fór að taka inn Femmen- essence MacaLife. MYND/GVA LAUS VIÐ PIRRING, SVITA OG HITAKÓF VISTOR KYNNIR Femmenessence MacaLife og MacaPause eru fæðubótarefni fyrir konur, unnin úr maca-rót. Rótin hefur sérlega góð áhrif á hormónatengd óþægindi, svo sem skapsveiflur, hitakóf og önnur einkenni breytingaskeiðs. LAUSNIN FUNDIN Femmenessence Maca- Life er fyrir konur eftir fertugt og þær sem hafa einkenni breytinga- skeiðs. Femmenessence MacaPause er fyrir konur eftir tíðahvörf. ÁTT ÞÚ ERFITT MEÐ AÐ FINNA ÞÉR BUXUR SEM PASSA VEL? igum frábært úrval af buxum í klæðilegum sniðum. Háar í mittið! Stærðir 34-46 ÚTSKRIFTARGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum ilboðumt % á10 afsl ttur 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM Skipholti 29b • S. 551 0770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.