Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 6
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
„Jón Gnarr sýndi fram á að menn þurfa
ekki að vera sérfræðingar í pólitík til að
geta komið fram og orðið fulltrúar fyrir
hóp sem fól þeim umboð í kosningum,“
segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórn-
sýslufræðingur og lektor við Háskóla
Íslands. Hún segir að henni hafi þótt það
góð lína hjá Jóni Gnarr að fela embættis-
mönnum verkefni sem áður voru á hendi
borgarstjóra.
„Stjórnmálamenn eiga að skapa og
hafa tengsl við fólk. Þeir eiga að fjalla um
hugmyndir, strauma og stefnur,“ segir
Sigurbjörg. Hún segist hins vegar telja að
það þurfi meira en einn mann til að koma
á varanlegum breytingum í stjórnkerfi
borgarinnar.
„Það er hins vegar ekki hægt að líta
fram hjá því að Jón Gnarr hefur notið
vinsælda sem stjórnmálamaður. Ég held
að hann hafi markað spor og hann náði
að marka þau vegna þess að við vorum að
ganga í gegnum sérstaka tíma í íslenskri
efnahags- og stjórnmálasögu. Það myndað-
ist gluggi til að gera eitthvað nýtt. Það
nýtti Jón Gnarr sér með grínið að vopni.
Menn eiga eftir að vísa til þessa tímabils
sem Jón Gnarr var borgarstjóri og þeirrar
nálgunar sem hann hafði á embættið,“
segir Sigurbjörg enn fremur. -jme
Tímabil í stjórnmálasögunni sem vísað verður til
STJÓRNMÁL „Ég hef áhuga á að
taka fyrsta sætið á lista Bjartr-
ar framtíðar í Reykjavík, ef mér
verður treyst fyrir því,“ segir S.
Björn Blöndal, aðstoðarmaður
Jóns Gnarr borgarstjóra.
„Ég vil fara í áttunda sætið á
listanum, það er baráttusætið,“
segir Einar Örn Benediktsson,
tónlistarmaður og borgarfulltrúi.
Hann skipaði annað sætið á lista
Besta flokksins fyrir fjórum
árum. „Það segir sig sjálft að ef
Björt framtíð nær hreinum meiri-
hluta í borginni getur borgarstjór-
inn legið í mér,“ segir Einar Örn.
Aðrir sem buðu sig fram fyrir
Besta flokkinn í kosningunum
fyrir fjórum árum hafa hug á að
taka sæti á lista Bjartrar fram-
tíðar. Þau eru Elsa Yeoman, Karl
Sigurðsson, Eva Einarsdóttir
og Páll Hjaltason, sem tók
sæti Óttars Proppé í borg-
arstjórn þegar hann settist
á Alþingi í vor.
Stofnfundur Bjartr-
ar framtíðar í Reykja-
vik var haldinn í gær og
sóttu hann um 30 manns.
Borgarfulltrúar Besta
flokksins gengu til liðs
við Bjarta framtíð á fundinum.
Heiða Kristín Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Besta flokksins,
ætlar ekki að sækjast eftir for-
ystusæti á lista Bjartrar framtíð-
ar í Reykjavík. Hún segir að það
verði hennar hlutverk að leiðbeina
framboðum Bjartrar framtíðar í
sveitarstjórnarkosningunum í
vor. Heiða Kristín segir að fram-
kvæmdastjórn komi til með að
raða á framboðslista fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar næsta vor.
-jme
Það er
búið að
liggja vel yfir
þessari ákvörðun
á heimilinu. Hún
er vel ígrunduð
og allir eru glaðir
með hana.
Það verður óneitanlega betra að
hafa Jón meira heima. Þetta er búið
að vera svolítið eins og ég sé einstæð
móðir og sá litli sem er átta ára mun
njóta góðs af þessari ákvörðun. Sem
og vinir og vandamenn og þjóðin öll
með því að fá hann aftur í grínið.
Jóhanna „Jóga“ Jóhannsdóttir,
eiginkona Jóns Gnarr
Mér finnst
þetta í
rauninni kjarkað
af honum. Hann
er búinn að
ígrunda þetta
mjög vel og
lengi og að taka
þessa ákvörðun þvert á allar spár og
skoðanakannanir sýnir kjark og styrk.
Ég er glaður yfir að fá hann aftur í
skapandi vinnu, ekki það að borgara-
stjórastarfið sé ekki skapandi, það
er það á allt annan hátt. Það er mikil
þörf á mönnum eins og Jóni, við
erum bara 320 þúsund og svona snill-
ingar vaxa ekki á trjám.
Sigurjón Kjartansson, vinur Jóns
og samstarfsaðili til margra ára
FÖSTUDAGINN 1. NÓVEMBER
OPIÐ TIL KL. 22.00
Stemning og viðburðir um alla miðborgina.
VILL VERA NÚMER EITT S. Björn Blöndal hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr
undanfarin ár. Nú stefnir hann að því að leiða nýjan lista Bjartrar framtíðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég hef
gagnrýnt
störf hans og
meirihlutans en
það snýst um mál-
efni en ekki per-
sónu hans. Það er
margt sem ég tel
gagnrýnisvert við störf meirihlutans
á kjörtímabilinu. Ég tel of snemmt að
meta það hvort ákvörðun borgarstjór-
ans muni hafa mikil áhrif á pólitíkina
í borginni. Jón hefur mörg áhugamál
sem hann hefur þurft að leggja til
hliðar á tíma sínum sem borgarstjóri.
Ég óska honum velfarnaðar í þeim
störfum sem hann mun taka sér fyrir
hendur í framtíðinni.
Júlíus Vífill Ingvarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Hef gagnrýnt hann
Það verður
gríðarleg
eftirsjá að Jóni úr
borgarpólitíkinni.
Þetta hefur verið
frábært samstarf,
og að mörgu leyti
einstakt. Það
hefur verið byggt á hreinskilni, hrein-
skiptni, samræðu og samstöðu.
Ég neita því ekki að ég hefði helst
viljað starfa áfram með Jóni. Eftir að
hafa rætt þetta mjög oft og mikið
við Jón, og vitandi að hans djúpa
sannfæring sé sú að þetta sé rétt– þá
verður maður bara að virða það.
Dagur B. Eggertsson,
oddviti Samfylkingarinnar
í Reykjavík
Sé eftir Jóni
Þetta
er mjög
merkileg ákvörðun
og virðingarverð.
Það þarf hugrekki,
kjark og staðfestu
til að byrja með
trukki og enda
með trukki. Ég hef átt gott samstarf
við Jón og Besta flokkinn á kjör-
tímabilinu. Málefnalega eiga BF og
VG margt sameiginlegt þó flokkarnir
séu ekki sammála um allt.
Það hefur verið unnið með yfir-
vegaðri og betri hætti í borginni en
áður hefur tíðkast. Jón og Besti
flokkurinn eiga sinn þátt í því. Ég get
lítið spáð um áhrif brotthvarfs Jóns
Gnarr á kosningabaráttuna í vor.
Sóley Tómasdóttir,
oddviti Vinstri grænna
Þarf kjark og þor Gott að fá Jón heim Vaxa ekki á trjám
Borgarfulltrúar Besta flokksins gengnir til liðs við Bjarta framtíð í Reykjavík:
Aðstoðarmaður vill fyrsta sætið
SIGURBJÖRG
SIGURGEIRS-
DÓTTIR
STJÓRNMÁL Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, til-
kynnti í þættinum Tvíhöfða á Rás 2 í gærmorgun að
hann myndi ekki bjóða sig aftur fram sem borgar-
stjóri í Reykjavík. Í tilkynningu sinni sagðist Jón
kunna illa við samskipti í stjórnmálum. Besti flokk-
urinn (BF) verður lagður niður eftir að Jón hættir
störfum hinn 15. júlí næstkomandi. Flokkurinn mun
renna saman við Bjarta framtíð.
Jón stofnaði BF árið 2009 fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar 29. maí 2010. Yfirlýstur til-
gangur flokksins á þeim tíma var að
koma Jóni Gnarr í vel launað inni-
starf þar sem hann hefði völd til að
hjálpa sjálfum sér, fjölskyldu og
vinum. Einnig sagðist Jón langa
að vera með aðstoðarmann.
Í sveitarstjórnarkosning-
unum í Reykjavík vann BF
yfirburðasigur, fékk sex
borgarfulltrúa af 15 og fór í
meirihlutasamstarf við Sam-
fylkinguna. Jón Gnarr var
kjörinn borgarstjóri Reykja-
víkur á fyrsta borgarstjórn-
arfundi 15. júní 2010.
Flokkurinn hefur lagt
áherslu á að stjórnmála-
menn komi ekki of mikið að
rekstri stofnana Reykjavík-
ur. Meirihluti Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar
vann að aðgerðaráætlun Orku-
veitu Reykjavíkur. Sú áætlun,
sem er komin vel á veg, miðar
að því að styrkja rekstur fyrir-
tækisins til ársins 2016 með
gjaldskrárhækkunum, eignasölu
og frestun á framkvæmdum svo
eitthvað sé nefnt. samuel@frettabladid.is
Ekki aftur
í framboð
Jón Gnarr, borgarstjóri og stofnandi Besta flokksins,
mun ekki bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum í
vor. Flokkurinn rennur inn í Bjarta framtíð.