Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 48

Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 48
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 BÆKUR ★★★★★ Glæpurinn– Ástarsaga ÁRNI ÞÓRARINSSON JPV-ÚTGÁFA Glæpurinn – Ástarsaga markar tímamót á rithöfundarferli Árna Þórarinssonar. Hann hefur hingað til einbeitt sér að skrifum glæpa- sagna en rær hér, þrátt fyrir titil bókarinnar, á dýpri mið. Sagan gerist á einum sólar- hring og lýsir lífi splundraðr- ar fjölskyldu í Reykjavík sam- tímans á nær- færinn og hlýjan hátt þótt aðstæð- ur fjölskyldumeð- lima séu vægast sagt ömurlegar. Meira er eigin- lega ekki hægt að segja um efni eða persónur bókar- innar án þess að spilla upplifuninni fyrir væntanlegum lesendum sem setur rýninn hér í ansi þrönga stöðu. Árni hefur í glæpa- sögum sínum leit- ast við að varpa ljósi á ýmislegt sem aflaga fer í borgarsamfélagi nútímans og hann bregður ekki út af þeim vana hér. Margar lýsing- arnar eru virkilega sjokkerandi og grimmd manneskjanna hverrar í garð annarrar er nístandi. Langt er þó frá því að hér eigist við vondir kallar/kellingar og góðir/ góðar, slíkar einfaldanir eru víðs fjarri og persónusköpun öll sann- færandi og vel gerð. Allar per- sónurnar eru að meira eða minna leyti fórnarlömb aðstæðna sem þær hafa enga stjórn á og Árni lýsir örvæntingunni og vanmætt- inum sem slík staða skapar lista- vel. Það er hjartalaus manneskja sem ekki finnur fyrir kekki í hálsi við lestur nöturlegustu kaflanna í Glæpnum. Sagan öll hverfist um einn til- tekinn glæp, sem þó er í raun ekki glæpur, og siðferðisspurningarn- ar sem hér er varpað fram eru óvægnar og óróavekjandi. Hver sem er gæti verið í þessari stöðu og jafnvel ekki einu sinni haft hugmynd um það. En nú er ég enn og aftur farin að syndga upp á náðina með þögnina í kringum plott bókar- innar. Árni hefur í síðustu bókum sínum verið að fága stíl sinn og byggingu sagnanna og sýnir hér hversu vel hann hefur spennuuppbygg- ingu á valdi sínu. Sagan er nefnilega þrælspennandi og erfitt að leggja hana frá sér fyrr en að lestri lokn- um. Smátt og smátt er upplýs- ingum miðlað til lesandans í örlitlum brot- um, sjónarhorn- ið færist frá einni persónu til annarrar, er oftast alviturs sögumanns en inn á milli er laumað fyrstupersónufrásögn einnar persónunnar af því sem raunverulega gerðist. Það er eld- gömul og útslitin klisja að lesand- anum renni kalt vatn milli skinns og hörunds við lestur en það er nákvæmlega það sem hér gerist þegar lesandinn loks áttar sig á því um hvað málið snýst. Virki- lega glæsilega gert. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Geysivel fléttuð og spennandi saga úr íslenskum nútíma. Saga sem ýtir hressilega við lesand- anum. Hvenær fremur maður glæp ...? Fennel grafinn lax með hunangssinnepssósu Reyktur lax með piparrótarsósu og lime Síldar þrjár tegundir Ferskt sjávarréttasalat með rækjum, hörpuskel og kóríander Heimalagað villibráða pate með trönuberjasósu Hreindýrabollur með gráðostasósu Hunangsgljáðar kalkúnabringur með villisveppasósu Brakandi grísa purusteik Birkireykt hangikjöt með uppstúf Sinneps gljáður hamborgahryggur Jóla Heimalagað rauðkál, eplasalat, sykurbrúnaðar kartöflur, seytt rúgbrað og smjör. Ris á l´allamende með kirsjuberjasósu Dönsk eplakaka með þeyttum rjóma Kókostoppar með súkkulaði Borðapantanir í síma 544 40 40 eða á netfangið spot@spot.is UPPSELT Listamaðurinn Ragnar Kjartans- son flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Vari- ation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir lista- maðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragn- ar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörn- ingurinn fer þannig fram að yfir- borði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leik- munum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafn- vel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörn- ingurinn sýndur beint á netinu á slóðinni youtube.com/user/tate/ tatelive í kvöld klukkan 19. Áhorf- endum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið. Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu Listamaðurinn Ragnar Kjartansson fl ytur gjörninginn Variation of Meat Joy í Tate Modern-safninu í London í kvöld. Áhorfendur um heim allan geta fylgst með í rauntíma á netinu, spjallað og spurt listamanninn spurninga. TILBRIGÐI við kjötgleði Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneem- an, Meat Joy. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.