Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Fyrst fór að bera á rúllukragapeysunum þegar
tískuhönnuðirnir Stella McCartney og Céline sýndu
haust- og vetrarlínu sína. Fleiri merki fylgdu í kjöl-
farið eins og Proenza Schouler og Isabel Marant.
Vinsælar tískubúðir eins og Zara, Mango og H&M
voru fljótar að bregðast við og bjóða nú upp á
rúllukragapeysur í verslunum sínum.
Samkvæmt hönnuðunum á að klæðast stuttu
pilsi eða buxum við peysurnar. Þær geta jafnt verið
þunnar og fíngerðar eða þykkar og fyrirferðarmikl-
ar. Hvítur litur er vinsæll.
Svartar rúllukragapeysur voru afar vinsælar á
sjöunda áratugnum en allar helstu stjörnur þess
tíma klæddust þeim. Þar má nefna Marilyn Monroe,
Audrey Hepburn, Jackie Onassis, Brigitte Bardot og
Faye Dunaway að ógleymdri Twiggy. Tískan í dag
leitar einmitt til þess tíma þegar þessar konur voru
upp á sitt besta.
RÚLLUKRAGINN ER MÆTTUR Á NÝ
Rúllukragapeysur eru komnar aftur í tísku. Það er ekki slæmt, peysurnar eru
hlýjar og fyrsti vetrardagur er á laugardaginn.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum
uppáhaldsbernskumyndum er af
mér þriggja ára í hörjakkafötum með
stærðarinnar myndavél um hálsinn.
Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga
mínum og var dugleg að klæða mig
upp á þegar ég var barn. Hún setti mig
meðal annars í afklipptar Levi’s-galla-
buxur sem er í tísku enn í dag.
– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú
bloggar?
Ég skrifa um allt sem mér dettur í
hug en bloggið er persónulegt og ég
legg mikið upp úr því að vera ég sjálf.
Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls
kyns formi. Annars hef ég mörg önnur
áhugamál og hef til dæmis ótrúlega
gaman af eldamennsku sem ég deili
gjarnan á blogginu.
– Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi?
Um þessar mundir er Isabel Marant í
algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt
eftir því að fatalína hennar fyrir H&M
komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella
McCartney sérstaklega elegant og Marc
Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein
séu nefnd.
– Er einhver flík sem þú stenst ekki?
Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu
fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum.
– Manstu skemmtilega tískuupplifun?
Það var eftirminnilegt þegar klaufa-
bárðurinn ég náði að detta með tilþrif-
um á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu
í Lundúnum síðasta vor. Agalega hress-
andi að hrasa í gólfið og rífa niður bak-
grunnsskiltið í leiðinni þegar verið var
að taka af mér skvísumynd. Að pósa
getur reynst erfitt, greinilega.
– Áttu þér uppáhaldsverslanir?
Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood
Wood, Støy Munkholm og Samsøe &
Samsøe, skandínavískar og flottar.
– Eyðir þú miklu í fatakaup?
Sennilega umfram þörf en ég reyni
að taka skynsemina á þetta og hugsa
mig vel og vandlega um áður en ég
fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri.
Verandi búsett í Danmörku er þægilegt
að geta skilað flíkum aftur í búðir og
fengið endurgreitt fái maður bakþanka.
Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið
fyrir besta fólk.
– Hvort verslar þú meira á Íslandi eða
í útlöndum?
Fataverslanir á Íslandi eru margar
hverjar glæsilegar þó svo ég heim-
sæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu
er samt algjörlega best að vera hvað
fatakaup varðar; valmöguleikarnir og
freistingarnar endalausar. Ég kaupi því
nær allar mínar flíkur hér úti.
■ thordis@365.is
FÉLL Í SKVÍSUPÓSU
MÓÐINS Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með
tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni.
HEIMAGALLI Hér er Pattra í afslöppun heima við í röndóttum toppi úr H&M
og buxum frá Monki.
HLÝLEG
Pattra segir ullarkápur
vera skyldueign í vetur.
Hér er hún í kápu frá
Zöru.
Peysurnar eru bæði þykkar og þunnar, síðar og stuttar.
Flott föt fyrir
flottar konur
V i Bn e derslun lla onna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Stærðir 38-58
Opið virka daga kl.
11–18.
Opið laugardaga k
l. 11–16.
Kí
kið
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
Fa
ce
bo
ok
Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516
13.900 kr.
ð 34 - 46
Verð
Stær
Glæsilegt Ýr 55 – fullt af hugmyndum