Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Fyrst fór að bera á rúllukragapeysunum þegar tískuhönnuðirnir Stella McCartney og Céline sýndu haust- og vetrarlínu sína. Fleiri merki fylgdu í kjöl- farið eins og Proenza Schouler og Isabel Marant. Vinsælar tískubúðir eins og Zara, Mango og H&M voru fljótar að bregðast við og bjóða nú upp á rúllukragapeysur í verslunum sínum. Samkvæmt hönnuðunum á að klæðast stuttu pilsi eða buxum við peysurnar. Þær geta jafnt verið þunnar og fíngerðar eða þykkar og fyrirferðarmikl- ar. Hvítur litur er vinsæll. Svartar rúllukragapeysur voru afar vinsælar á sjöunda áratugnum en allar helstu stjörnur þess tíma klæddust þeim. Þar má nefna Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Jackie Onassis, Brigitte Bardot og Faye Dunaway að ógleymdri Twiggy. Tískan í dag leitar einmitt til þess tíma þegar þessar konur voru upp á sitt besta. RÚLLUKRAGINN ER MÆTTUR Á NÝ Rúllukragapeysur eru komnar aftur í tísku. Það er ekki slæmt, peysurnar eru hlýjar og fyrsti vetrardagur er á laugardaginn. Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi’s-galla- buxur sem er í tísku enn í dag. – Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufa- bárðurinn ég náði að detta með tilþrif- um á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hress- andi að hrasa í gólfið og rífa niður bak- grunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar. – Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heim- sæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. ■ thordis@365.is FÉLL Í SKVÍSUPÓSU MÓÐINS Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. HEIMAGALLI Hér er Pattra í afslöppun heima við í röndóttum toppi úr H&M og buxum frá Monki. HLÝLEG Pattra segir ullarkápur vera skyldueign í vetur. Hér er hún í kápu frá Zöru. Peysurnar eru bæði þykkar og þunnar, síðar og stuttar. Flott föt fyrir flottar konur V i Bn e derslun lla onna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Stærðir 38-58 Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí kið á m yn di r o g ve rð á Fa ce bo ok Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 13.900 kr. ð 34 - 46 Verð Stær Glæsilegt Ýr 55 – fullt af hugmyndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.