Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 37
KYNNING − AUGLÝSING Útfarir24. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR 3
Þegar andlát ber að hönd-um er algengt að nánasta fjölskylda vilji hafa kistu-
skreytingu, krans og altarisvendi
við útförina. Einnig er algengt að
fleiri taki sig saman og sendi krans
eða kross með borða í útför ætt-
ingja eða vinar. Við sjáum um að
útbúa það og koma því á staðinn
fyrir athöfn,“ útskýrir Málfríður
Hildur Bjarnadóttir, en hún rekur
Blómasmiðjuna í félagi við föður
sinn, Bjarna Finnsson, garðyrkju-
mann og blómaskreyti.
Málfríður segir mikið úrval hlý-
legra smágjafa að finna í hillum
Blómasmiðjunnar.
„Við höfum töluvert úrval
af samúðargjöfum, kertum og
englum sem fólk færir vinum og
vandamönnum gjarnan sem eiga
um sárt að binda. Við tökum vel
á móti öllum og leggjum okkur
fram við að koma til móts við þarf-
ir hvers og eins.
Fólk getur hringt í okkur eða
komið til okkar í búðina, skoðað
myndir og fengið hugmyndir um
verð, áprentanir á borða og lita-
val,“ segir Málfríður.
Blómasmiðjan er til húsa í versl-
unarmiðstöðinni Grímsbæ við
Efstaland 26. Aðkoma að miðstöð-
inni er góð og næg bílastæði.
Síminn er 5881230 og netfang:
blomasmidjan@blomasmidjan.is.
Tökum vel á móti öllum
Blómasmiðjan hefur í rúma tvo áratugi lagt áherslu á vandaða og faglega þjónustu vegna útfara og kemur til móts við þarfir hvers
og eins. Mæðginin Málfríður Hildur Bjarnadóttir og Bjarni Finnsson, garðyrkjumaður og blómaskreytir, reka Blómasmiðjuna.
Blómasmiðjan er til húsa í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ, Efstalandi 26.
Úrval samúðargjafa er að finna í Blómasmiðjunni.
Bjarni Finnsson, garðyrkjumaður og blómaskreytir, við vinnu sína en hann rekur Blóma-
smiðjuna í samvinnu við dóttur sína, Málfríði Hildi. MYND/GVA
Við erum lítil og persónu-leg útfararstofa sem bygg-ir á trausti og virðingu, fyrir
látnum og lifandi. Fólk hittir okkur
Svafar í aðdraganda útfararinnar,
þá sömu og sjá síðan um útförina
sjálfa. Við leggjum mikla áherslu
á að öll þjónusta sé á persónuleg-
um nótum,“ segir Hermann Jónas-
son hjá Útfararþjónustu Svafars &
Hermanns.
Stofan var sett á fót fyrir ári.
Báðir búa þó Hermann og Svafar
yfir áratuga reynslu í útfararþjón-
ustu. Svafar vann hjá Útfararstofu
kirkjugarðanna í 17 ár en Hermann
við útfararþjónustu á Siglufirði í
30 ár. „Þar er nálægðin mikil milli
fólks. Mér finnst skipta miklu máli
að þjónustan sé persónuleg,“ segir
Hermann.
„Hægt er að ná í okkur allan sól-
arhringinn. Við komum og sækj-
um hinn látna þangað sem hann
lést, í heimahús eða á sjúkrastofn-
un. Eftir það hefst ferlið í samvinnu
við aðstandendur og þá sem fram-
kvæma útförina. Við erum með að-
stöðu til að taka á móti fólki til að
ræða málin en komum einnig heim
til fólks ef það vill.
Við leggjum mikla áherslu á að
öll atriði séu skýr áður en til at-
hafnarinnar kemur og ekkert komi
fólki á óvart, til dæmis hvað varð-
ar kostnað. Við viljum vera heiðar-
legir og gegnsæir.“
Hermann segir Íslendinga halda í
hefðirnar þegar kemur að útför ást-
vina. Hlutirnir séu þó að breytast
og hafa til að mynda bálfarir auk-
ist. Ferlið sé það sama nema ekki sé
farið í kirkjugarð eftir athöfn.
„Margir halda að það sé skylda
að fara í gegnum ákveðið staðlað
form en það er alls ekki tilfellið. Við
leggjum áherslu á að fólk hafi sam-
band við okkur og leiti sér upplýs-
inga. Við sjáum um hvers konar út-
farir og leggjum aðaláherslu á að
allir séu samstiga.“
Virðing og traust
Útfararstofa Svafars & Hermanns tók til starfa fyrir ári en þar innanhúss er
margra ára reynsla við skipulagningu útfara. Hermann Jónasson segir
gagnkvæmt traust og virðingu grundvallaratriði þegar kemur að
skipulagningu útfarar.
Hermann
Jónasson hjá
Útfararþjón-
ustu Svafars
& Hermanns
Kvedja.is
segir
persónulega
þjónustu
skipta höfuð-
máli. MYND/GVA
Á HEIMASÍÐU ÚTFARARÞJÓNUSTU SVAFARS OG
HERMANNS, KVEDJA.IS, ER AÐ FINNA GÁTLISTA VIÐ
UNDIRBÚNING ÚTFARAR.
● Hafa samband við útfararstofu og gefa þar upp fullt nafn og kenni-
tölu hins látna.
● Tilkynna andlát til sýslumanns með afhendingu dánarvottorðs.
● Val á kistu og fatnaði, líkklæði eða eigin föt.
● Skreyting kistu, fáni/blóm.
● Val á legstað.
● Sálmaskrá til afhendingar við athöfn, sé þess óskað.
● Aðstandendur, eða útfararstofa fyrir þeirra hönd, hafa samband við
þann sem valinn er til að framkvæma athöfnina, hvort sem það er
prestur eða annar sá er til þess er bær.
● Ákveða hvernig auglýsa skal andlát eða/og útför.
● Tónlistarflutningur í útför. Val á organista, kór, einsöngvara eða ein-
leikara, eftir því sem við á.
● Tónlist við kistulagningu, ef óskað er.
● Kanna hvort hinn látni hafi ákveðið bálför.
● Velja staðsetningu og tíma kistulagningarbænar sé hennar óskað.
● Val kistubera og fjölda, 6 eða 8.